Kynhlutlaus orð og lög pírata

Legg til að uppfæra/leiðrétta lögin okkar málfarslega þannig að þau séu í anda jafnréttis og í takt við nútímann - auðvelt að gera í rólegheitunum og tiltölulega einfalt. Snýst aðallega um að setja inn aðra orðhluta í staðinn fyrir -maður (auk nokkurra annarra lagfæringa).

3 Likes

Þessi vinna var einhvern tímann komin af stað, man eftir að hafa setið fund um þetta, @Oktavia var ábyggilega þar ásamt fleirum.

2 Likes

Ágæt hugmynd að forðast orðið -maður sem seinasta orðið í samsettu orði þar sem það er tvírætt. En hvaða aðrar lagfæringar mætti gera?

1 Like

Það var aðallega þetta minnir mig, hugsanlega eitthvað um þá í staðinn fyrir þau, ef til vill eitthvað fleira, en fátt.

2 Likes

akkúrat - tekið var á bæði kóðanum og grunnstefnunni. ætlum við að klára þessa vinnu? Ég er til í að aðstoða og taka þátt!

1 Like

Viss synd samt, því þegar merkingu orðsins maður er breytt í einu samhengi, og merkingin kynjuð, þá er hætt við að manni þyki orðið næst illa passa í öðru samhengi.

1 Like