Það fyrsta þá vil ég nefna að lækkun hámarkshraða meikar sens fyrir mér á borgargötum. En á síðustu vikum hef ég lent í ýmsum “rökræðum” um kosti þess og er ég í miklum minnihluta þegar kemur að þeim. allavega í mínu nærumhverfi.
En í einum umræðunum kom fram hugmynd sem kítlar mig mikið sem lausn.
Að kjósa um það í hverfið mitt.
Að þá er kosið um lækkun um hverja götu fyrir sig. Að ábúendur á hverju svæði fyrir sig ákveði um sitt nærumhverfi.
Ég sem mikil stuðningsmaður valddreifingar get ekki séð slæma hlið á þessari lausn, sjáið þið eitthvað sem ég sé ekki?
Í grunninn ætti þessi tillaga að vera ágæt en við nánari skoðun þá fellur hún nokkuð.
Það eru ekki bara þeir sem búa við götuna sem fara um hana. Ættu ekki allir sem nota götuna að hafa rétt á þátttöku. Reyndar kemur hér inn að þeir sem búa við götuna verða mest fyrir umferðinni þó svo að það geti verið rangt til dæmis ef þeir eru allir að vinna frá 8:00 til 19:00 þá eru þeir sem fara oft um götuna meira á henni en það fólk.
Það hefur verið talað um að þeir sem noti gæðin eigi að ákveða. Þeir sem nota gæðinn (hraðann) eru þeir sem keyra um götuna ekki þeir sem til dæmis ganga um hana.
Það getur verið afkáralegt í borginni að vera með mismunandi hraða eftir mismunandi götum. Segjum að það séu þrjár samliggjandi götur ein verður samþykkt sem 40 km gata, næsta með 30 km hraða og síðan sú þriðja með 60 km hraða það yrðu aldeilis uppgrip hjá ríkissjóði ef lögreglan myndi staðsetja sig við 30 km götuna hún myndi líklega “bösta” nær alla sem um hana keyra. Síðan myndi þetta kannski draga úr hlýðni borgaranna. Þó gildir aðeins annað ef að hverfið er tekið sem ein heild og hraðinn þar í samhengi. Samt myndi það verða skrýtið mynstur sums staðar á mörkum hverfa.
Það er margt sem á/ætti að kjósa um en sumt þarf yfirvaldið (kosið af fólkinu) að ákveða og þetta er eitt af því sýnist mér. En ég er alveg til í að endurskoða þetta ef ég fæ góð rök fyrir valdi fólksins varðandi þetta.
Það væri takmörk fyrir hámarkshraða, eða sem sagt það er ekki hægt að hafa meiri hámarkshraða á götunni en hún er skilgreind sem. Að hámarkið þar er 50km, getur lækkað það en ekki hækkað. (að ég held).
(gæðinn) þar er ég ósammála um hvað er gæðinn, gæðinn er ekki hraðinn, gæðinn er öryggið fyrir fólkið (keyrandi, labbandi, hjólandi)
Með mismunandi hraða á eftir götunum þá er það þitt mál að fylgjast með í umferðinni.
Afsakið þennan óskýrleika hjá mér. Þetta er hundleiðinleg málfar kapítalista og peningamanna sem mér fannst (þá) skýra atriðið en gerði það sem sagt ekki. Ég átti við gæði sem þú notar. Ekki gæði í þeim skilningi að eitthvað sé gott.
Þetta á líka við um göngustíga. Hvílík breyting það var þegar tréveggur, sem lokaði viljandi göngustíg bakvið Fossvogsskóla, var tekinn nipur. Gæti hafs gerst í draumi. Svo mikið batnaði tenging neðsta botnlanga hverfisins við Fossvogsdal.
Er ekki hægt að dreifa eignarhaldi á götum og stígum? Þó ekki væri nema leiguréttindum? Þá með lágmarkskvöðum. Þá geta íbúar ákveðið að liðka fyrir eða hindra umferð. Lykillinn er að deila ábatanum af bættum samgöngum með íbúum. Þá geta íbúar vegið svifrik, hávaða og styttri ferðir á móti annari landnýtingu—og gripið sjálfir til mótvægisaðgerða eins og þrifa, þrefaldra rúða í húsum og hraðahindrana (hlykkjóttra gatna).
Spurningin er, hvernig geta þeir sem nota götur og stíga deilt ábatanum af notkun þeirra með þeim sem verða fyrir ónæði af völdum þeirra?
Einmitt, ég bölvar oft upphátt þegar ég lend í því að ætla að stytta mér leið milli húsa til að ganga styðstu leiðina en kem þá að vegg eða annarri hindrun sem lokar leiðinni sem þýðir að fólk þarf að leggja lykkju á leið sína sem nemur mörgum mínútum eða jafnvel tugum mínútna. Til dæmis í Norðurmýrinni, Vogunum og víðar. Vesturbærinn er sæmilegur hvað þetta snertir. Svo mætti finna leið til að fólk geti gengið yfir götur sem stöðva flæðið, sem dæmi Snorrabraut og Kringlumýrarbraut, (rífa girðingar, meiri hætta, fleiri gönguljós?)