Við hjá Ungum Pírötum vekjum athygli á meiriháttar breytingum á skipulagi aðildafélagsins í kosningakerfum Pírata og Ungra Pírata. Við erum að fella niður kennitölu félagsins og reka félagið sem sjálfstæða deild innan Pírata.
Af hverju er verið að breyta félagslögum til þess? Kennitala er utanumhaldsverkfæri ríkisins, og félag getur hæglega verið til sem sjálfstætt félag án hennar.
Við þurfum oft að gefa upp kennitölu, td. þegar við skráum okkur á viðburði. Svo við þurfum að vera með kennitölu, en það skapar umstang að vera með okkur eigin. Það hentar því að nota kennitölu Pírata, og við viljum helst ekki vera að skrá okkur sem eitt félag og gefa upp kennitölu annars félags. Einfaldara að vera bara hluti af Pírötum, eini mismunurinn er að Píratar gætu reynt að hafa áhrif á okkur með lagabreytingum, en við teljum það ólíklegt og gætum alltaf endurstofnað félagið ef það kæmi að því.