Landbúnaðarkerfið er dautt, allir fagni nýja landbúnaðarkerfinu

Þessi framtíð, sem er loksins komin til Íslands, ásamt framtíð kjötræktar kemur til með að gerbylta öllu. Sérstaklega landbúnaðarkerfinu. Fyrst af öllu landbúnaðarkerfinu.

Þarf að uppfæra landbúnaðarstefnuna okkar til þess að ná betur utan um þessa framtíð? (https://x.piratar.is/polity/1/document/41/)?

5 Likes

Ég er hneigður til þess að segja ‘já’. Enn fremur er það gott og mikilvægt að lóðréttur landbúnaður er, að miklu leyti, óháður loftslagi (eða loftslögum, því loftslag Íslands mun breytast). Einnig væri gott að Ísland væri minna háð innflutningum, vegna þess að ekki smáar líkur eru á því að matarkostnaðir heims hækka næstu áratugi vegna fólksfjölgunar (mest góða landbúnaðarlandsins er nú þegar í notkun) og loftslagsbreytinga (sumt góða landbúnaðarlandsins fer í auðn).

Án þess að nefna beint lóðréttan landbúnað og raforkufædd gerlarækt, gæti það verið gott að stefna á að styrkja einkum alls konar tækni bæði óháða loftslagi og sem myndi nýta best þær auðlindir sem til eru á Íslandi. Og að eiga sem markmið að Ísland framleiði, á sjálfbærum hætti, nógu margar hitaeiningar fæða til þess að fæða fólkið.

2 Likes

Hafði ekki hugmynd um að hárækt væri til, en frábært!

Íslensk fiskiskip landa yfir milljón tonnum árlega eða um tíu kílógrömmum á landsmann á dag.

image

2 Likes

Gott og vel, og takk fyrir súluritið. :slight_smile: En hvaðan kemur eldsneytið* fyrir skipin? Munu fiskarnir fást í slíku magni eftir nokkra áratugi og hlýnun** og súrnun sjávar? Yrði einhvers konar neyðarástand svo aðrir reyndi að taka okkar fisk, gætum við stöðvað þá, án efa?

*Það er líklega mogulegt að framleiða á Íslandi, úr rafmagni, en ég veit ekki hvort það sé gert núna.

**Stefnur þjóða samkvæmt Parísarsamkomulagi munu sennilega valda þriggja gráða hlýnun, en mögulega fjögurra: https://climateactiontracker.org/global/cat-thermometer/

1 Like

Áhugavert væri að skoða og helst prófa, baunarækt. Til manneldis.
Við erum með fjöldan allan af húsum sem þyrfti ekki mikið að breyta, kjúklingahús.

Voð þurfum að stefna að sjálfbærni, kjúkklingur er nær 100% háður innfluttufóðri. Svo það er eining sem færi fljótt út.

Það sem mig langar að rannsaka(ekki ég persónulega) er samanburður á prótínrækt milli kjúlla og bauna. Með tilliti til, fermetra, varns, orku og tíma.

3 Likes

Já, og innanhússrækt er eina matvælaframleiðslan sem mætti koma fyrir í kjarnorkubyrgi, og gæti þannig útvegað heilnæman mat þó atómsprengjum rigndi þvers og kruss yfir meginlandið og eyjurnar okkar. Baunarækt ætti líka hæglega að geta gengið án innflutts eldsneytis.