Langar í smá umræðum um... *hóst*, sorrí, klám

Ekki alveg vinsælasta umræðuefnið í sögu stjórnmálanna, en mér finnst þetta skipta máli.

Ég krotaði pistil í Fréttablaðið um áhrif klambannsins og mig langar svolítið til að heyra í flokksfólki um hvað því finnist um málefnið. Pistillinn er hér í heild sinni.

https://www.frettabladid.is/skodun/osidlegu-fornarlombin/


Ósiðlegu fórnarlömbin

Ný­lega hefur frést um nokkurn fjölda Ís­lendinga, a.m.k. ein­hverja tugi, sem selja að­gang að mynd­efni af sér á vefnum On­lyFans. Alls konar efni er þar að finna, en um­talaðastur er hann fyrir kyn­ferðis­legt efni sem not­endur búa til sjálfir. Miðað við fjöldann af Ís­lendingum sem vitað er um má leiða líkur að því að a.m.k. hluti þess efnis myndi teljast til svo­kallaðs kláms, en einnig má búast við að fjöldinn sé meiri og lík­legt er að hann aukist með tímanum.

Eðli­lega sýnist fólki sitt um klám, enda hug­myndir um kyn­líf al­mennt fjöl­breyttar, ein­stak­lings­bundnar og per­sónu­legar. Reyndar er skil­greiningin á klámi sjálf nokkurt bit­bein, sem er ekki til þess fallið að auð­velda upp­byggi­lega um­ræðu um efnið.

Í öllum frjálsum lýð­ræðis­ríkjum nú­tímans er þó nær ó­tak­markaður að­gangur að klámi stað­reynd og – hvort sem okkur líkar betur eða verr – ó­breytan­leg í þokka­bót. Af og til koma upp hug­myndir um að reyna að tak­marka út­breiðslu kláms á netinu en það hlýtur að vera orðið ljóst að slík mark­mið eru með öllu ó­raun­hæf, þ.e. ef við viljum halda bæði í tækni og sam­fé­lag sem er í megin­at­riðum frjálst. En svo lengi sem tækni­vætt sam­fé­lag verður í megin­at­riðum frjálst verður nær ó­tak­markaður að­gangur að klámi til staðar.

Aukin kyn­fræðsla, sér í lagi um sam­skipti, til­finningar og mörk, er nauð­syn­legur hluti af við­brögðum okkar við þessari þróun, því þótt við getum ekki dregið úr kláminu sjálfu, þá getum við dregið úr nei­kvæðum á­hrifum þess. Þá er fyrst og fremst hugsað til barna og ung­linga, sem hættir til að gera minni greinar­mun á raun­veru­leika og því sem birtist í ýmsu af­þreyingar­efni. Sem betur fer er um­ræðan um nei­kvæð á­hrif kláms mest­megnis komin í þá átt; til fræðslu, í stað hug­mynda um að yfir­völd á­kveði hvað fólki sé treystandi til að sjá og heyra á hinu rómaða inter­neti.

En aftur að Ís­lendingunum sem dreifa klám­fengnu efni af sjálfum sér á On­lyFans. Það vill nefni­lega svo til að á Ís­landi er klám bannað með lögum, sem virðist reyndar vera eins­dæmi meðal frjáls­lyndra lýð­ræðis­ríkja eftir því sem undir­ritaður kemst næst.

Nú vilja sjálf­sagt ein­hver benda á að a.m.k. hluti um­rædds hóps sé í ein­hvers konar neyðar­að­stæðum og sé jafn­vel mis­notaður, og að sjálf­sögðu er hætta á því. En ein­mitt þá er mesta firran fólgin í að refsa honum. Hvort sem fólk birtir af sér klám­fengið efni af fúsum og frjálsum vilja, eða vegna neyðar eða mis­notkunar, þá er það aldrei rétt­látt, og aldrei til þess fallið að vernda fólk fyrir mis­notkun, að refsa því. En það er hins vegar ná­kvæm­lega það sem nú­gildandi lög­gjöf um bann við klámi gerir, nánar til tekið 210. gr. al­mennra hegningar­laga.

Klám er eðli­lega um­deilt og er ekki við neinu öðru að búast. Boð­skapurinn hér er ekki sá að klám sé bara hið besta mál og að ekkert beri að gera við nei­kvæðum af­leiðingum þess. En tvennt eigum við ekki að gera við þeim. Eitt er að sætta okkur við að vera eftir­bátar frjáls­lyndra lýð­ræðis­ríkja í tjáningar- og upp­lýsinga­frelsi. Hitt er að refsa mögu­legum fórnar­lömbum. Hvort tveggja fylgir hins vegar ó­hjá­kvæmi­lega hinu úr­elta klám­banni sem enn finnst sprell­lifandi í lög­gjöf Ís­lands.

5 Likes

Dettur alltaf í hug netlöggu hugmyndir núverandi forseta alþingis og fylgisfólks hans þegar þetta málefni ber á góma. Held að engum sem ekki hefur fylgst með í langan tíma, detti í raun í hug að klám sé bannað á landinu bláa. Þetta er líka dæmi um bann sem útilokað er að framfylgja í eins opnu samfélagi og hér tíðkast og allflestir styðja. Þetta er dæmi um steingerving í íslenskri löggjöf sem tímabært er að setja á safn ásamt fyrirbærum eins og lögum um bjórbann og guðlast svo dæmi séu tekin.

3 Likes

… Klámbannstún?

That is all.

Á að fara sömu leið og guðlastsbannið. /endof

1 Like

Hjartanlega sammála þér. Viðhorf til kláms er eitt. Meðferð og löggjöf er annað. Klám hefur fylgt mannkyninu frá upphafi. Við breytum því ekki með bönnum og boðum. Og það er verið að lögsækja vitlaust fólk eins og svo oft áður. Lögsækja fórnarlömb en ekki helvítis dólgana.
Frelsi og upplýsing, forvarnir og annað virka min betur hér en einhver hörð löggjöf sem bannar klám.

4 Likes

Ég kalla eftir áliti og umsögn blótsyrðafélagsins - hvað heitir félagið aftur, Helgi? Lögin hljóta að takmarka tjáningu félagsmanna þess allverulega.

1 Like

Hið íslenska fúkyrðafélag. Því hefur nú bara óformlega verið slitið, held ég. Ég man ekki hver var orðinn formaður (annaðhvort ég eða Haffi) en ég man að hann var orðinn alráður samkvæmt ólöglega boðuðum fundi og lagalegum útúrsnúningum. Mig minnir reyndar að það hafi ekki verið mögulegt að boða fundi löglega vegna óskýrra og mótsagnakenndra laga félagsins. Kannski er félagið því bara í sjálfheldu og ómegnugt um að starfa af þeim sökum. Það veit enginn.

Eða ég held allavega að fundurinn hafi verið ólöglega boðaður. Ég finn ekki lögin í fljótu bragði og minnir að þau séu bara á einhverjum lokuðum Facebook hóp einhvers staðar. Þetta er allt í varanlegri steik, eins og var reyndar pælingin samkvæmt lögunum. Minnir mig.

Það að fólk eigi það til að gera hlut þegar það er í neyð, er hvorki rök eða ástæða fyrir því að banna hlutinn.

2 Likes

Mér leiðast flest lög sem ganga út á það að bjarga fólki frá sjálfu sér, hvort sem það er um klám, vændi, vímuefni, bardagaíþróttir, eða sykur. Auðvitað á umræða um lýðheilsu sjónarmið að eiga sér stað en stjórnvöld er til þess að passa upp á að fólk fái að lifa sínu lífi frjálst og í friði frá kúgun annarra ekki til þess að skrifa upp á þjóðfélagið heilsusamleg gildi og lífstíl. Get off my dick.

2 Likes

Það þarf að auka kynfræðslu til krakka og ungmenna.
Þegar fólk fær ekki einusinni lágmarksfræðslu þá er klám stæðsti leiðbeinandinn.
Og það er ekki góður leiðbeinandi, nauðgunarmenningin er vibbi í meiginstraumsklámi. Prófið bara að fara á PornHub t.d. það er ekki einusinni talað undir rós!
Og þetta litar samlífi fólk, krakkar og ungmenni kunna ekki á mörk, hvorki sín egin né annarra.

Þetta er það sem mér finnst skipta mestu máli í umræðu um klám!
Fræðsla fræðsla fræsla!

1 Like

Við erum öll að selja okkur, bara mismunandi líkamshluta á mismunandi hátt. Það vinnur sennilega enginn í Bónus að því að það er svo frábært. Við horfum flest á klám og það er kominn tími til að hætta að skammast okkar fyrir það.

1 Like

Munur á því að vinna í leiðinlegri vinnu versus vinnu sem er hættuleg, vændi, klám ogfl.
Hættuleg heilsu þinni og lífi hér og nú og hættuleg líkamlegri og andlegri heilsu down the road.

Afhverju ættum við að hætta að skammaat okkar fyrir það?

Almennt mannlegt eðli er nokkuð eðlilegt.

1 Like

Jáaaaaáá èg ætla að vera leiðinlegt hèr og benda á að: eðlilegt, almennr mannleg eðli, hefur ekkert að gera með klámnotkun.

Er það þá óeðlilegt og ómannlegt?

1 Like

Ég ætla ekki að fara lengra oní þessa kanínuholu. Klám, meginstraumsklám, á lítið sem ekkert skylt við kynlíf.
Bendi á þenban pistil:

Kvikmyndir eiga einnig lítið skylt við lífið, og þegar slasher myndirnar komu út átti það einnig að breyta öllum ungdómnum í morðingja. Afþreyjingarefni er afþreyingarefni VEGNA þess að það á lítið skylt með raunveruleikun, og leyfir fólki að fá fró á fanstasíum, án þess að þurfa að blanda þeim inn í líf sitt.

2 Likes

Allt önnur ella en ég ætla að draga mig út.
Í lokin vil ég þó biðja ykkur að gúggla “áhrif kláms á ungt fólk” þar koma nokkrar stórar ritrýndar grrinar upp og/eða skoða amk þetta
" https://www.sjukast.is/content/ahrif-klams "

1 Like

Held að enginn mótmæli skaðsemini. En lausnin við því hlýtur að vera betri fræðsla í skólum.