Langtímastefnur ...útópía

Hvernig framtíð við viljum Píratar sjá? Nýfrjálshyggjufólk virðist margt aðhyllast einhverskonar Ayn Rand dystópíu, félagshyggjufólk virðist aðhyllast jöfnuð sem byggir á stéttabaráttu (gegn auðvaldi og kapítalisma væntanlega) sem gekk vel á síðustu öld. En hver hver gæti langtímaþráhyggja Pírata verið?

Ég er með nokkrar pælingar hér að neðan, svona til viðbótar við ágæt en þó abstrakt ákvæði í grunnstefnu Pírata. Er þetta eitthvað sem fleiri Píratar geta tekið undir?

*Píratar vilja að á Íslandi sé í gildi stjórnarskrá sem tekur mið af þörfum samfélagsins á hverjum tíma ásamt því að stuðla að sjálfsákvörðunarrétti hvers og eins landsbúa.

*Píratar vilja að á Íslandi sé dómskerfi og hagstjórn þar sem velferð og þarfir einstaklinga og fjölskyldna eru grunnákvæði sem ganga framar kröfum félaga, fyrirtækja og fyrirtækjasamsteypa.

*Píratar vilja stefna að samfélagi þar sem beinu lýðræði, gagnsæi, menntun og upplýsingalæsi eru efld til að koma í veg fyrir opinbera hlutdrægni og spillingu, ásamt því að ná þeim markmiðum sem lýðræðisleg sátt (eða málamiðlum) næst um.

Píratar vilja stefna að samfélagi þar sem velferðarkerfi (félagsleg þjónusta, heilbrigðisþjónusta, meðferðarúrræði, menntun, samgöngukerfi og öryggisþjónusta) eru aðgengileg og *gjaldfrjáls fyrir borgara.

*Píratar vilja stefna að samfélagi þar sem hverjum og einum borgara er séð fyrir skilyrðislausum grunnlífeyri (hvort sem er með neikvæðum tekjuskatti eða svokölluðum ‘borgaralaunum’), til að auka sjálfsákvörðunarrétt borgara sem geta hagað lífi sínu, búsetu og lífsviðurværi eftir því sem hverjum hentar best. Einnig til að sporna gegn atvinnuleysi sem aukin sjálfvirknivæðing í helstu atvinnugreinum leiðir til, ásamt því að útrýma fátækt sem stuðlar að ótöldum kostnaði fyrir dóms- og heilbrigðiskerfi.

*Píratar vilja stefna að samfélagi þar sem hið opinbera hefur lítil sem engin afskipti af atvinnulífi önnur en að tryggja að farið sé að samkeppnislögum og öðrum lögum. Enda hafa afskipti ríkisins af atvinnuvegum iðullega stuðlað að fákeppni, minni nýliðun og gert þeim erfiðara fyrir sem vilja fylgja eftir hugarefnum sínum, vinna að fjölbreytni, framþróun og nýungum.

*Píratar vilja stefna að samfélagi þar sem fjárstuðningur og hvatning til samfélagsþróunar með opinberum samkeppnissjóðum sem hvetja t.d. til vísindaþróunar, umhverfisverndar, sjálfbærni, menningarstarfs og fjölbreytts húsnæðismarkaðar eða annars sem lýðræðisleg sátt er um á hverjum tíma.

*Píratar vilja að í alþjóðasamskiptum og samskiptum við erlenda borgara verði friðarumleitanir, mannúð, sjálfsákvörðunarréttur einstaklinga og sjálfbærni, höfð að leiðarljósi umfram aðra hagsmuni.

Er einhver hér sammála einhverju af ofangreindu?

3 Likes

Einu spurningar/fyrirvarar sem ég hef:

Ekki raunhæft, sérstaklega þar sem samfélagið er oft blint á samtíðina. Hvernig væri t.d. ef USA gæti breytt sinni stjórnarskrá eftir ‘þörfum’ samfélagsins þar núna? Hver skilgreinir þarfirnar? Allavega er þetta hættuleg braut.

Flokkast ekki slatti af seinni málsgrein sem mótsögn við þá fyrri?

Mótsögn? í raun ekki, því það er fjárstuðningur á fjárlögum og ívilnunanir sem þarf að leggja af því þar grasserar viðvarandi spillingarspilaborg. Þess í stað geta einstaklingar, félög og fyrirtæki sem vinna að “lýðræðislega samþykktum markmiðum” sótt um og fengið styrki úr samkeppnissjóðum ef þeir uppfylla tiltekin skilyrði. Það er pælingin.

Varðandi stjórnarskrárpælinguna þá eru nær allir Píratar sammála um að endurskoða núverandi stjórnarskrá, en ég er að velta fyrir mér framtíð stjórnarskrárinnar almennt. Hvort við viljum ekki að hún sé endurskoðuð reglulega/eftir þörfum.

Þá þarf að skilgreina “lýðræðislega samþykkt markmið” mjög vel. Það sem vekur mestann ugg í brjósti hjá mér er samt að þegar frjálshyggjan ræður þá verður einsleitnin meiri. Við sjáum bara þróunina á landsbyggðini. Verri samgöngur vegna þess að allt er miðað við umferð/mannfjölda sem leiðir til keðjuverkunar t.d. Þetta þarf allavega að skoða í mun víðara samhengi.

Endurskoðuð eftir þörfum hverra þá? Þó stjórnvöld á einum tíma geti verið hæf tryggir það ekki að svo verði til framtíðar. Þess vegna verður að stíga mjög varlega til jarðar. Það þarf nýja stjórnarskrá núna en það þarf varnagla í framtíðini, sérstaklega ef þjóðfélagsumræðan þróast þannig að fólk kynni sér málin síður og sé ekki eins upplýst.

Takk fyrir að taka umræðuna Bjarki :slight_smile:
Lýðræðislega samþykkt markmið eru erfitt hugtak, en þess vegna eru aðrir punktar í upptalningunni minni sem taka á aukinni menntun, auknum sjálfsákvörðunarrétti og kröfum um gagnsæi, það eru allt atriði sem geta vegið á móti einsleitni og nýfrjálshyggju …ef fólkið velur sér þá leið. Við ætlum amk ekki að víkja frá lýðræði í þessum pælingum, heldur að sporna gegn “misnotkun” þess. Svo er það punkturinn með að stefna að skilyrðislausum grunnlífeyri …þar er komið að atriði sem getur aukið frelsi og val einstaklinga mjög mikið, jafnvel svo að snúið verði frá “fyrirtækjaræði” yfir í “fjölskylduræði”. En allir punktarnir verða að haldast í hendur að mínu mati.

1 Like

Bjarki, ég á aukaeintök af bókinni Four futures -life after capitalism, sem er helv góð með fjórum sviðsmyndum af framtíðinni og er vel skrifuð (svo skemmtileg að ég pantaði 3 aukaeintök). Get látið þig hafa eintak næst þegar þú ert í höfuðstaðnum.

Takk fyrir gott boð en það væru meiri líkur á að ég gæti lesið hana á hljóðbók. Fæ nóg af texta í vinnuni…

1 Like