Launastefna sveitarfélaga

Þar sem verið er að móta stefnu fyrir sveitarstjórnarkosningar datt mér í hug að stinga upp á því að setja það inn í stefnuna að sveitarfélög marki sér stefnu um laun æðstu stjórnenda sem skuli líka ná til félaga í þeirra eigu. Tilefnið er umfjöllun um launahækkanir hjá forstjórum fyrirtækja í eigu hins opinbera og ákall forseta ASÍ um að setja þak á laun æðstu stjórnenda. Líkt og fram kemur í fyrri fréttinni þá var ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir með svona launastefnu en síðan þá hafa laun sérstaklega fyrirtækja hjá hinu opinbera aftengst pólitískri stefnumótun og vaxið bara sjálfstætt. Það er val hvort að eigendur fyrirtækja, ríki og sveitarfélög, ákveði að setja línur eða ekki. Ef ákveðið er að setja línur þarf það að byrja einhvers staðar og við höfum ágæta reynslu af því að gera stefnu Pírata að stefnu meirihluta.