Leiðbeinandi stefna í sóttvarnarmálum

Hér er færsla til að skamma grasrótina í þessum flokki.

Vanalega skömmum við þingmenn hér. En í þessu tilviki hafa þeir staðið sig ágætlega og ég vil sérstaklega hrósa varaþingman fyrir að taka djarfa afstöðu líklegri til óvinsælda.

Þingmenn eru bundnir stjórnarskrá að fylgja eigin sannfæringu. Þó tel ég að flestir þingmenn séu nokkuð sannfærðir um að þeir vilji fylgja og kjósa með vilja félagsmanna í flestum málum. Sumir kannski af hollum prófkjörsótta, en flestir af því þannig skiljum við fulltrúa-lýðræðið.

Við höfum í Pírötum ekki sóttvarnarstefnu. Það er engin félagsfundur eða málþing sem við höfum boðað til að fyrra bragði þar sem kosið hefur verið um róttæka afstöðu, eða fundinn millivegur milli þeirra sem vilja auka möguleika stjórnvalda til að skerða borgararéttindi í baráttu gegn smitsjúkdómum og þeirr sem vilja takmarka.

Þingmenn geta nefnilega ekki dæmt eftir því hverjir hafa hæst á facebook um hvað meðlimum í Pírötum eða kjósendum Pírata almennt finnst, eða er í þeirra hag. Og viðurkennum hreint út að hagsmunir okkar allra fara ekki alltaf saman.

Því tel ég að við ættum að halda félagsfundi og móta stefnu sem er mögulega nokkuð opin því framtíðin er ófyrirsjáanleg, en á sama tíma leiðbeinandi þegar lítill tími er til að spjalla saman. (Þetta hefðum við átt að gera í fyrra).

Undir venjulegum kringumstæðum væri ég til í að vera ábyrgðarmaður, en það hentar mér illa því ég er aktívur sem fjölmiðlamaður og það hentar mér illa að vera opinskár talsmaður Pírata, sem mér þykir vænt um en vill þó hafa frelsi til að gera miskunnarlaust grín að.

Ég skal samt mæta á félagsfundinn ef einhver heldur hann. Takk fyrir, og yfir og út. 🙂

Nú er grunnstefnan uppruni alls góðs hjá Pírötum, sér í lagi þingmanna okkar sem oft vilja líta frekar til grunnstefnunnar en beinna efnislega samþykktra stefna.
Í grunnstefnunni stendur m.a.:
“Takmörkun á frelsi fólks til að tjá sig er óásættanleg, nema til verndar borgararéttindum einstaklinga” og “Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá”, svo er líka “Friðhelgi einkalífsins snýst um vernd hinna valdaminni frá misbeitingu hinna valdameiri” og “Standa þarf vörð um núverandi réttindi og gæta þess að þau séu ekki skert.”
Er þetta ekki yfirdrifið nóg fyrir frambjóðendur og þingmenn til að segja hvað sem þeim dettur í hug sem stefnu Pírata í sóttvarnarmálum?