LÍN afborganir - afnema verðtryggingu eða vexti?

Það er nú komið frumvarp um að niðurfæra 30% af höfuðstólnum námslána.
Hlekkur á samráðsgáttina.

Í staðinn fyrir að taka 30% af höfuðstólnum, hefur einhver rætt þá hugmynd að:

  1. Afnema verðtrygginguna af námslánum?
  2. Afnema vexti af námslánum?
  3. Bæði?

Kostir og gallar

1. Ef við erum bara með vextina (1%), en ekki verðtrygginguna (verðbólgan er 3,1% í dag), þá eru lánin að lækka að verðgildi, nema verðbólgan sé akkúrat 1% eða minni.

2. Ef vextirnir eru bara teknir af, og verðtryggingin stendur, þá ætti lánið að vera jafnhátt miðað við kaupmátt, sem er “sanngjarnast”. Þá er það spurningin hvort verðtrygging sé góð eða ekki, en það er önnur umræða!

3. Ef við losnum við bæði, þá verða lánaútreikningarnir rosalega einfaldir. Ef þú borgar 150.000, þá lækkar lánið um nákvæmlega 150.000 og hækkar ekki um krónu á næsta ári.

Það má gagnrýna þessar tillögur og segja að það verði til hvati fyrir fólk að ílengjast í námi, sem er bæði gott og vont. Gott að fá enn betur menntað fólk í atvinnulífið, en vont að fá ekki fólkið strax.

LÍN hefur áfram það verkfæri, að það ræður heildarupphæðinni, sem þýðir að eftir einhver ár færðu einfaldlega ekki meira lán nema með undanþágum.


Dæmi frá sjálfum mér:
Ég er í þeirri stöðu að búa erlendis og vera ekki með há laun miðað við Ísland (1.900 evrur á mánuði útborgað), og lánin mín eru að hækka á hverju ári þrátt fyrir að ég borga þá upphæð sem LÍN krefur mig um. Ég er með tvö lán en borga bara af einu í einu, og er heildarupphæð þeirra hér fyrir neðan.

2018 borgaði ég samtals 163.942 kr (um 5% af árslaunum)
Í lok árs 2018 = 5.986.330
Í lok árs 2017 = 5.903.040
Þetta þýðir að lánið hækkaði um 83k, þrátt fyrir að ég borgaði 163.942 er það ekki?

Þýðir það að lán sem er um 6.000.000 er að hækka um 250.000 á ári?
250.000/6.000.000 = 0.041 eða um 4.1% samanlagðir vextir

Ég held að vextir LÍN séu 1% og verðbólgan sé 3,1% samkvæmt Hagstofunni

Af vef LÍN (Mitt svæði):

GREITT Á ÁRINU: 163.942 kr
ÞAR AF VEXTIR OG VERÐB: 66.815 kr
HÖFUÐSTÓLL: 97.127 kr
VEXTIR: 23.599 kr
KOSTNAÐUR: 0 kr
VERÐBÆTUR: 43.216

Þarf ég þá að borga 83k meira á ári, bara til að halda láninu í stað? Það þýðir að ég mun aldrei klára að borga niður lánið.


Lærdómur

Það þarf að borga að minnsta kosti vexti + verðtryggingu (4,1% árið 2019) af heildarandvirði lánsins á hverju ári, til þess að lánið hækki ekki. Til að lækka lánið þarf að borga meira.
Fyrir þann sem er með 5.000.000 lán er sú upphæð 205.000 á ári.

Pæling

Ef maður byggi einhverstaðar erlendis þar sem verðbólgan væri 0%, væri þá samt eðlilegt að lánin hækkuðu með verðbólgustiginu á Íslandi?

1 Like

Góð samantekt og áhugaverð pæling. Önnur pæling hvað efa að námslán bæru annaðhvort enga vexti heilt yfir alla eða 0.5% ? @viktorsmari

1 Like

Til að draga úr gengisáhættu gæti verið sniðugt að endurfjármagna lánið í þeirri mynt sem greiðandi fær greitt í. En að jafnaði ætti krónan að veikjast gagnvart gjaldmiðli sem nemur verðbólgunni hér umfram verðbólgu í hinum gjaldmiðlinum.