Listi yfir öll í ábyrgðarstöðum

Það væri mjög handhægt að hafa síuppfærða skrá yfir fólk í ábyrgðarstöðum á vegum Pírata, einnig fólk sem situr í stjórnum, ráðum og nefndum víðsvegar í samfélaginu utan þings og sveitarstjórna. Einnig að sjálfsögðu þær nefndir, ráð og stjórnir sem þing- og sveitarstjórnarpíratar sitja í. Auðveldar yfirsýn og tengsl. Starfsfólk pírata gæti haldið utan um skrána og kynnt fyrir píratasamfélaginu þegar breytingar verða (lifandi skjal). Skráin þyrfti að vera mjög aðgengileg.

6 Likes

Þetta ætti nú bara að vera opinbert, augljóst og aðgengilegt öllum á piratar.is.

3 Likes

Mjög góð hugmynd!

Vinna er í gangi varðandi nýju vefsíðuna, og skrifa ég þetta hjá okkur á Github þar sem við höldum utanum þróunarferlið, fyrir opnum dyrum auðvitað.

3 Likes

Styð þetta heilshugar!

Þetta hefur oft verið rætt sem góð hugmynd en það hefur bara vantað að kýla á að útfæra þetta. Myndi klárlega létta ýmsa vinnu og að sjálfsögðu auka gagnsæi.