Lög um fjölmiðla - styrkveitingar til fjölmiðla

https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=151&mnr=367

nú er til umfjöllunar í allsherjar- og menntamála nefnd mál um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Frumvarpið hefur kosti og galla en mig langaði að heyra hvort og hverjar ykkar pælingar varðandi frumvarpið eru. Mér finnst þetta vera píratalegt mál en ýmis sjónarmið sem takast þarna á.

1 Like

Mér þykir varhugavert að gera miðla háða fjárútláti ríkisins. Með því er verið að tvinna saman hagsmunum allra fjölmiðla og ríkis og opna fyrir það í framtíðinni að hægt verði að hafa sterk áhrif á umræðu með því að setja hvaðir á fjölmiðla til að vera tækir fyrir styrkveitinguna. Það lyggja þarna of miklar hættur til að réttlæra slíka vegferð.

Möguleg skárri útfærsla væri að fara eins og með lífskoðunarfélagsgjöldin þar sem er farið þá leið að hver og einn greiði fjölmiðlagjald og velji sér fjölmiðil og ríkið sjái um innheimtu, en jafnvel það þykir mér of mikil stýring þó hún sé skárri en það gerræði sem mér þykir þetta frumvarp opna gáttina fyrir.

4 Likes

Mér finnst þetta mjög áhugaverð nálgun. Þetta mun væntanlega styrkja svæðisbundna miðla og styðja við fjölbreytni. En hvernig kæmu stóru, landsdekkandi miðlarnir út úr þessu? Gæti verið betra að fá að styðja við fleiri en einn miðil.

Ég er í sjálfu sér ekki á móti ríkisstyrkjum til fjölmiðla en mér finnst sporin hræða varðandi útfærsluna.

Frumvarpið virðist ganga út frá keimlíkum forsendum og ákvæði um stuðning við fjölmiðla í eldri lagabálki um aðgerðir til að spyrna við áhrifum Covid-faraldursins en í útfærslu var sá stuðningur með þeim hætti að útgáfufélag Morgunblaðsins fékk fjórðung alls styrktarfjár (hæst allra) og stærstu þrír aðilarnir fengu alls um 60% af því samtals. Í þessu frumvarpi er einmitt aftur gert ráð fyrir að einn aðili geti fengið allt að fjórðung af úthlutuðu fjármagni sem ég les þannig að til standi að þetta verði eitthvað svipað og síðast, að það verði fyrst og fremst stærstu miðlarnir og meira að segja miðlar sem hafa verið reknir í tapi í áraraðir sem fá mest. Það þarf að fara mjög vandlega yfir þennan þátt að mínu mati.

Í fyrra hugsaði ég um hvernig ætti að móta slík lög og kom einmitt að því að það ætti að herma eftir lífskoðunarfélagsgjald. Ef ríkið neyðir mig til að kaupa áskrift, á ég að geta valið hverja.

En í minni hugsun væru fjórir “hlutar” til að deila í einn til fjóra miðla til að maður gæti stutt fleiri en eina fjölmiðla og til að gera kerfið minna “winner-takes-all”.

  1. Ákveðið hlutfall þess fjár sem ríkið veitir íslenskum fjölmiðlum skal flæða til þeirra fréttamiðla er landsmenn kjósa. Afgangurinn, aldrei minni en 50%, fer í RÚV.
  2. Hver fullorðinn landsmaður fær fjóra jafna fjárhluta til að eigna þeim fréttamiðlum sem hann vill styrkja. Leyft er að eigna alla fjárhluta einum miðli, þrjá, tvo eða einn.
  3. Þjóðskrá skal framkvæma þetta kerfi líkt og fyrir sóknargjald.
  4. RÚV er sjálfgefið. Kysi landsmaður ekki, fengi RÚV allt féð.
  5. Jafnt fé fylgir sérhverjum landsmanni.
1 Like

Gagnrýnin frá smærri fjölmiðlum hefur verið á þá leið að stór hluti af fjármagninu sem er hugsað til styrkja myndi fara til stærri fjölmiðla.

3 Likes