Lýðræðið er í hættu

Lýðræðið er í hættu, ekki í “Burtistan” heldur og ekki síst í Evrópu. Þessi þróun byrjaði kannski ekki með Ólafi Ragnari en hann kemur sterkt upp í hugann. Hann skeytti ekkert um venjur sem var búið að festa hér í sessi. Tók sér nokkurskonar konungsvald.

Trump kom svo og hundsar valda, samræðu og hegðunarmunstur, skeytir ekkert um sannleika, vísindi eða mannréttindi.

Svo kom Boris Johnson sem gefur lýðræðinu fingurinn. Boris tekur sér einræðisvald og hundsar þingið svo gersamlega að hann fær á sig hæstaréttardóm en ætlar samt að þumbast við og reyna að halda áfram og gerir það ef hann getur.

Síðan er hægt að minnast á Erdogan í Tyrklandi, Egyptaland, Filippseyjar osf.

Lönd sem verið höfðu í forystu þess að viðhalda hinni sterku lýðræðishefð, Bretland, Bandaríkin og jafnvel Ísland ef hér kemst persóna til vald sem hefur þessa takta. Þessi lönd eiga á hættu að verða ofurseld einstaklingum sem hundsa lýðræðið, venjur, viðhorf, forðast samræður eða málamiðlanir og afneita vísindalegum nálgunum. Heimurinn er í hættu vegna þess að lýðræðið er hundsað og ekki eins greypt í veruleika og áður og aldrei að vita hvað skellur næst á okkur.

Hver er grunnur þessara breytinga, er raunveruleg hætta á alvarlegum afleiðingum og er hægt að spyrna við fótum gagnvart þessari hættulegu þróun og þá hvernig?

3 Likes

Ef þú átt við að Ólafur Ragnar hafi ógnað lýðræðinu með því að beita þeirri skýru heimild sem 26. gr. stjórnarskrárinnar er, þá verð ég að vera algerlega ósammála. Annars vegar er hún alveg ótvíræð (óháð því hvað sagt er um “hefð” í því sambandi, sem er markleysa), og hins vegar færði hann með því valdið til kjósenda, sem er lýðræðislegt, ekki andlýðræðislegt.

1 Like

Ég get verið sammála þér að nokkru leiti. Ég tel nauðsynlegt að hafa þenna varnagla inni sem hann lífgaði við og nýtti. Hins vegar ólst ég upp við að það fyrrum forsetar beittu ekki þessu ákvæði þeim fannst það ekki rétt einhverra hluta vegna. Hins vegar kom til sögunnar persóna sem nýtti sér þennan rétt upp úr þurru (Vigdís opnaði kannski dyrnar). Eins og Boris og Trump þessir þrír hafa fært til venjur, réttinn, umræðuna, lýðræðið og hvenær gengur það gegn grundvallar réttindum fólks. Við vorum bara heppinn að það sem Ólafur gerði er gjörningur sem hægt er að vera sæmilega sáttur við, hvað ef hann hefði fundið leið til að gera hið illa eins og Boris reyndi? Þess vegna spyr ég hvað ef eitthvað er hægt að gera til að tryggja lýðræðið er það að negla allt niður í stjórnarskrár?

Þetta er rosalega margþætt.

Misskipting auðs býr til óánægju, aukin einkavæðing og pólarísering fjölmiðla, upplýsinga offlæði, og meðfylgjandi vandamál með sannreyningu og sá möguleiki að fólk velji sér upplýsingaflæði eftir skoðunum og útiloki upplýsingaflæði sem gengur gegn þeim, og einbeittur vilji annars vegar óprúttina stjórnmálaafla og ríkisstjórna, og hins vegar fyrirtækja, til að afvegaleiða umræðu eftir sínum hentugleika, með áróðri dulbúnum sem fréttir, gerfimanneskjum á samfélagsmiðlum og beinum pólitískum in gripum með styrkjum til þeirra sem eru ólíklegir til að ganga gegn þeirra vilja og fjármögnun áróðurs gegn þeim sem gætu ógnað þeirra hagsmunum, svo ekki sé talað um beinlínis þegar upplýsingakerfi eru hökkuð og gögnum lekið valkvætt til að hafa áhrif á umræðu, eða herir botta á samfélagsmiðlum stýra því hvað fer á flug, eða örgreining á hegðun er notuð til einbeitt áróðurs til að hvetja fólk til að kjósa kost sem hugnast einhverjum, eða sitja heima, ef gögnin sýna að viðkomandi kýs ekki það sem hagsmunaaðilinn vill…

Þetta er rosalegt vandamál í heiminum öllum og eitt af þeim efnum sem þarfnast nýrrar hugsunar og viðbragða. Við erum að einhverju leiti aðeins betur í stakk búin að bregðast við þessari ógn en eldri flokkar og þess vegna þarf þetta að vera eitt af okkar stærstu viðfangsefnum. Bara til varnar frjálslyndu lýðræði í heiminum.

Það er eitthvað sem er frekar við samstaða um í pólitík, þannig, en flokkar eru misgóðir að skilja þetta vandamál, mis góðir að átta sig á hvernig viðbrögð geta gengið og hver gera illt verra, og mis tilbúnir að sleppa gömlum aðferðum og hugmyndum. Og sumum er skít sama og eru jafnvel frekar að grafa undan ef eitthvað er.

Ég hef alltaf séð þetta sem afleiðingu af tölvubyltingunni. Nú er komin tækni sem gerir kleift að hlera og greina samskipti fólks með hætti sem harðstjórar létu sig ekki einu sinni dreyma um fyrir örfáum áratugum.

Svo er líka hægt að spila með tilfinningar fólks með tölvualgrímum, eins og cambridge analytica sýndi fram á.

2 Likes

Þurfum að kenna fólki sjálfstæða hugsun utan google, facebook og twitter. https://www.ted.com/talks/eli_pariser_beware_online_filter_bubbles?language=en

2 Likes

Þetta er alveg rétt hjá þér og Ted varðandi hættuna. Hins vegar hefur þetta alltaf verið á einhvern hátt svona. Ég bjó í Noregi um tíma og þar var allt önnur fréttamiðlun í gangi en ég var vanur. Þar var mun meira frá umheiminum, atómvopnaógnin, friðar og herumræða, ásamt umhverfismálum, hreyfingu og auðvitað skíði. Ég kom heim nokkrum árum seinna og umræðan hér var gjörsamlega önnur. Aðalega um naflann á einhverjum frægum, lag Stuðmanna “Ofboðslega frægur” var nokkuð raunsönn lýsing á þessu.

Ég ólst upp á Suðurlandi þar var umræðan um fisk, aflabrögð, veiðarfæri, veðrið, slátt og slátrun. Síðan hef ég unnið í mismunandi menningarkimum og áhugamálin, umræðan og pælingarnar voru nokkuð einskorðaðar við nærumhverfið. Þannig að ég held að þetta sé ekki mikið breytt. Hins vegar er netið að færa þetta meira inn á einstaklinga eða eins og hér í eldgamla daga þegar Gróa á Leiti leit við og var að baktala og segja sínar kjaftasögur í afkimum Íslands.

Er ekki nauðsynlegt að menntakerfið sé það öflugt að hægt sé að vinna gegn þessari sérhæfingu, Háskóli Ísland verði leiðandi í upplýsingagjöf útávið, Ríkisútvarpið öflugt bæði í lofti og neti og svo ríkið (eða við í gegnum það), eða þeirra sem stjórna að huga að því að tryggja að nauðsynlegar upplýsingar komist til almennings með upplýsingalöggjöf, fjölmiðlafrelsi, uppljóstrarafrelsi/réttindi og svo framvegis.

1 Like

Algjörlega, það er t.d. mjög fróðlegt að bera saman BBC og RÚV. Þó unglingar séu orðnir ansi tortryggnir og gagnrýnir á það sem er á netinu, allavega mín börn sem búa í Svíþjóð, þá þarf að vera menntun í skólum. Einnig auka upplýsingar til almennings. Hér finnst mér píratar á Íslandi hafa brugðist dálítið. Píratar í Svíþjóð eru mjög aktívir í öllu sem kemur að persónuvernd og frelsi á netinu, hlutir sem eru nauðsynlegir fyrir lýðræðið og við höfum bara ekkert sinnt því.

Áhugaverður vinkill á ritstýringu leitarvéla.

Ég held að @hermanningjaldsson hitti naglann á höfuðið.

Boris Johnson (eða öllu heldur, Brexit) og Donald Trump eru þar sem þeir eru vegna þess að þeim tókst að nýta sér nútíma tækni til að sigra kosningar/þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hvort tveggja Barack Obama og Píratar þökkuðu sínum árangri á sínum tíma að miklu leyti getunni til þess að nýta internetið til að koma málstað sínum á framfæri, enda var hann á þeim tíma langt umfram samkeppnisaðilana í pólitík. En sú velgengni snerist um að nýta internetið til þess að dreifa upplýsingum, pósta sem víðast og svoleiðis.

Þróunin síðan þá hefur hinsvegar verið þannig að tæknin er beinlínis vopnvædd, ekki til að ná til allra, heldur til þess að sníða bæði skilaboðin og viðtakendalistann taktískt eftir því hvar hann virkar best. Upplýsingastjórnun hefur alltaf verið beitt til að valda sundrungu í stjórnmálum, en munurinn er sá að upplýsingatæknibyltingin hefur verið vopnvædd til þeirrar upplýsingastjórnunar. Í gamla daga gátu pólitískir andstæðingar í það minnsta lesið málgagn hvors annars og drullað yfir málflutning hvors annars, en í dag er fólk að jafnaði ekki einu sinni meðvitað um hver rökstuðningur andstæðingsins yfirhöfuð sé, vegna þess að hann er einungis aðgengilegur þeim sem aðhyllist hann.

Þetta ástand nýtir alla verstu eiginleika manneskjunnar til skoðanamótunar. Reiði, fljótfærni og fordóma. Afleiðingin er enn meiri sundrung, sem síðan hentar ákveðnum pólitískum öflum betur en öðrum.

Pólitískt afl sem hefur í grunnstefnu sinni að taka upplýstar ákvarðanir án tillits til þess hvaðan þær koma, t.d., tapar á þessu. Pólitískt afl sem stærir sig af hugrekki við að taka fyrir viðkvæma minnihlutahópa og drulla yfir þá með hatri og fordómum, græðir á þessu. Öfl sem vilja minni samheldni og minni samvinnu græða. Það þýðist beinustu leið yfir í andúð á alþjóðasamvinnu og hópum sem á einhvern hátt eru frábrugðnir manns eigin, en stuðning við slagsmál og blinda eigingirni.

Í grunninn er ekkert nýtt í þessu. Það er bara nýtt vopn á markaðnum, sem er upplýsingatæknin, og það kom að því að hún yrði vopnvædd, sem hún hefur verið, og afraksturinn er akkúrat núna að þjóna best þeim öflum sem finnst réttlætanlegast að nýta hana óspart og án tillits til sannleikans eða siðferðislegra takmarkana. Það mun breytast, en það á eftir að koma í ljós á hvaða hátt.

Kannski er þetta aðeins meira en það sem @hermanningjaldsson sagði, en þetta er í sjálfu sér einfalt. Um hvern sannleika má ljúga. Í heimi þar sem fólk er almennt afspyrnu lélegt í að meta muninn á sönnu og ósönnu (og hefur alltaf verið), og misjöfn öfl hafa misjafna hagsmuni af því að fólk trúi hinu sanna eða ósanna, hvernig verður tæknin nýtt til þess að dreifa sannindum og draga úr ósannindum, frekar en öfugt?

2 Likes

Ég held að eina leiðin til þess sé að reka sinn eigin upplýsinga/samfélags - miðil.
Þetta snýst allt um þessa algríma sem eru að eiga sér stað á vefþjóninum á milli fólks.
Maður fær engan aðgang að neinu svoleiðis hjá neinum öðrum.

1 Like