LÝSA - viðvera Pírata á fund fólksins?

Er vitað hvernig aðkoma Pírata mun vera á LÝSA? Ég hef tekið þátt tvisvar, í RVK og á AK, og mæli eindregið með að píratar eru öflug og þátttakandi á þessum viðburð og mikið púður gert úr því fyrir undir og eftir. Ég er ekki viss hvort fólk er núþegar búið að skipuleggja þetta og ég hef ekki fundið upplýsingar eða hvort þetta markvist ekki verður með viðveru xP.

Veit einhvert fólk meira en ég?

Ég veit ekki til þess að Píratar hafi neina aðkomu að þessum viðburði, utan við erindi Smára. Ég frétti fyrst af þessi erindi Smára og Andrésar í gegnum Andrés fyrir nokkrum dögum.

Í fyrra kom fríður hópur að sunnan, og var það skipulagt með margra mánaða fyrirvara og heppnaðist ágætlega. Ég og fleiri Píratar norðursins slógumst í lið með þeim.

Árið þar á undan var ég ekki á staðnum.

1 Like

ég var árið að undan og sama ferli sem þú skýrir átti sér stað. Ég skemmti mér prýðilega eins og alltaf í höfuðborg hins bjarta norðurs!

Mögulega hefur þetta gleymst? @eirikurr veit kannski meira?

Það var mjög gaman að koma í fyrra. Í ár er þetta að lenda saman við fund sambands íslenskra sveitarfélaga sem er á fimmtudegi og föstudegi, og Dóra og Rannveig verða þar, og Sigurborg er erlendis og SVO virðist þetta hafa bara farið aðeins framhjá okkur.

Ég er reyndar þannig séð laus, og er til í að kíkja, ef vilji er fyrir því. Mér finnst LÝSA skemmtileg og fannst mjög gaman í fyrra, en svo ég sé hreinskilin, þá var aðalfundur síðustu helgi, menningarnótt helgina á, undan Pride á undan því og ég var í ferð til Lettlands þar á undan, og eins yndislegt og þetta er allt búið að vera, þá vantar mig svolítið smá að fá eitt helgarfrí á milli vinnuvikna.

Ég er samt alveg til í fresta helgarpásu, en myndi þá vilja að það væri amk. staðfestur áhugi fyrir því og helst að ég vissi að starfsfólk væri til í að vera með í skipulagningu og undirbúningi.

Ég veit ekki til þess að Píratar verði þarna fyrir utan Smára. Erla skipulagði ferðina í fyrra og var það gert með löngum fyrirvara. Ég veit ekkert hvernig staðið er að samskiptum á milli Pírata og LÝSU og heyrði bara af þessu fyrir nokkrum dögum.