Málefni Aldraðra - kosningastefna

Góðan dag,
hér með er boðað til stefnumótunarvinnu í málefnum aldraðra fyrir kosningar 2021.

Fyrsti fundur verður nú á föstudaginn 26.mars kl. 17. Fundurinn er haldinn á jitsi, fjarfundakerfi Pírata á slóðinni https://fundir.piratar.is/EldriBorgarar

Allir áhugasamir um málefni eldri borgara velkomnir.

2 Likes

Vefviðburður er hér https://fb.me/e/4MThK9xbr

1 Like

Hér eru drög að kosningastefnu um málefni aldraðra.

Hefði viljað sjá afnám tekjutengingar lífeyris í þessum tillögum.

2 Likes

Það er í markmiði númer 2. Afnám skerðinga vegna lífeyrissjóðs- og atvinnutekna á lögbundinn ellilífeyri. Við vorum öll sammála um það. Kannski eigum við eftir að fínpússa orðalag, lokafundurinn var í gær og svo tökum við snúning á Pírataþinginu.
Er þetta ekki nógu skýrt í skjalinu hjá okkur?

1 Like

Greinargerðin skilgreinir það þannig…en titillinn “Lífeyrissjóðsgreiðslur skerði ekki lögbundinn ellilífeyri” er ekki nógu vítt til að taka aðrar tekjur inn í skerðingarnar.

1 Like

Breytum því á Pírataþinginu um helgina :slight_smile:

Ég vil einmitt að við séum með afnám allra tekjuskerðingar á ellilífeyri - ekki bara afnema tekjuskerðingu lífeyris.

1 Like

Já, við erum sammála, þetta hefur bara farist fyrir. Tek þetta fram sérstaklega á þinginu á eftir.

Við ætluðum reyndar að skauta framhjá fjármagsntekjum…en hafa absólút skýrt að atvinnutekjur og lífeyrissjóðstekjur skerði ekki lögbundinn ellilífeyri.
Við erum í smá vandræðum með fjármagnstekjur…þurfum frítekjumark, erum að hluta ósammála osfrv. Þarfnast meiri umræðu.