Málefni eldri borgara

Við vorum að fá bréf frá Landssambandi eldri borgara, sem fylgir hér í myndaformi.

Við tilefnið fór ég að velta fyrir mér hvort áhugi væri fyrir því að koma aftur á fót Pírötum 60+ eða sambærilegu verkefni. Með hliðsjón af því að ein af okkar höfuðáherslum er efling sjálfsákvörðunarréttar finnst mér mjög mikilvægt að við tökum myndarlega á málefnum eldri borgara, sér í lagi með tilliti til að efla getu þeirra til að hafa áhrif á eigin málefni.

4 Likes

Frábært! Ég hef einmitt mikið verið að velta þessu fyrir mér undanfarið, einmitt ekki síst frá sjónarhóli sjálfsákvörðunarréttar, og þetta bréf er bæði mikilvægt og gagnlegt innlegg í okkar málefnavinnu hvað það varðar.

1 Like

Þykir sannarlega um vert, og hef einmitt velt þvi upp hvernig við erum að sinna þörfum eldri borgara og hvernig vinna Pírata horfir við þeim.

Þetta er spuning um að breikka kjósendahópinn.
Núna verð ég 69 ára í sumar og þekki ekki nokkurn mann á mínum aldri sem kýs Pírata.
Tugir þúsunda eldri borgarar eru líka með atkvæðisrétt og glópska að nýta sér ekki öll þau atkvæði.
Því er mikilvægt að funda með þeim og taka vel á móti þeirra fulltrúum.
Kv

1 Like

Frábært!
Var Grímur Friðgeirsson ekki í forystu 60+ ? Rámar í að hann, ásamt fleirum hafi verið að reyna að ná eyrum gráa hersins fyrir síðustu koningar.

Ég er mjög sammála. Við í borgarstjórn höfum verið að velta þessu mikið fyrir okkur. Ég tel það borðleggjandi að málefni eldri borgara skipti Pírata miklu máli í takt við okkar lýðræðisáherslu. Þetta eru sömu rök og tengjast að einhverju leyti aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu og tækifærum til þátttöku og sjálfstæðis. Að sama skapi þurfa eldri borgarar að hafa þetta aðgengi, fá tækifæri til sjálfshjálpar og stuðning við hæfi. Afstofnanavæða þjónustuna og auka heimaþjónustu og heimahjúkrun. Mér finnst þó mikilvægt að við tölum ekki sem svo að þetta sé einkamál eldri borgara, þetta er framtíð og velferð okkar allra og okkar vina og ættingja og ætti að koma okkur öllum við - ekki bara einu félagi innan Pírata.

2 Likes

Það er hægt að segja margt um þetta. Það er frábært að fá þetta bréf og það setur þetta dálítið mikið á oddinn. Ég hef velt þessu þó nokkuð fyrir mér því að ég sem er ekki nema bara 67 ára, tel mig langt í frá vera gamlan.

Mín sýn er að við eigum ekki að aðskilja fólk sem er þroskað frá þeim sem eru að þroskast (grín og alvara). Það ætti að vera þannig að við metum fólk eins og það er en ekki eftir því hvaða tölur eru í fimmta og sjötta sæti í kennitölum þess. Það er allt í lagi að endurlífga +60 en ég mun ekki gerast virkur þar því að ég þarf ekki að vera í hóp sem samanstendur af vissum kennitölu númerum. Ég vil berjast fyrir alla, vil umgangast alla og læri mest á því að hugsa um samfélagið í heild sinni. Ég geri mér hins vegar grein fyrir að samfélagsumræðan/gerðin/venjan er þannig að gamalt fólk á að vera á sér stöðum, í sér hópum og í sér húsum. Sumir vilja þetta mynstur eða eru vanir því, það er í fínu lagi, (munum að það að verða 40 ára var afrek hér áður fyrr, nú er fólk í fullu fjöri fram undir nírætt).

Ég held einmitt að við verðum að taka alla inn í hópinn og hlusta á eldra, mið og yngra fólk og hafa samfélagið þannig að þetta fólk vinni sama og allir séu á okkar listum og á okkar fundum.

Umræðan og æskudýrkunin er stundum ærandi. Sá nýverið frá Samfylkingunni að þau voru að slá sér á bakið og hrósa fyrir að það væri nánast bara ungt fólk í fyrstu sætunum. Flott og fínt ef það er vegna þess að það er “besta fólkið” ef það er hins vegar vegna þess að það er verið að ýta út eldra fólki vegna þess að það er ekki “inn” eða er ófínt þá er það slæmt.

Kveðja næstum 67 ára unglingur:

“Þú hættir ekki að leika þér af því þú ert gamall, þú ert gamall af því þú hættir að leika þér”.

2 Likes

Frábært, það eru svö mörg málefni eldri borgara sem stefnur Pírata taka á, ásamt öðrum landsbúum, t.d. meira gagnsæi og lýðræði með nýju stjórnarskránni, innkomutrygging og atvinnuréttindi sem felast í skilyrðislausum borgaralaunum, áhersla á ókeypis heilbrigðis- og meðferðarþjónustu, handfæraveiðar undanþegnar kvóta, símenntun fyrir alla og sálfræðiþjónusta sem hluta af niðurgreiddri sjúkraþjónustu.
Þetta eru allt stefnumál sem eldri kynslóðir ættu að styðja og vilja.