Málfrelsi og Covid-19

Mig langar að vekja athygli ykkur á þessum góða pistli fá álit ykkar á þessari nefnd .
Bæði texti og upptaka.

1 Like

Eftir lesturinn stendur helst upp úr hjá mér áhugi á að vita skoðanir höfundarins á sköpulagi jarðarinnar og tunglferðum Bandaríkjamanna.

Hvað svona nefndir varðar skal ég alveg taka undir að þetta sé varhugavert, en í ljósi þess að víðast erlendis trúir upp undir fimmtungur fólks því að SARS-CoV-2 hafi verið búin til í tilraunastofu finnst mér afar hæpið að halda því fram að engin innistæða sé fyrir þessu.

Ritskoðun eykur tortryggni, það hjálpar ekki í þessum efnum. Eina leiðin er upplýst umræða.

Já, upplýst umræða væri mjög æskileg. Hún felst meðal annars í því að gera ekki sjálfkrafa ráð fyrir að hlutir séu slæmir, einfaldlega vegna þess hver leggur hugmyndina fram - en ég fæ einmitt ekki séð annað en að megininntak pistilsins sé að þessi nefnd hljóti að hafa vafasamt hlutverk, fyrst hún er á vegum ríkisins.

Ég ætla ekki að segja að þetta sé algjörlega vandkvæðalaust, en pistillinn gengur langt fram yfir það sem hægt er að segja án frekari upplýsinga. Höfundur pistilsins segir til dæmis að tilgangur hópsins sé að „hafa afskipti af því hvernig og hvar fólk kýs að fylgjast með samfélagi sínu“. Ef það er tilgangur hópsins, sem kann vel að vera tilfellið, þarf að rökstyðja það með einhverju meira en því sem opinberlega hefur komið fram.

Lýsing hópsins á hlutverki sínu segir um upplýsingamiðlun að hann eigi að „efla almenna aðgát gagnvart upplýsingum og miðlun upplýsinga“, meðal annars með því að „ger[a] kleift að kanna með auðveldum hætti áreiðanleika […] upplýsinga […] um COVID-19“. (úrfellingar breyta ekki merkingu; sjá „Í vinnu hópsins verður horft til[…]“ á síðu fyrir hópinnn.) Ef þetta eru óásættanleg „afskipti af því hvar og hvernig fólk kýs að fylgjast með samfélagi sínu“ veit ég ekki í hverju málfrelsi felst. Því að hver sem er geti sagt hvað sem er, án þess að neinn megi segja „nei, þetta er rangt hjá þér“?

2 Likes

Þessi nefnd skapar fordæmi, hvaða upplýsingar verða metnar hættulegar almannaheillum af stjórnvöldum í framtíðini? Hvaða skref kemur eftir að táin er komin yfir línuna? :wink:

Hvaða helvítis tá? Við búum í landi þar sem þurfti erlenda dómstóla til að koma mönnum í skilning um að það væri kannski ekki sniðugt að sami maður væri bæði yfirmaður rannsóknar og dómari málsins; þar sem þurfti erlenda dómstóla til að taka fram fyrir hendurnar á mönnum og láta fjarlægja úr lögum að það væri hægt að dæma menn til fangelsisvistar fyrir að segja satt um embættismenn ef það sem var sagt var vandræðalegt. Það er ekkert helvítis fordæmi í þessu sem er hættulegra en það sem íslenska ríkið hefur stundað um áratugi. Þetta er ekki spurning um einhver prinsipp sem hafa hingað til verið virt, og þessi hópur gefur ástæðu til að séu að falla. Þetta er spurning um það hvort þessi hópur sé hættulegur.

1 Like