Menntakerfið okkar

Sæl verið þið

Stefnu og málefna nefnd barst tillögur af úrbætum í menntakerfinu frá nemendum í 10. bekk við Víðistaðaskóla í Hafnafirði.

Okkur þótti tilvalið að bjóða til fundar milli nemendana og þingflokks Pírata til að ræða þessar tillögur. Ég vildi athuga hvort að þið vissuð til einhverja Pírata sem ættu heima á svona fundi, ég held að það væri slæmt að hafa og marga því það gæti verið yfirþyrmandi fyrir nemendurna. En endilega komið með tillögur að fólki eða biðjið um að mæta sjálf. Ef of mikið af fólki vill mæta þá finnum við út úr því með skæri, blað, steinn eða eitthvað.

Fundurinn verður klukkan 15:00 næsta þriðjudag 26.1.2021

Ég virðist ekki ná að festa skjalið við þennan póst en ef þið viljið lesa það, sem ég mæli með, þá endilega hafið samband og ég mun senda ykkur.

6 Likes

Sæll Pétur,

Ég væri til í að taka þátt ef það eru ekki komnir of margir. Þetta er skóli sem ég þekki vel - móðir mín kenndi þarna í 30 ár og dóttir mín vinnur þarna sem skólaliði.

Kveðja,

Gísli

1 Like

Sæll Gísli, endilega ég sendi á þig línu

Ef vantar fleiri er ég til líka, ég er mikið að pæla í þessum málum og hagnýtum greinum inn í kerfið, væri gaman að heyra pælingar krakkanna, ef ekki þá máttu endilega láta mig vita hvað þau sögðu Gísli.

1 Like

Var rituð fundargerð?

Það var ekki hugsuninn að rita fundagerð en fundurinn var færður og verður á morgun klukkan 16:00 ef langar að vera á honum. Það ætti að vera hægt að koma einni manneskju við í viðbót . :slight_smile:

Ég og @bjornlevi hittum þessa fjóru hressu krakka sem byrjuðu á að halda stutta kynningu fyrir okkur á tillögum sínum. Ég verð nú að segja að það var mjög ánægjulegt að hlusta á þessar tillögur og flest í þeim mjög réttmætt. Það var enn ánægjulegra að heyra að þau höfðu byrjað á því að kynna þær fyrir jafnöldrum sínum og meðal annars fengið yfir 600 undirskriftir á change.org sér til stuðnings. Þau höfðu jafnframt sent þær á alla stjórnmálaflokkana og fengið fund með menntamálaráðherra og kynnt þetta þar.

Þau sögðust ekki hafa fengið miklar undirtektir frá öðrum stjórnmálaflokkum, bara stutta pósta frá UJ og UF en Píratar voru einu aðilarnir sem tóku með þeim fund og höfðu meira að segja þingmann með á fundinum. Segir aðeins til um það hvernig við metum beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt hærra en aðrir flokkar…

Það er ánægjulegt að sjá ungt fólk eins og þessi vera tilbúin að leggja sig fram við að koma sínum skoðunum á framfæri. Það er mikilvægt að við virkjum baráttufólk eins og þau í starfi okkar og fáum meira af ungu fólki með okkur í lið.

Ef þið viljið spyrja eitthvað meira um fundinn - þá endilega setjið það hér fyrir neðan og ég reyni að svara um hæl.

4 Likes

Snilld! Þessar hugmyndir ríma ótrúlega vel við þær hugmyndir sem ég vildi gjarnan vinna áfram með ykkur. Ég vil gjarnan fara í slíka vinnu á næstu mánuðum. Koma saman góðum hópi til að fara yfir þetta. Ég er dálítið að vinna í öðrum málum núna, með Indriða og myglumálum og undirbúningi vegna framboðsins og að lesa yfir Pírataefnið allt og stjórnsýsluefni en með vorinu myndi ég gjarnan vilja hefja slíka vinnu. Endilega heyrumst við sem erum áhugasöm, ef vinna utanum þetta hefst fyrr hjá einhverjum, eruð þið til í að vera í sambandi við mig?

2 Likes

Hæ, mér þætti gaman að vita af því hvaða hugmyndir krakkarnir voru með, svona af því ég tók þátt í mótun menntastefnu Pírata fyrir 3 árum og líka bara af því það er hollt að heyra nýjar raddir.

1 Like

Það er hlekkur á tillögurnar þeirra í póstinum mínum hér að ofan.

1 Like

Takk, ég sá ekki litamismuninn strax. Vá, þetta eru flottar áherslur sem krakkarnir benda á og rúmast vel innan menntastefna Pírata. Menntastefnur eru eftir menntastigum og byggja að mestu leyti á því að aðalnámsskrá og sérnámskrár séu nýttar til hins ýtrasta. Þar eru sett árangurstengd markmið fremur en að tilkynna hvaða kúrsa á að kenna. Samt hefur heyrst að kennurum takist illa að tileinka sér hugmyndafræði aðalnámsskráa, kannski vegna skorts á leiðbeiningum, eða skorts á skilningi skólastjóra eða foreldra. Enn sem áður virðist geta sumra kennara til að ná til barna vera góð en lök hjá öðrum og þá kannski getan til að tileinka sér nýjar hugmyndir og stafshætti einnig.

Hugmyndir krakkanna eru frábærar og ættu að rúmast vel innan menntastefnu Pírata þar sem leitast er við að nýta námsskrárnar til að ná sem bestum árangri með einstaka nemendur, jafnvel þó það taki meiri tíma. Það gæti þó staðið í mörgum foreldrum og skólastjórum að viðurkenna að sum börn þurfa lengri tíma til að ná sama árangri og önnur. Það er einmitt hægt að kenna flest þau atriði sem krakkarnir nefna með tengingu við það sem nú þegar fer fram í kennslustofum. Kannski vantar bara vilja kennara til endurmenntunar eða skólastjóra til að hvetja kennarana í að takas á við verkefni samtímans á sama tíma og almenn kennsla fer fram.

2 Likes

Frétt um þetta framtak þeirra - https://www.frettabladid.is/frettir/vilja-fa-fraedslu-um-askoranir/

1 Like

Fleiri tenglar. https://www.visir.is/g/20212068868d/er-mennta-kerfid-okkar-ordid-ur-elt-?fbclid=IwAR0aStW56vE7ocXvzHoszrABgaIcClB7xx7S89-sLGwd_3xJneYLeQ4ahDQ

1 Like

Ég vil endilega vera með í áframhaldandi vinnu. Ég tel þessa vinnu ríma vel við hugmyndir sem ég hef haft um að kalla eftir hagnýtara kennsluefni fyrir börn. Sem síðan getur hjálpað til við að jafna út halla á kynin þar sem strákar eru taldir þurfa praktískari greinar ekki bara bóknám.

Endilega hafið mig með í öllum fundum eða póstlistum varðandi þetta.

1 Like

Hægt að followa þau hér:

Instagram: Menntakerfidokkar

Facebook: Menntakerfidokkar

Twitter: Menntakerfid

Nú er lag að hlusta á nemendurna og taka tillit til þeirra. Hér eru drög að ályktun sem Píratar geta rætt um:

Ályktun um áherslur í menntamálum

Píratar styðja að áherslum í menntun barna og unglinga verði breytt nokkuð, þannig að í skólanámsskrám allra skólastiga verði lögð aukin áhersla að draga kennsluefnið fram í nútímann. Þannig vantar í menntakerfið kennslu á:

  • Kynfræðslu, hinseginfræðslu og hinseginkynfræðslu
  • Heilbrigðismál, þ.m.t. fatlanir, geðsjúkdóma, ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi og forvarnir
  • Andleg veikindi og verkfæri sem nemendur geta notað til að vinna bug á þeim, þ.m.t. áhrif streytu, hugrænar atferlismeðferðir, ræktun andlegrar heilsu og slökun
  • Heimsmálin, þ.m.t. fátækt, kúgun, þrælkun, loftslagsbreytingar og umhverfismál
  • Fjármálalæsi, forritun og tölvunarfræði
  • Mannréttindi og fræðsla um atvinnumarkaðinn
  • Upplýsingalæsi í flóknum heimi frétta- og samfélagsmiðla
  • Önnur málefni samtímans sem undirbúa skólakrakka fyrir samtímann og framtíðina.

Þessar kennsluáherslur eiga að rýmast innan núverandi skólakerfis og virkja þarf nemendur til að hafa áhrif á áherslur í kennslu og námsskrár í framtíðinni. Hugsanlega þarf að endurmennta kennara og skólastjórnendur til að geta fullnýtt markmið aðalnámsskráa og skólanámsskráa ásamt því að koma á áherslum nemenda varðandi gæði og innihald menntunar.

Greinargerð:

Með þessari ályktun vilja Píratar styðja við hugmyndir skólakrakka úr 10. bekk Víðistaðaskóla sem þau söfnuðu saman og eru að safna undirskriftum fyrir á change.org/menntakerfidokkar.com.

Píratar vilja stórauka aðkomu og samráð við nemendur, og vilja að menntakerfið haldi áfram í þróun í takt við tímann. Áherslur munu stöðugt breytast, og það þarf að vera skýrt ferli sem nemendur geta notað til þess að kalla eftir aðlögun og breytingum. Með því tryggjum við velferð nemenda og ungs fólks, og aukum áhuga og gagn þeirra af námi.

2 Likes