Það er til tafla sem heitir metformin.
Hún er unnin úr blóminu french lilac og hefur þetta lyf verið notað í 60 ár og hafa um 100 milljón manns tekið það í gegnum tíðina.
Það er í dag notað af fólki sem er með sykursýki, því metformin vinnur gegn sykursýki.
En það hefur hinsvegar komið á daginn að metformin vinnur gegn afskaplega mörgu öðru líka.
T.a.m. krabbameini, hjartavandamálum, öldrun heilans og miklu fleira. Þetta er algjört undralyf.
Neikvæðar hliðarverkanir af því eru litlar. Og reynslan af því er orðin gríðarleg.
Það er samt svo ótrúlegt að það er bannað að taka þetta lyf, nema með læknisseðli og má læknirinn einungis skrifa uppá það, ef hann getur staðfest að viðkomandi sé með sykursýki.
Öllum öðrum er beinlínis bannað að fá þennan ábata sem af lyfinu hlýst.
Ég talaði við lækni um þetta og hann gat ekki rökstutt það af hverju fólki án sykursýki sé meinað að taka þessa töflu. Hann sagðist einnig hafa heyrt um þessa undraverkan lyfsins, en að hendur hans væru einfaldlega bundnar. Hann gat ekki fært nein rök fyrir því af hverju þetta sé svona.
Hér er grein um virkni metformins:
Og hér er David Sinclair, prófessor hjá Harvard að ræða gagnlega virkni metformin.
https://www.youtube.com/watch?v=GW3_ja4k0MY
Ég vil leggja það til að sala á metformin verði leyfð, án lyfseðils. Og byggt þeim gögnum sem við erum með, ætti fólk beinlínis að vera hvatt til að taka það. Að gera það ekki væri óábyrgt.