Varðandi umræðuna okkar um sjúkraflug á seinasta málefnafundi:
Einu flugvellirnir, fyrir utan grunnetið, sem eru með afis(flugradíó) þjónustu vegna sjúkra og neyðarflugs eru Sauðárkrókur og Norðfjörður. Annars er hér úr skýrslu samgönguráðherra:
1 Flokkun flugvalla.
1.1 Flokkun flugvalla eftir hlutverki.
Flugvellir eru flokkaðir í tvo flokka: 1. Flugvellir í grunnneti. 2. Aðrir flugvellir og lendingarstaðir utan grunnnets. Flugvellir með áætlanaflug flokkast sem flugvellir í grunnneti.
1.1.1 Flugvellir í grunnneti.
Eftirfarandi eru áætlunarflugvellir í grunnneti: Reykjavíkur-, Akureyrar-, Egilsstaða-, Vestmannaeyja-, Ísafjarðar-/Þingeyrar-, Hornafjarðar-, Húsavíkur-, Grímseyjar-, Bíldudals-, Gjögurs-, Vopnafjarðar- og Þórshafnarflugvöllur.
1.1.2 Aðrir flugvellir og lendingarstaðir utan grunnnets.
Flugvellir utan grunnnets eru flokkaðir í þrjá flokka þ.e. flugbrautir með bundnu slitlagi, flugbrautir með malarslitlagi og flugbrautir með grasyfirborði.
Flugbrautir með bundnu slitlagi:
Bakka-, Reykjahlíðar-, Rifs-, Sauðárkróks-, Stóra-Kropps og Norðfjarðarflugvöllur.
Flugbrautir með malarslitlagi:
Blönduós, Búðardalur, Djúpivogur, Fagurhólsmýri, Grímsstaðir, Herðubreiðarlindir, Hólmavík, Húsafell, Hveravellir, Kerlingarfjöll, Kirkjubæjarklaustur, Kópasker, Melgerðismelar, Nýidalur, Raufarhöfn, Reykhólar, Reykjanes, Sandskeið, Skálavatn, Skógarsandur, Stykkishólmur, Vík og Þórsmörk.
Flugbrautir með grasyfirborði:
Bakki, Hella, Flúðir, og Kaldármelar.