Mikilvæg málefni í Norðvesturkjördæmi

Endilega söfnum saman hér þeim mikilvægu málefnum í norðvesturkjördæmunum. Það er langt á milli okkar og til að tryggja að við séum “up to date” er gott að setja hér inn ef þið hafið eitthvað nýtt til að deila svo við getum öll verið þokkalega meðvituð um hvað er að gerast í kjördæminu okkar.

Þetta er hugsað sem upplýsingaveita og umræður.

3 Likes

Ég veit að sumt af þessu er langt þreytt og það sama og við Íslendingar höfum verið að tala um. En fyrir mitt leyti er mikilvægt að leita inn til Pírata jafn mikið og við leitum út fyrir eftir auknum stuðningi.

Til dæmis myndi ég vilja vita hvort að Píratar styðja að Ísland hafi byggðarstefnu. Ef svo hvernig ætti sú stefna að líta út.

Fyrir mitt leyti þá myndi ég vilja sjá byggðarstefnu, að landið styður íbúa til að búa þar sem þau vilja. Það myndu vera þjónustustig þannig að ef t.d ég ákveð að búa út í sveit langt frá öllum byggðarkjörnum þá fengi ég ekki eins góða þjónustu og almennt er á Íslandi en það ætti að vinna markvist að því að halda þessum mun litlum. Það gætu verið sumar aðgerðir sem aðeins er hægt að gera í Reykjavík þannig að það þarf að fljuga þangað til þess. En aftur að unnið er að því að íbúar hafi sem mest að þeirri þjónustu sem þau þurfa. Innan ákveðna marka, eins og að ekki geta byggt á friðlendi, þá áttu að geta búið þar sem þú vilt, frelsi til búsetu. Og samfélög eiga innan marka að geta skipulagt sig eins og þau vilja. Þannig þetta er það sem ég myndi vilja sjá byggðastefnu Pírata vera byggða á.

1 Like

Ég myndi vilja sjá umfjöllun um stöðu og staðsetningu Landbúnaðarháskóla Íslands. Færa búfræðina sem er á framhaldsskólastigi yfir í framhaldsskólan í borgarnesi og sameina bifröst og LBHÍ við annaðhvort UNAK eða HÍ. Ekki réttlættanlegt að halda uppi námi þar sem umsækjendur eru svona fáir á hverja lektorsstöðu. Þetta er skóli á sínum lífslokadögum. Alls ekki sæmandi æðra námi hér á Íslandi.

Varðandi umræðuna okkar um sjúkraflug á seinasta málefnafundi:

Einu flugvellirnir, fyrir utan grunnetið, sem eru með afis(flugradíó) þjónustu vegna sjúkra og neyðarflugs eru Sauðárkrókur og Norðfjörður. Annars er hér úr skýrslu samgönguráðherra:

1 Flokkun flugvalla.

1.1 Flokkun flugvalla eftir hlutverki.
Flugvellir eru flokkaðir í tvo flokka: 1. Flugvellir í grunnneti. 2. Aðrir flugvellir og lendingarstaðir utan grunnnets. Flugvellir með áætlanaflug flokkast sem flugvellir í grunnneti.

1.1.1 Flugvellir í grunnneti.
Eftirfarandi eru áætlunarflugvellir í grunnneti: Reykjavíkur-, Akureyrar-, Egilsstaða-, Vestmannaeyja-, Ísafjarðar-/Þingeyrar-, Hornafjarðar-, Húsavíkur-, Grímseyjar-, Bíldudals-, Gjögurs-, Vopnafjarðar- og Þórshafnarflugvöllur.

1.1.2 Aðrir flugvellir og lendingarstaðir utan grunnnets.
Flugvellir utan grunnnets eru flokkaðir í þrjá flokka þ.e. flugbrautir með bundnu slitlagi, flugbrautir með malarslitlagi og flugbrautir með grasyfirborði.

Flugbrautir með bundnu slitlagi:
Bakka-, Reykjahlíðar-, Rifs-, Sauðárkróks-, Stóra-Kropps og Norðfjarðarflugvöllur.

Flugbrautir með malarslitlagi:
Blönduós, Búðardalur, Djúpivogur, Fagurhólsmýri, Grímsstaðir, Herðubreiðarlindir, Hólmavík, Húsafell, Hveravellir, Kerlingarfjöll, Kirkjubæjarklaustur, Kópasker, Melgerðismelar, Nýidalur, Raufarhöfn, Reykhólar, Reykjanes, Sandskeið, Skálavatn, Skógarsandur, Stykkishólmur, Vík og Þórsmörk.

Flugbrautir með grasyfirborði:
Bakki, Hella, Flúðir, og Kaldármelar.

2 Likes