Möguleiki fyrir Pírata að hasla sér völl í öldrunarmálum

Ég hef ekki tekið þátt í umræðunni um hríð en sá í gær að rætt hafði verið stuttlega um málefni aldraðra í hópnum Virkir píratar á fb. Ég þekki vel hvar skórinn kreppir í Reykjavík í þessum málum eftir setu í velferðarráði. Nefni hér þátt sem er illa sinnt á landsvísu, en er í senn bæði mjög mikilvægur fyrir aldraða og um leið aðgengilegur fyrir tæknisinnaðan flokk. Þetta er velferðartækni. Hér geta Píratar stokkið inn og stungið niður fána, málaflokknum er sem sagt lítið sem ekkert sinnt hjá ríkinu og í öðrum sveitarfélögum en Reykjavík (og einnig þar er hann í startholunum). Ég er reiðubúin að ræða við fólk nánar um þetta þegar og ef tími vinnst til, og get þá bent á gögn. Þetta er no brainer, við eigum að stökkva hér inn.

5 Likes

Frábær hugmynd. Við þurfum einmitt sérhæfingu sem byggist á styrkleikum okkar.

Sá í fréttum um daginn dæmi um þjónustu í Danmörku þar sem tékkað er á fólki daglega í gegnum skjái. Það uppfærir þjónustuaðila um líðan, á í stuttu spjalli og heyrir síðan í því degi síðar ef ekkert bjátar á.

1 Like

Þetta er nefnilega frábær hugmynd. Þótt það sé sjálfsagt erfitt að gera einhvern almennilegan samanburð, þá myndi ég trúa því að enginn hópur muni verða fyrir jafn miklum áhrifum af tækniframförum eins og eldra fólk.

Sérstaklega vegna þess að þótt að eldra fólk í dag sé almennt ekki vel að sér í nútímatækni, að þá er það ekki vegna þess að það sé gamalt í sjálfu sér, heldur vegna þess að það ólst upp og menntaðist og öðlaðist starfsreynslu fyrir tíma tölvutækninnar. Kynslóðin sem ólst upp við internetið og snjallsíma verður allt öðruvísi eldri kynslóð.

Að því sögðu er eflaust til fullt af lausnum sem er hægt að nota til þess að auka lífsgæði og vernda betur réttindi eldra fólks án þess að það þurfi sjálft að hafa tækniþekkingu til. Einnig er augljóst að eldra fólk er líklegra til að þjást af einhvers konar fötlun sem bæði gerir því erfiðara að nota suma tækni, en sömuleiðis er hægt að bæta upp að einhverju leyti með tækni. Þannig að þetta er nokkuð spennandi málaflokkur.

2 Likes