Þegar ég byrjaði að kynna mér á ný stefnumál Pírata, þá fannst mér vanta að það hefði verið mótuð stefna um þróunarsamvinnu og þróunaraðstoð. Þar sem ég hef unnið á því sviði í rúm 15 ár, þá er ég tilbúinn að taka að mér að taka virkan þátt í að aðstoða við mótun slíkrar stefnu sem væri í anda grunnstefnu Pírata. Athyglisvert er að margt sem er í grunnstefnu Pírata hefur einmitt verið að ná fótfestu í alþjóðlegu þróunarstarfi.
Mig langar því að auglýsa hér eftir fólki sem hefði áhuga á að taka þátt í að móta drög að stefnu um þessi mál. Væri gott að hafa með í hópnum fólk sem að hefur unnið í að móta aðrar stefnur Pírata, svo við pössum upp á að gera þetta allt á réttan máta.
Það væri ágætt að byrja á greiningu á því hvernig grunnstefnan á við þetta málefnasvið. Eiga smá umræðu um hvort það sé eitthvað óskýrt eða orkar tvímælis. Þaðan er hægt að vinna stefnu sem skýrir málefnasviðið mtt. grunnstefnunnar og tekur af vafa.
ég var í þróunarstörfum erlendis í 13 ár og er mjög til í að vinna að stefnu innan við þennan málarflokk - það væri ekki bara skemmtilegt heldur nauðsynlegt og tímabært.
Ég rannsakaði þennan vettvang svolítið í mannfræðinni í gamla daga, rétt áður en stofnunin var skorin niður og gerð að deildarskrifstofu í ráðuneytinu. Hef áhuga á þessum málum, get e.t.v. gert eitthvað gagn.