NATO og afstaðan til uppbyggingar á Suðurnesjum

Hver er afstaða fólks til NATO og frekari uppbyggingar innviða í Helguvík og á öryggissvæðinu í Keflavík?

Sjálfum finnst mér að við eigum að taka jákvætt í það ef NATO vill byggja hófelga upp á svæðinu.
Það er okkar hlesta framlag til NATO að veita aðstöðuna og við fáum margt í staðinn m.a. vernd, ljósleiðara og umsvif í landinu. Ef við erum á annað borð að þiggja vernd af NATO þá hljótum við að leggja okkar af mörkum. Ekki síst, núna þegar mikið atvinnuleysi er á Suðurnesjum og við hreinlega þurfum á atvinnu að halda.

Hér er hlekkur á frétt um málið https://www.vf.is/adsent/stora-nato-fjarfestingarmalid
Sjá utanríkisstefnu https://x.piratar.is/polity/1/issue/232/

Mín afstaða er að þetta mál varða Suðurnesin hvað mest og því ætti þeirra rödd hljóma hæðst. Ef ég byggi á Suðurnesjunum myndi ég styðja þessa uppbyggingu en passa mig á öllum skilyrðum sem gætu fylgt henni.

2 Likes

Fyrir mér er þetta ein af grundvallar spurningum lífsins, viljum við stuðla að og styrkja átök, hernað og stríð sem felur í sér að það eru meiri líkur á að fólk sé drepið og kúgað eða ættum við að vinna að friði, samvinnu, aðstoð og hjálpsemi sem stuðlar að betra lífi fyrir fólk og friðsamlegri framtíð.

Ég vill hið síðara. Ég geri mér grein fyrir að það er hætta á að Ísland verða undir í brölti stærri þjóða og æskilegt að vera í samstarfi við þá sem eru nær okkur í hugsanagangi en sumir aðrir en það eru margar aðrar leiðir en að byggja upp hernaðaraðstöðu hér. Samstarf við Norðurlöndin og Evrópuríki, friðar og samvinnuaðgerðir og sókn að betri heimi með þeim þjóðum eru mun æskilegri leið.

Annað; pólitíkin undanfarið hefur sýnt fram á að það skipast fljótt veður í lofti og það er ekki á vísan að róa í þessum efnum. USA gæti allt eins gefist upp á NATO eins og WHO. Það hefur verið stirt á milli aðila undanfarið. Við fengum heldur betur að kynnast þessu þegar með einu pennastriki herstöðin á Keflavíkurflugvelli var lögð niður. Íslendingar reyndu að malda í móinn en höfðu lítið að segja voru nánast ekki virt viðlits. Hér er enn ein röksemdin, að það er langtum vænlegra að við byggjum upp okkar umsvif, framleiðslu og ýmis smærri verkefni heldur en að treysta á eitthvað sem einn aðili bak við skrifborð út í Bandaríkjunum getur einn daginn ákveðið að leggja niður, fyrir utan það að vera að hlúa að því að við getum betur drepið hvort annað er eins og áður segir ekki æskilegt.

Síðan má geta þess að tæknin í stríðsrekstri, árásum og vörnum er orðin allt önnur en var og framfarirnar (réttara sagt afturför) ógnvænlegar. Nú sitja menn með fartölvur og frá heimilum sínu (í fjarvinnu þá) eða skrifstofum stýra nokkrum herdrónum bæði í lofti á legi og í sjó sem geta strádrepið íbúa heilu bæjarhlutanna landsvæða og jafnvel miðað út einstaka bifreiðar og skotið í tætlur þannig að það að vera að byggja upp stærðarinnar aðstöðu er vafasamt. Það væri síðan auðveldlega hægt að nýta aðstöðuna í svona tækniaðgerðir og við munum aldrei vita hvað fer þar fram samanber að við fengum aldrei að vita hvort að það voru kjarnorkusprengju hér á landi þegar NATO herinn var hér og við getum ekkert gert til að hindra hvert þetta leiðir okkur samanber ákvörðun tveggja aðila þegar ísland tók þátt í aðgerðum “viljugra” þjóða

Við höfum sagt að það sé ekkert til sem sé hægri eða vinstri. Hér hins vegar er hægrið að horfa fram hjá því hvaða hugsanagangur er í kringum umsvifin, dauði, útilokun, afmörkun og metur afleiðingarnar bara út frá einni stærð hagnaði, gróða.

1 Like

Jason, að mínu áliti er margt rétt í því sem þú segir og annað ekki eða vafasamt.

Ef NATO framkvæmir hér þá skapar það vinnu og aðstaða sem þau búa til verður hér eftir, að hluta.
Það er rétt að tæknin er að breytast. Ef NATO stækkar/lagar Helguvíkurhöfn þá mun sú lögun nýtast okkur í áratugi, eftir að NATO væri horfið/farið.

Ef það kæmi til átaka milli NATO og segjum Rússlands þá yrðum við ekki spurð álits á því hvort aðstaða hér væri nýtt.

Þegar NATO / BNA fór héðan þá voru nágrannaþjóðirnar beðnar um vernd, þ.e. að flugherir kæmu hingað til æfinga. Við viljum vera undir væng NATO enda eru þetta bandalag Evrópuþjóðanna og BNA

Það veitir ekki af atvinnu á Suðurnesjum.

Af hverju í óðsköpunum þarf þetta millistig af hverju ekki að nýta þessa höfn nú strax í eitthað mun nýtilegra, byggja upp núna. Ein hugmynd frá facebook (Vigdísi Pálsdóttur) “Þessi hafnargerð er áhugaverð út af t.d. norðurslóðasvæðinu og umferð stórra skemmtiferðaskipa þar”.

Einmitt við yrðum liklega bara bomarderuð í tætlur, karlar, konur og börn frá drónum að nóttu til. Fyrsta árás “árásaraðilanna” yrði náttúrulega Helguvíkur virkið og svo valin svæði í Reykjavík, Bandaríska sendiráðið og önnur hernaðarlega líkleg svæði, réttilega eða ranglega, svo má segja úbs! á eftir æ, æ, voru þarna líka almennir borgarar, reyndar mundi engin segja það, það yrði bara ypt öxlum.

Þar sem þessi umræða varðar okkur á suðurnesjum væri líka gott að hún færi fram á spjallgrúpu svæðisins eða https://www.facebook.com/groups/1600348293555464. Ég ætla að endurtaka það sem ég póstaði á virum. Ætla að vitna í vin minn hann Einar Már Atlason ,Það er vitað mál að hvar sem Bandaríkjaher hefur verið með herstöð þá skilur hann eftir sig töluverða mengun. Ég hef mikinn áhuga á að vita hvað hefur verið gert í þeim efnum eftir að herinn yfirgaf svæðið. Ég rakst á gamla grein um rannsókn sem var gerð á grunnvatnsbóli Njarðvíkur árið 1988 í Helgarblaðinu sem er svolítið áhugaverð (sláandi lestur). Í henni er talað um að mikil TCE og PCE mengun hafi fundist í grunnvatni, þarna er kannski komin skýring á tíðni krabbameins hér suður með sjó. Hefur þetta verið rannsakað eitthvað frekar? Svona mengun hverfur ekki bara heldur dreifir úr sér. Ég fann líka gamla þingsályktunartillögu sem þáverandi þingmaður Sigríður Jóhannesdóttir lagði fram á 125. löggjafarþingi 1999 – 2002 með Steingrími J Sigfússyni þar sem farið var fram á að ýtarlegri rannsókn á mengun í jarðvegi og grunnvatni við Keflavíkurflugvöll. Sú tillaga var grafinn í nefnd og leit aldrei dagsins ljós. Hvers hagsmuna var verið að gæta að þar? Bæjarstjórn fer kannski í málið og skoðar þetta nánar. Er ekki komin tími til að taka til hendinni og gera hlutina rétt og hugsa um heilsu og hagsmuni íbúa frekar en hagsmuni peningaaflanna? Ég er ekki að segja að ég sé á móti komu hersins í Helguvík eða frekari uppbyggingu þar heldur er ég að segja að það þarf að hafa hagsmuni íbúa að leiðarljósi og passa upp á að farið sé að umhverfisreglum og kröfum í einu og öllu svo ekki hljótist skaði af". Ekki viljum við að þetta endurtaki sig. Það er búið að gera helling í Helguvíkurhöfn sprengja út kletta o.fl. En höfnin stóð og jafnvel stendur enn illa fjárhagslega vegna þeirra framkvæmda sem hún skuldbatt sig til að gera fyrir kísilverin. Hún var megin ástæðan fyrir erfiða stöðu Reykjanesbæjar fjárhagslega. En sumt er hálf klárað og væri þessi höfn ákjósanleg fyrir skemmtiferðaskip sem gæti síðan tengst ferðaþjónustunni sem gerir út á náttúrufegurð Reykjanesskagans. Það þarf að skoða margar góðar tillögur í atvinnuskapandi vinnu hér á svæðinu en herinn kemur og fer. Hann hefur skilið okkur stundum eftir með sárt ennið.

Þú gætir sett hlekk í þessa umræðu inn á ykkar spjallgrúppu. Þá getur fólk leitað hingað. Það er af mörgum talið heppilegt að hafa stefnumótandi spjall hér en um að grera að hlekkja inn frá facebook.

Það var stundum talað um “blessað stríð” fyrir okkur Íslendinga, heimstyrjöld II því hún færði okkur, er sagt, inn í nútímann fjárhagslega. Sagt var að herinn hafi fært Íslandi 25 ma.kr. á ári (núvirt talsvert hærri upphæð).

Fólk hefur meira vit á mögulegri mengun í dag en fyrir áratugum. Það má setja skilyrði varðandi umgengni.

Ég er efins. Hallast að því að skoða þetta í víðara samhengi og með langtímamarkmið í huga. Við erum aðilar að hernaðarbandalagi og höfum svo gott sem enga alþjóðlega vikt, stórveldin munu taka af okkur ráðin fyrr en hendi veifað og langt umfram það sem orðið er. Kalt stríð á norðurslóðum er hafið og heitt stríð líklega í uppsiglingu. Þar sem allt er í uppnámi hvort eð er, því þá ekki að kreista nokkra dropa út úr BNA/Nato í þágu Reykjanesbæjar og nágrannabyggða? Svarið hlýtur að hluta til amk mótast af því hverju við kjósum að skila til næstu kynslóðar. Hugvit og seigla er oftast vænlegri til langtímaárangurs en ágóði á silfurfati - fatinu er kippt burt umsvifalaust þegar stórveldinu hentar. Það er ekki vænlegt að setja öll eggin í eina körfu. Ég held að vísu að við höfum ekkert val þegar upp er staðið en við getum í millitíðinni sent skilaboð út í glóbal samfélagið. Og um leið fylkt okkur sjálf að baki þeim byggðum í landinu sem eru hjálparþurfi hverju sinni. Það er stutt í að engra reddara sé að vænta utan að og krakkarnir okkar munu þurfa að axla vandamálin og hafa úthald. Styðjum íbúa á svæðinu til að leiða umræðuna. Þótt þetta varði okkur öll og ekki síst þau yngstu okkar þá er þekkingin mest hjá heimafólki.

1 Like