Hvað viljum við setja á oddinn í náttúruverndarmálum og varðandi verndun hafsins? Er miðhálendisþjóðgarður meginmálið eða þarf að líta í mun fleiri horn? Getur skógrækt til að leysa loftslagsmálin skapað önnur vandamál í náttúru Íslands? Á almannaréttur að vera friðhelgur rétt eins og eignarréttur? Er náttúruvernd og svæðisvernd á réttu róli hjá Umhverfisstofnun eða væri hægt að gera betur í gagnsæi og íbúalýðræði með því að hafa þau sem hluta af aðalskipulags? Er í lagi að leggja sæstreng og bora eftir olíu í landhelgi Íslands? Skólplosun í sjóinn uppfyllir ekki lágmarkslöggjöf um verndun gegn mengun hafsins, er það bara í lagi?
Vinnuhópur á vegum stefnu- og málefnanefndr um kosningastefnu Pírata í umhverfismálum ætlar að halda fimm málefnafundi fram að næsta pírataþingi sem verður líklega í eftir páska í apríl. Fundirnir verða:
Sun. 7. mars kl. 13-15. GRUNNGILDI PÍRATA Í UMHVERFISMÁLUM
Sun. 14. mars kl. 13-15. NAUÐSYNLEGAR LOFTSLAGSAÐGERÐIR
Sun. 21. mars kl 13-15. NÁTTÚRUVERND og VERNDUN HAFSINS
Sun. 28. mars kl. 13-15. LOFTSLAGSAÐLÖGUN
Lau. 3. apríl kl. 13-15. VALDEFLING ALMENNINGS Í SJÁLFBÆRNIMÁLUM
Allir eru hvattir til að koma á fundina vel lesnir, búnir að kynna sér tilheyrandi málefni og gildandi stefnumál Pírata.