Nauðsynlegar loftslagsaðgerðir

Hverjar eru helstu aðgerðir sem Píratar vilja stefna að varðandi loftslagsmál? Viljum við harðar aðgerðir eða eru stjórnvöld nú þegar að gera allt sem gera þarf? Á að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, á að móta framtíð losunar í nýrri aðgerðaáætlun um sjálfbæra þróun? Á að rukka alla sem losa gróðurhúsalofttegundir út í umhverfið um mengunarrentu? Á að skiptast á kolefniskvótum þangað til vandamálið hverfur? Eru loftslagsmál vandamál?

Vinnuhópur á vegum stefnu- og málefnanefndr um kosningastefnu Pírata í umhverfismálum ætlar að halda fimm málefnafundi fram að næsta pírataþingi sem verður líklega í eftir páska í apríl. Fundirnir verða:

Sun. 7. mars kl. 13-15. GRUNNGILDI PÍRATA Í UMHVERFISMÁLUM

Sun. 14. mars kl. 13-15. NAUÐSYNLEGAR LOFTSLAGSAÐGERÐIR

Sun. 21. mars kl 13-15. NÁTTÚRUVERND og VERNDUN HAFSINS

Sun. 28. mars kl. 13-15. LOFTSLAGSAÐLÖGUN

Lau. 3. apríl kl. 13-15. VALDEFLING ALMENNINGS Í SJÁLFBÆRNIMÁLUM

Allir eru hvattir til að koma á fundina vel lesnir, búnir að kynna sér tilheyrandi málefni og gildandi stefnumál Pírata.

2 Likes

28.2.2021 Vinnufundur um kosningastefnu Pírata í loftslags- og náttúruverndarmálum
Mætt: Haraldur Tristan, Haraldur R, Gísli Ólafsson, Gréta Ósk, Dagmar Loftsdóttir, Albert Svan, Eyþór Máni.

Albert Svan kynnti plagg með samantekt á mikilvægum punktum úr eldri stefnum.

Gísli ræddi um að gott væri að hafa innihald sem talar beint til einstaklinga. Gott að taka saman efni í efnisgrúppur eins og í samantektarskjali Alberts, kannski vantar fleiri efnisflokka.

Gréta talaði um að almannavarnarmál, fæðuöryggi og fleira úr loftslagsaðlögunarstefnunni mætti koma þarna inn í “kosningastefnuna”. Roundup eiturefni eru seld í verslunum en drepa markvisst allt í garðinum.

Haraldur R stakk upp á að næstu fundir verði miðaðir við tiltekin málefni svo fólk geti undirbúið sig fyrir hvern fund.

Haraldur Tristan; þarf að hugsa bæði um náttúruvernd náttúrunnar vegna og vernd á minjum og ferðamannastöðum. Gott að einbeita sér að því sem gerir Pírata sérstaka. Árangurstengdur kolefnisskattur og loftslagsaðlögun eru góðar sértækar Píratastefnur.

Albert Svan, sammála að halda næstu fundi hvern um einhvern málaflokk og taka skipulega á efninu. Kannski vantar efnisflokk um loftslagsaðgerðir. Gott að bjóða sérfræðingum í spjall og opna þennan hóp fyrir öðrum.

Dagmar: Vantar eitthvað um fjárhagslegar skuldbindingar. IPPC 1,5 er talað um 4% af landsframleiðslu í loftslagsaðgerðir (endurheimt, samgöngur, landnotkun, ofl. ). Ungir umhverfissinnar með gott efni sem hún deilir með okur.

Andrés: Sjálfstætt loftlagssetur góð hugmynd í stað grænþvotts. Huga að því að uppfæra loftlagsstefnu tíðar, prósentur í stefnum skipta minna máli en aðgerðirnar til að ná þeim. Fókus á skógrækt og endurheimt, en að draga úr losun þarf að vera skýrt markmið. Skeptískur á árangurstengd kolefnisgjald, árangurinn er bara eins góður og hægt er og getur verið minni en vonir stóðu til.

Haraldur Tristan: Kosningavænn texti þarf að vera tilbúinn í byrjun apríl.
Nýjar skýrslur frá IPCC að koma síðar á þessu ári (í haust) en þær munu ekki nýtast okkur.

Gísli: Ættum að vera opin fyrir því að taka á fjármögnun umhverfistengdra starfa.

Andrés: Gott að tala við utanaðkomandi sérfræðinga úr feltinu til að gefa innihaldi kosningastefnurnar sterkara gildi. Ekki að trompa prósentur heldur að trompa aðgerðarinnihald.

Albert: Einn fundur á viku, í mars. Reyna að ná fimm fundum. Fá einn gest sem sérfræðing á hvern fund en vera einnig búin að kynna okkur málefni hvers fundar. Drög að texta bæði í formi stefnu og líka sem “litla ritgerð” sem nýtist sem greinargerð.

Gréta: Gott að skoða hugmyndir Margeirs hagfræðings og frekari tengingar við

Albert: Við erum undirhópur fyrir stefnu/málanefnd sem á skv. lögum Pírata að vinna kosningastefnu úr eldri stefnum. Nú er í kosningu ný stefna um landbúnaðarmál sem tekur einmitt nokkuð skýrt á aðkomu landbúnaðar og matvælaiðnaðar að umhverfismálum og sjálfbærni, með hvatastyrkjum sem hver sem er getur sótt um, en eru skilyrtir við sjálfbærni og önnur viðmið.

Næstu málefnafundir um kosningastefnu Pírata í loftslags- og náttúruverndarmálum:
(fundir.piratar.is/umhverfi)

Sun. 7. mars kl. 13-15.
GRUNNGILDI Í UMHVERFISMÁLUM

Sun. 14. mars kl. 13-15.
NAUÐSYNLEGAR LOFTSLAGSAÐGERÐIR

Sun. 21. mars kl 13-15.
NÁTTÚRUVERND og VERNDUN HAFSINS

Sun.28. mars kl. 13-15.
LOFTSLAGSAÐLÖGUN

Lau. 3. apríl kl. 13-15.
VALDEFLING ALMENNINGS Í UMHVERFISMÁLUM

Einnig verður hægt að eiga samskipti um þessa málaflokka á spjall.piratar.is

14.3.2021 Vinnufundur um kosningastefnu Pírata í loftslags- og náttúruverndarmálum
Mætt: Andrés, Albert Svan, Haraldur Tristan, Haraldur R, Steinar, Gréta og Valgerður.

Fundarpunktar:
Rætt var um endurheimt votlendis með hvötum, t.d. greiða fyrir hvern km af uppfylltum framræsluskurðum, ekki ólít því sem ríkið greiddi fyrir framræsluna fyrr á árum. Sýna þarf afstöðu bænda og landeigenda skilning og bjóða þeim til samstarfs, bjóða upp á hvata. Skikka samt kirkju og ríki til að fylla sem mest af ónýttum framræstum mýrum. Fyrir utan loftslagsaðgerðir og endurheimt á líffræðilegum fjölbreytileika geta framræstar mýrar aukið nýtingu á lífríki mýra, berjum og öðru, sem er enn einn góður kostur.

Breytt skattlagning er lykill að minni losun. Kannski má hafa persónuafslátt á losun, en allt umfram útreiknað persónulegt magn verður skattlagt skv. mengunarbótareglu.

Mikið er talað um neyðarástand en lítið um innihald og hverju það kann að breyta að búa til svoleiðis “upphrópun”. Tillaga að innihaldi neyðarástands er a) að hraða aðgerðum gegn losun mengunarefna, b) að færa aðgerðir og aðlögun frá umhverfisráðuneyti undir sjálfstætt apparat, sjálfstæðan loftslagsráðherra eða umboðsmann umhverfis eða jafnvel undir Almannavarnir eins og gefist hefur vel í baráttu við heimsfaraldurinn 2020. C) að ganga lengra en París í hvötum til aðgerða innanlands, sér í lagi varðandi endurheimt framræsts mýrlendis og afnám undanþága flugfélaga og stóriðju á mengunarbótareglu vegna alþjóðlegra kvótaúthlutana á loftmengunarefnum sem er allsendis óvíst að skili áætluðum árangri.

Hugmynd kom fram um að tímaskipta kosningastefnunni eins og efnahagsstefnuhópur. Andrés Ingi ætlar að yfirfara stefnurnar og tillögurnar sem fram hafa komið og reyna að “tímaskipta” kosningatillögunum. Albert Svan og Haraldur Tristan fara síðan yfir það fyrir næsta fund.

1 Like