Hér eru punktar úr umræðum félagsfundar
Þessir punktar komu úr fundinum
-
Stofna beri smákröfudómstól sem fjallar um ágreiningsmál um smærri fjárhæðir. Horfa skal til framkvæmdar í nágrannalöndum til útfærslu.
-
Hækka stuðnining við neytendasamtökin vegna leigjendaaðstoðar, og breyta lögum þannig að kærunefnd húsamála taki við erindum á ensku og á táknmáli.
-
Opna fyrir mögurleika á hópmálsókn. (Það voru viðraðar áhyggjur að ef þetta væri gert með því að víkka hugtakið “hagsmuna aðili” þá gætu alskonar lögsóknir farið í gang)
Úr eldri stefnu Pírata
4. Tryggja skal hagsmuni lántakenda gegn utanaðkomandi aðstæðum.
Hér er fundagerð fundarins. Ég hef ekki hreinskrifað hana og ég býst við að það er hellingur af málfars og stafsentinga villum.
Neytendavernd
Mætt eru: Indriði, Aðalheiður Alenu, Pétur Óli, Haukur Viðar, Gréta Ósk
Fundastjóri : Indriði
Fundaritari : Pétur Óli
Indriði formálar: Á þessum fundi verður tekið fyrir smákröfudómstóll, rétta vernd fyrir leigendur, smálán og hóp lögsóknir
Smákröfudómstóll myndi gera fólki kleypt að sækja rétta síns fyrir smærri mál án gífurlegs kostnaðs.
Smálana fyrirtæki hafa verið að beita sér að hörku gangvart sínum viðskiptavinur, það er allt sótt með hörku. Fólk lendir á vanskilaskrá hjá Credit info. Þær breytingar sem hafa verið gerðar hafa ekki haft áhrif á smálana fyrirtæki en hefur haft áhrif á viðskiptabanka.
Réttarvernd fyrir leigendur, neytendasamtökin reka aðstoð fyrir leigendur en útaf því að málin eru svo mörg þá ná þau ekki að sinna þeim. Mikið af fólkinu sem leitar til þeirra tala ekki íslensku en nefndin sem tekur svona mál fyrir gerir það aðeins á íslensku.
Smákröfudómstóll
Alenu: Það er hægt að halda málum lifandi lengi jafvel þótt að það er ekki lagt fram kæru. Þannig er hægt að halda tilvonandi máli yfir höfuðið á viðkomandi sem er virkilega óþægilegt.
Haukur : Hveru skoðað hvort að það eru lausnir frá evrópu eða norðurlöndunum
Indriði : Smákröfudómstóll er til víða t.d í Bretlandi. Á norðurlöndunm eru neytendasamtök virkari og eru á fjárlögum hjá ríkinu.
Gréta : Þarf að upplýsa fólk um þau úræði sem eru nú þegar í boði og styrkja þau. Hagsmuna öfl eru alltaf að reyna að draga úr tennur eftilitsaðila.
Indriði : Það væri hægt að auka kærunefndir sem myndu gefa niðurstöðu fljótt og án mikils kosnaðs.
Alenu : kærunefndir eru me missmunandi lögmæti, sumar hafa eiginlega ekki neitt. Þannig það er eitthvað sem þarf að skoða.
Haukur : Kærunefnd húsnæðismála virkaði frekar vel, tók nokkra mánuði en gekk nokkuð vel.
Pétur: Hér er tillaga að punktum “Fjölga og styrkja kærunefndir - Koma upp smákröfudómstól á Íslandi”
Indriði : og “Veita lagalega heimild til hóp lögsókna”
Indriði: tillaga - Stofna beri smákröfudómstól sem fjallar um ágreiningsmál um smærri fjárhæðir. Horfa skal til framkvæmdar í nágrannalöndum til útfærslu.
Réttindi leiginda : tillaga - Hækka stuðnining við neytendasamtökin vegna leigjendaaðstoðar, og breyta lögum þannig að kærunefnd húsamála taki við erindum á ensku og á táknmáli.
Smálána fyrirtæki: “Opna fyrir mögurleika á hópmálsókn.” Þetta gæti haft ófyrirséðar afleiðingar. Fá inn ráð frá fagaðilum og hagsmunaaðilumNýjar úrskurðanefndir skulu hafa bindandi úrskurði.
Úr eldri stefnu Pírata-Tryggja skal hagsmuni lántakenda gegn utanaðkomandi aðstæðum.
Úr greinagerðSkuldamál heimila og fyrirtækja
- Framfylgja skal dómum og lögum sem tryggja hagsmuni lántakenda. Píratar munu styðja lántakendur í að sækja rétt sinn.2. Lyklalög skulu heimila lántakendum að gera upp húsnæðislán með því að afsala sér fasteigninni til bankans. Slík leið skal vera opin fyrir lántakendur sem kjósa að fá forsendubrest hrunsins leiðréttan hratt og örugglega.3. Málsóknir eru réttlát leið fyrir lántakendur sem vilja fá lán sín lækkuð lögum samkvæmt og skulu vera öllum opin óháð efnahag.4. Venjulegt fólk skal ekki gert gjaldþrota vegna bankahruns sem lánveitandi þeirra orsakaði.Með hliðsjón af: I. Dómi Hæstaréttar frá 16. september 2010 (mál nr. 471/2010) sem segir gengistryggð lán ólögleg. II. Lög um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga 1936 nr. 7, sem segja að lántakandinn skuli njóta vafans.