Nota Dreams í kosningabaráttunni?

Sæl og blessuð. Hugi heiti ég (get víst ekki losnað við þetta dulnefni) og sat í kosningastjórn 2016. Ég bý í Stokkhólmi, enn mér datt í hug að kannski gæti ég kannski eitthvað gert til þess að aðstoða við kosningabaráttuna.

Plato Dreams er kerfi sem við höfum hannað til þess að hjálpa grasrótarsamtökum að safna hugmyndum og koma þeim í verk. Við höfum hannað kerfið með styrk frá sænsku nýsköpunarmiðstöðinni Vinnova og það er náttúrulega frjáls hugbúnaður (AGPLv3). Ef það er áhugi á að nota Dreams til þess að safna, vinna úr og fjármagna hugmyndir í kosningabaráttuna er ykkur velkomið að nota það og ég væri alveg til í að hjálpa til við at setja það upp og aðstoða. Fyrst að ég verð líklega ekki á landinu í haust gæti ég kannski gert eitthvað gagn með því að bjóða upp á þetta kerfi, ef það er áhugi fyrir því.

Svona virkar Dreams

Hver sem er getur búið til “organisation” hjá Plato Project. Það er svo hægt að tengja við annað lén, t.d. “hugmyndir.piratar.is” eða eitthvað svipað.

Admin getur svo búið til “event”. Eitt dæmi er þessi flokkur sem við notum til þess að taka á móti umsóknum listamanna sem vilja sýna í Galleri Frihamnstorget.

Annað dæmi er þessi flokkur sem var notaður fyrir event í Noregi í fyrra.

Í kosningabaráttunni gæti til dæmis verið einn flokkur fyrir hvert kjördæmi eða aðildarfélag. Grasrót, frambjóðendur og starfsfólk geta svo komið með tillögur um hvað á að gera, stillt saman strengi og smalað sjálfboðaliðum.

Admin hannar spurningar sem á að svara:

Admin ákveður hver má koma með tillögur:

Screenshot 2021-03-28 at 19.21.10

Það er oft mikilvægt að tillögur fylgja siðareglum, og ef er sótt um fjármagn er æskilegt að það eru einhverjar reglur um hvað sem má fjármagna. Þess vegna er hægt að semja “guidelines” sem allar tillögur verða að fylgja.

Tillögur fara svo í gegnum “peer review”, þar sem grasrótin sjálf sér um að fara yfir tillögur og sjá til þess að þær fylgja reglum. Markmiðið er að hjálpa sjálfboðaliðum að laga tillöguna svo að hún verði samþykkt.

Gagnsæ fjármögnun

Það er líka hægt að nota Dreams til þess að fjármagna tillögur sem gagnsæjum hætti. Tillaga getur verið með budget:

Það er svo hægt að ráða fjármögnun annaðhvort með því að kerfisstjórnendur ráða fjármögnun, eða með því að gefa öllum þátttakendum möguleika á því að ráðstafa yfir ákveðni upphæð.

Tenging við Discourse

Við getum tengt Dreams við spjallið á Discourse. Þá lenda öll comment á spjallinu. Við höfum hannað tengingu við Discourse lætur notenda samþykka að tengja notenda á Dreams við notenda í Discourse, til dæmis hér á spjallinu.

Demo og spjall?

Ef þetta gæti verið eitthvað fyrir kosningabaráttuna 2021 legg ég til að við bókum demo-session á Zoom einhvern tímann á næstunni. Ef ákveðið verður að nota þetta er ég til í að halda í taumana við að setja þetta upp þangað til að finnast sjálfboðaliðar til þess að stjórna þessu í kosningabaráttunni.

2 Likes

Hér er repo fyrir Dreams á GitHub, ef einhverjum langar að skoða það.