Drög að stefnu Pírata í geðheilbrigðisþjónustu
-
Í geðheilbrigðisþjónustu ætti að leggja áherslu á forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir og snemmtæka íhlutun, með nægilegu fjármagni til fyrsta og annars stigs þjónustu til að tryggja aðgengi allra að kerfinu og stytta biðlista.
-
Leitað verði leiða til að draga úr þvingunum og sviptingum vegna geðrænna vandkvæða. Koma þarf upp öðrum meðferðarúrræðum sem byggjast á samþykki og samvinnu. Styðja skal við réttindi notenda til að leita réttar síns gagnvart ákvörðunum um þvinganir og sviptingar. Sérmenntaðir viðbragðsaðilar bregðist við útköllum þar sem ætla má að geðræn veikindi séu til staðar.
-
Niðurgreiða skal sálfræðiþjónustu og viðurkenndar samtalsmeðferðir til að tryggja besta mögulega aðgengi. Tryggja skal viðeigandi fjármögnun fyrir þær niðurgreiðslur.
-
Tryggja skal réttindi og fjárhagslegan stuðning einstaklinga til að fá bestu gagnreyndu þjónustu sem stendur til boða. Styðja skal sérfræðinga við rannsóknir og þróun nýrra aðferða.
-
Tryggja skal aðgengi nemenda í grunn-, fram- og háskólum að sálfræðiþjónustu, meðal annars með því að tryggja að sálfræðingar séu til staðar innan veggja skólanna. Útfæra skal í aðalnámskrám hæfniviðmið um þekkingu á geðheilbrigði og einkennum algengra geðkvilla.
-
Tryggja þarf aðgengi fyrir alla að geðheilbrigðisþjónustu og huga að hópum sem að hættir til að falla á milli kerfa. Búseta á ekki að koma í veg fyrir að fólk nálgist geðheilbrigðisþjónustu.
-
Tryggja þarf fagleg og sérhæfð úrræði fyrir fólk með geðrænan vanda sem þarf bráðaaðstoð. Slík þjónusta skal vera í boði allstaðar á landinu allan sólarhringinn.
-
Öllum sem eru með geðfötlunargreiningu skal tryggð búseta við hæfi og eftirfylgni með líðan eftir að formlegri meðferð lýkur.
-
Tryggja skal aðstandendum viðeigandi þjónustu og fræðslu.
-
Valdefla skal rödd notenda þjónustunnar. Notendur og fyrrum notendur skulu hafðir með í ráðum í stefnumótun á sviði geðheilbrigðisþjónustu og við útfærslu þjónustunnar.
Með tilvísun í grunnstefnu Pírata:
5. gr. Píratar beita sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda.
6. gr. Útvíkkun borgararéttinda skal miða að styrkingu annarra
7. gr. Standa þarf vörð um núverandi réttindi og gæta þess að þau séu ekki skert.
9. gr. Friðhelgi einkalífsins snýst um vernd hinna valdaminni frá misbeitingu hinna valdameiri.
19. gr. Píratar telja að allir hafi óskoraðan rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða eigin málefni, og rétt til vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar.
Ásamt áður samþykktum stefnum Pírata:
** Almenn heilbrigðisstefna https://x.piratar.is/polity/1/document/252/*
** Félagsleg velferð, 4. grein https://x.piratar.is/polity/1/document/401/*
** Umboðsmaður sjúklinga https://x.piratar.is/polity/1/document/337/*
** Þjónusta sálfræðinga verði hluti af sjúkratryggingum https://x.piratar.is/polity/1/document/270/*
** Málefni spítalana og heilbrigðiskerfisins https://x.piratar.is/polity/1/document/10/*
Greinargerð:
Er í vinnslu.