Drög að stefnu um fiskeldi
-
Greiða þarf auðlindagjald fyrir fiskeldi í sjó eins og eðlilegt er með nýtingu annarra auðlinda og mengunarbótagjald fyrir fiskeldi í landi sem ekki uppfyllir skólpvarnarreglugerð.
-
Greiða þarf leið til nýliðunar og tryggja að löggjöf tálmi ekki framþróun og uppbyggingu. Stærri aðilar bera meiri ábyrgð.
-
Við ákvarðanir um fiskeldi þarf að byggja á vísindalegum gögnum, nýta burðarþolsmælingar Hafrannsóknarstofnunar og sjá til þess að varúðarregla sé höfð að leiðarljósi. Sjókvíaeldi hverrar starfsstöðvar skal byggja upp í áfögnum og með eftirliti skal tryggja að burðarþol sé enn fyrir hendi.
-
Sjálfvirkar mælingar. Tryggja þarf sjálfvirka vöktun og mælingar um áhrif sjókvíaeldis.
-
Skipulagsmál: Sveitarfélögin skulu taka fiskeldi í sjó inn í aðalskipulagsvinnu með svipuðum hætti og jarðvegstöku, virkjanaframkvæmdir o.þ.h.
-
Eftirlit. Eftirliti þarf að sinna af sérfræðingum sem tengjast ekki hagsmunaðilum.
-
Fiskeldisfyrirtæki skulu leggja fram tryggingu í upphafi starfsemi til að sinna upphreinsistarfi við lok starfsemi.
-
Tryggja þarf gagnsæi og jafnræði við úthlutun tímabundinna heimilda, ásamt því að innheimta fullt auðlindagjald.
-
Lögbinda þarf leyfisþak á hlutfalli einstaklinga/fyrirtækja og tengdra aðila með leyfi til sjókvíaeldis. Samþjöppun og einsleitni í greininni eru hvorki æskileg né þjóðinni til hagsbóta.
-
Tryggja þarf að íslenskum lögum sé fylgt, m.a. um réttindi og skyldur starfsfólks, slysatryggingar ofl. Skip sem sinna fiskeldi skulu vera skráð hérlendis og áhafnir þurfa að búa yfir tilskyldum réttindum.
-
Bætta tilkynningu slysa af völdum sjókvíaeldis þarf að tryggja og setja viðurlög við að tilkynningaskyldu sé ekki sinnt.
Greinargerð og frekari útskrýringar:
1. Fiskeldi í sjó innan íslenskrar lögsögu á að greiða auðlindagjald eða mengunargjöld og fylgja sambærilegum lögum og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhita og námaréttinda. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar. Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi. Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra.
Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda, eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.“ (Úr sjávarútvegsstefnu Pírata).
2. Tryggja má nýliðun í greininni með ýmsum leiðum svo sem lægri leysisgjöldum eða eftirlitsgjöldum, rýmri leyfum tímabundið þar sem framleiðsla er lítil eða á tilraunastigi.
3. Þrengja má skilyrði fyrir fiskeldi í sjó með kvöðum og sanngjörnum reglum. Dæmi um útfærslu: Hámark 10-15% af burðarmatsþoli tekið í notkun á ári með árlegu mati á áhrif lífríkis, heilbrigði fjarða o.sfrv. Þetta er sjálfsögð varúðarregla. Gögn sýna fram á að bæði mengun, erfðablöndun, laxalús og fleiri óæskilegar og jafnvel óafturkræfar afleiðingar eigi sér stað við sjókvíaeldi. Núverandi vöxtur sjókvíaeldis er ósjálfbær.
Freistnivandi við að fylla firðina í hámarksburðarþol til að auka atvinnustig verði mætt með varúðarreglu.
4. Við verðum að geta snúið til baka og hægt á ef mælingar reynar óhagstæðar fyrir firðina.
5. Fyrst og fremst þarf að skýra skipulagsvald milli sveitarfélaga, skipulagsstofnunar o.fl. Í landsskipulagsstefnu segir: “Því er fyrirsjáanlega brýnt að vinna svæðisbundnar skipulagsáætlanir á strandsvæðum við Vestfirði og Austfirði þar sem taka þarf á hugsanlegum hagsmunaárekstrum sjókvíaeldis við aðra nýtingu og verndarsjónarmið.” Hér þarf að bæta við öðrum svæðum ss Norðurland.
6. Hagsmunaaðilar eiga ekki að geta haft áhrif á eftirlit.
7. Núverandi ráðstöfun um að vátryggingafélög tryggi þetta, tryggir þetta aðeins að takmörkuðu leyti og er ekki nægjanlegt, þau tryggja t.d. ekki “act of God” sem eru náttúruhamfarir af ýmsu tagi: aurskriður, snjóflóð, ísing o.fl. Möguleg lausn er leið ferðaskrifstofa, þar sem hvert og eitt fyrirtæki þarf að leggja fjármuni í sjóð til að mæta skuldbindingum við lok starfsemi.
8. Álíka prinsipp og í sjávarútvegsstefnunni og stjórnarskrárdrögum stjórnlagaráðs.
9. Málaflokkurinn er í ógöngum. Það er komið upp einskonar kvótakerfi þar sem leyfi ganga kaupum og sölum. Það þarf að koma í veg fyrir sömu mistök og í fiskveiðistjórnunarkerfinu.
10.-11. Fréttir af misbrestum í skráningu og ítrekuðum brotum á sviði slysasleppinga, að öryggissjónarmiða sé ekki gætt, að réttindum, skyldum og skráning skipa og áhafna sé ábótavant skal mætt með hörðum viðurlögum, þar sem forréttindi felast í að nýta takmarkaða auðlind.