Nýsköpun - nýtt frumvarp til laga

Heyjó Píratar.
í gær komu drög að frumvarpi til laga sem ég hef nokkrar efasemndir um og sem ég held gæti verið unnið með almenningi meira að leiðarljósi. Er annað fólk til í að fara yfir þetta með mér? Mér þykir þetta mikilvægt fyrir framtíð Íslands fyrir stuðlun frumkvöðlaverkefna og mér finnst sum atriði í þessu frumvarpi afar skrýtin.
Hér að neðan eru tveir hlekkir á drög og svo fleirri upplýsingar frá stjórnarráðinu.
Svo væri yndislegt að taka hittingu á netinu og ræða þetta?

1 Like

Ég er að skoða bakgrunninn núna, sérstaklega í kringum niðurlagningu Nýsköpunarmiðstöðvar, en á eftir að lesa frumvarpsdrögin. Það væri mjög gott að halda fund um þetta við tækifæri. Þá væri kjörið að nota þetta sniðuga internet.

Umsagnir í samráðsgátt eru til 9. október, þannig að ég efast um að þetta komi inn á Alþingi fyrr en einhvern tíma í nóvember, jafnvel seinna.

Eins og sést er þetta mál ennþá á algjörum byrjunarpunkti og reyndar ekki einu sinni komið til Alþingis. Það er því nægur tími til að pæla í því hvernig við viljum svara. En þessu samkvæmt er ég sjálfur ekki kominn alveg inn í málið en kem mér inn í það á næstu dögum og vikum. Ég er með allskonar skýrslur og dót sem komu á undan þessu, úr atvinnuveganefnd, sem ég ætla samt að skoða áður en ég fer í að skoða þessi drög.

tl;dr: Um að gera að halda skugga-atvinnu-vega-nefndar-fund um þetta. Ég skal hafa frumkvæði að því í síðasta lagi þegar málið hefur verið lagt fram á Alþingi, en ábyggilega fyrr. Þá skal það auglýst með tölvupósti til allra meðlima. Ég geri ráð fyrir fjarfundi.


(Fyrir fólk sem ekki er vant ferlinu, þá er það jafnan svona:

  1. Frumvarpsdrög eru sett í svokallaða samráðsgátt, þar sem málið er núna. Þar er tekið við umsögnum frá almenningi, áður en málið er lagt fram á Alþingi. Á þessum tímapunkti er það einungis vinnuskjal hjá ríkisstjórninni.
  2. Ráðuneytið sem á frumvarpið vinnur úr umsögnum (allur gangur á hversu mikið mark er tekið á þeim).
  3. Ráðherra ráðuneytisins leggur málið fram á Alþingi. Það er raunverulegt upphaf þess í löggjafarfelinu.
  4. Málið fer í 1. umræðu af þremur, og í nefnd eftir hana (í þessu tilviki, atvinnuveganefnd, sem ég er í núna næstu mánuðina, allavega).
  5. Ef nefndin klárar að afgreiða málið (sem er alls ekkert víst) sendir hún frá sér nefndarálit sem mælir ýmist með breytingartillögum eða ekki, og að málið verði samþykkt (eða hafnað, ef það er stjórnarandstöðumál - ef nefndin vill ekki klára ríkisstjórnarmál drepst það bara í nefndinni).
  6. Málið fer til 2. umræðu í þingsal, sem er lengsta og viðamesta umræðan. Þá eru fulltrúar flokkanna jafnan búnir að mynda sér afstöðu til málsins. Í lok þeirrar umræðu eru greidd atkvæði um breytingartillögur.
  7. Málið fer til 3. og síðustu umræðu eftir 2. umræðu. Stundum er haldinn einn nefndarfundur um málið milli 2. og 3. umræðu en yfirleitt ekki. Þriðja umræða er yfirleitt mjög stutt og oft reyndar engin, þótt mögulegt sé að halda ræður og leggja fram breytingartillögur þar. Slíkt er venjulega þegar útkljáð eftir 2. umræðu á þeim tímapunkti nema í umdeildari málum. Í lok 3. umræðu eru greidd atkvæði um málið í heild sinni og eru það endanleg afdrif þess. Frumvörp verða að lögum, þingsályktunartillögur verða að þingsályktunum.)
1 Like

glæsilegt að þú hefur tök á því @helgihg. Þetta er mál sem ég hef áhuga á að við gerum þetta betur en þetta frumvarp sér fyrir ser.
En núna til mál málanna! Ég hef heyrt um þetta svokallaða internet! Og vil endilega prófa það í góðun félagsskap. Ég mun boða til fundar 7. okt og auglýsa þann vinnufund eins víða og ég get!

2 Likes

ég gerði sona event á fb: https://www.facebook.com/events/2718259151795279