Nýsköpunarstefna

Í næstu viku er planað að halda félagsfund um nýja nýsköpunarstefnu sem sett hefur verið saman í kjölfar Nýsköpunarþingsins sem við héldum í maí og vinnu frambjóðenda í stefnumótun fyrir Alþingiskosningar í haust. Helstu atriði þessarar nýsköpunarstefnu eru síðan grunnur að nýsköpunarhluta atvinnusköpunarstefnunnar sem er hluti af kosningastefnu Pírata.

Markmiðið er að setja drögin að nýsköpunarstefnunni hingað inn á næstu dögum, en ef það er einhver að brenna úr áhuga að lesa yfir drögin og gefa okkur sem höfum verið að vinna í henni early feedback og málfarsyfirlestur, þá getið þið haft samband.

Ég lofa ekki að ég nái að skila ykkur neinu, en ég hefði áhuga á að sjá þetta. (Ég verð ekki innan fjarskiptasambands í byrjun næstu viku…)