Dagana 26. maí - 2. júní fer fram á Íslandi í annað skiptið Nýsköpunarvika, en þá verða fjölmargir áhugaverðir atburðir tengdir nýsköpun. Á síðasta ári fór hún nær eingöngu fram á netinu, en í þetta skiptið, ef farsóttir leyfa, verður hluti hennar í persónu.
Ég ræddi á dögunum við skipuleggjendur Nýsköpunarvikunnar að við hjá Pírötum hefðum veirð að hugsa um að halda “nýsköpunarþing” á svipuðum tíma. Ég lagði til að við myndum skipuleggja okkar atburð á þessum tíma og þar með verða “hluti af” þessari viku. Þær voru mjög áhugasamar um þetta og fannst upplagt að fá þennan vinkil inn í vikuna.
Mig langar því að heyra hvort fólk sé almennt til í að við höldum “nýsköpunarþings”-atburð á þessum tíma og hvort það séu einhverjir tilbúnir til að vinna með mér í að skipuleggja þetta. Sjálfur hef ég mjög góð tengsl inn í nýsköpunarsamfélagið og með hugmyndir um fólk sem við gætum fengið til að taka þátt með okkur frá þeim.