"Nýsköpunarþing" á Nýsköpunarviku

Dagana 26. maí - 2. júní fer fram á Íslandi í annað skiptið Nýsköpunarvika, en þá verða fjölmargir áhugaverðir atburðir tengdir nýsköpun. Á síðasta ári fór hún nær eingöngu fram á netinu, en í þetta skiptið, ef farsóttir leyfa, verður hluti hennar í persónu.

Ég ræddi á dögunum við skipuleggjendur Nýsköpunarvikunnar að við hjá Pírötum hefðum veirð að hugsa um að halda “nýsköpunarþing” á svipuðum tíma. Ég lagði til að við myndum skipuleggja okkar atburð á þessum tíma og þar með verða “hluti af” þessari viku. Þær voru mjög áhugasamar um þetta og fannst upplagt að fá þennan vinkil inn í vikuna.

Mig langar því að heyra hvort fólk sé almennt til í að við höldum “nýsköpunarþings”-atburð á þessum tíma og hvort það séu einhverjir tilbúnir til að vinna með mér í að skipuleggja þetta. Sjálfur hef ég mjög góð tengsl inn í nýsköpunarsamfélagið og með hugmyndir um fólk sem við gætum fengið til að taka þátt með okkur frá þeim.

5 Likes

Mjög góð hugmynd! Stjórnarmeirihlutinn stútaði opinberu stuðningskerfi við nýsköpun, frekar en að laga það sem þurfti að laga. Píratar hafa heldur betur nóg fram að færa í þeim málum og svona þing gæti orðið góður upptaktur fyrir nýsköpunarvinkil í kosningabaráttunni.

1 Like

Hjartanlega sammála þér @andresingi - vona að við fáum fleiri Pírata með í þessa vinnu.

ég er alveg til í að vera með, setti læk á þetta svona til að fylgjast með, ég er bara að pakka saman lífinu og þ.a.l. eiginlega svakalega kassalaga þar til það er klárað.

1 Like

Til í að vera memm! Mikilvægur málaflokkur

1 Like

Ég vil endilega vera með. Þekki málaflokkinn vel og er með tengiliði utan Pírata sem ég hef verið að vinna með í málefninu.

2 Likes

Flott framtak og nauðsynlegt

1 Like