Open Source forrit - könnun

Hvaða free/open source forrit/öpp og þjónustur notið þið og mælið með? Þetta er fyrir smá yfirlitssíðu á nýju heimasíðunni okkar þar sem Píratar mæla t.d. með Signal, NextCloud, Firefox, OBS Studio ofl… Þetta er hugsað sem fjölbreytilegur listi þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað Open Source forrit sem gæti komið í staðin fyrir Google Microsoft, Adobe eða hvað sem fólk notar - hvort sem það er forritun, grafík, skjalasöfnun, Cad, email, spjall, leikir eða robotics.

4 Likes

Varðandi vafra. Nú nota margir Chrome og borga ekkert beint. Fellur hann ekki undir þessa upptalningu?

Nei, þetta snýst ekki um verð. Frjáls hugbúnaður er ekki það sama og ókeypis hugbúnaður. Google Chrome er ekki frjáls hugbúnaður. Hins vegar er til open source útgáfa af honum sem nefnist Chromium og er “open source” (sem er eitt af því sem þarf til að teljast frjáls hugbúnaður, en dugar ekki eitt og sér) og myndi því falla undir þessa skilgreiningu.

3 Likes

Já, wikipedia er með lista hér af því sem telst free and open source https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_free_and_open-source_software_packages

En það eru örugglega ástæða að Píratar mæla með Signal frekar en öðru messaging appi, þess vegna væri gott að fá ábendingar og umræðu hér.

Mér finnst liggja beint við að mæla með GNU/Linux. Ekkert endilega einhverju ákveðnu distroi, en það væri hægt að nefna t.d. Fedora og Ubuntu.

1 Like

Já, Linux trónir efst á þessum lista, en ég vísa bara á Linux án þess að mæla með ákveðnum distroi…

GIMP er open source photo editor

4 Likes

Vafri: Firefox
Skrifstofupakki: LibreOffice (ritvinnsla, töflureikni o.s.frv.)
Tölvupóstur: Thunderbird
Fjarfundir: Jitsi
Myndvinnsla: GIMP
Þrívíddarvinnsla: Blender
Skjalahýsing: Nextcloud

Svo er mikið af dóti sem fylgir yfirleitt með hinum ýmsu viðmótum á hin ýmstu stýrikerfi. Gnome, KDE, Xfce og fleiri (sem eru ólík viðmót fyrir Unix-líki eins og Linux) innihalda fullt af dæmigerðum tólum sem fólk þarf að hafa á tölvu.

1 Like

Ég fýla Bitwarden sem password manager en það er þó eitt sem vert er að hafa í huga.
Það er ákveðin vandi við svona open source hubúnað sem er algerlega undir einu fyrirtæki.

Chromium er gott dæmi um svona þar sem að þrátt fyrir að það sé líklega takmarkaður njósnabúnaður og slíkt í honum (það bætist frekar við þegar Google Chrome vefjunni er vafið um hann), þá er verkefninu stýrt af Google forriturum sem munu alltaf hafa hagsmuni Google fyrir brjósti.
Sem raunverulegt dæmi þá er Chromium til dæmis ólíklegt til að berjast harkalega gegn “fingerprinting” og þvílíku, eitthvað sem Firefox segist gera.

Þetta sama vandamál á við um Bitwarden, allan opinn Microsoft hugbúnað og ótal önnur verkefni.
Linux, Blender, og öll GNU forrit ættu að vera laus við þetta vandamál.

Næstum því. Hér er open source útgáfan https://www.chromium.org/

Ég nota í raun bara FOSS á Linux svo þetta er það sem ég nota á Microsoft Windows:

FOSS

 • 7-Zip
 • Anki
 • Audacity
 • CUETools
 • KeePass Password Safe
 • LibreOffice
 • Notepad++
 • Open Broadcaster Software
 • OpenShot Video Editor
 • PuTTY
 • Rufus
 • VeraCrypt
 • Visual Studio Code
 • WinSCP

Freeware

 • Attribute Changer
 • aTube Catcher
 • CCleaner
 • Dependency Walker
 • f.lux
 • FileASSASSIN
 • Foxit Reader
 • JetBrains dotPeek
 • Paint.NET
 • SketchUp
 • Skype
 • SourceTree
 • StyleCop
 • Vivaldi
 • VLC media player
 • VMware Workstation
 • Whatsapp
 • μTorrent

Vefvafrarar: Firefox, Chromium
Vefvafraraviðbætur: uBlock Origin, Privacy Badger
Margt: Libreoffice
Hjlóðvinnsla: Audacity
Myndbandspliun: VLC, mpv
Hljóðspilun: audacious
Myndvinnsla: GIMP, Pinta
Stýrikerfi: GNU/Linux, Xfce
Forritun: gcc, vim, Python
Leikir: The Dark Mod, Xonotic, The Ur-Quan Masters (Star Control 2), Battle for Wesnoth, Doom (Shareware, eða FreeDoom), SuperTuxKart, Aleph One (Marathon), Discworld MUD