Hvaða áheslur komum við með eftir Covid-19. Líklega er tækifæri til að ná sviðinu ef við undirbúum okkur vel fyrir það? Hvernig verðum við sýnileg með okkar “stöff”?
Er Nýja stórnarskránni kominn aftur á dagskrá? Áhersla á stöðu almennings. Hvaða störf þarf að manna með vel menntuðu fólki, á launum sem endurspegla þær áherslur, persónuvernd?
Grunninnkoma fyrir alla (borgaralaun) -> útgreiðanlegur persónuafsláttur, afnám krónuskerðinga í bótakerfum, hækkun persónuafsláttar, etc. Afnám verðtryggingar húsnæðislána, vaxtaþak á húsnæðislán, aðskilnaður fjárfestinga- frá viðskiptabönkum. Allir tekjuskattar í 30%, 1,5% veltuskattur á fyrirtæki sem ekki greiða eðlilega skatta. Stórauknir samkeppnistyrkir í nýsköpun og vísindum og já ný stjórnarskrá.
Til viðbótar borgaralaunum og skattaúrbótum má endurskoða dómskerfið, afglæpavæða og færa þá málaflokka til heilbrigðiskerfis sem laga- og dómskerfi hefur ekki náð árangri með í áratugi. Líta má heildrænt á höfundaréttar-og einkaleyfismál, endurskoða markmið og reglur. Setja atvinnumála- og iðnaðarstefnu m.t.t. íslenskra auðlinda og sérstöðu. Endurskoða byggðastefnu með stóreflingu sveitarfélaga í huga.
Ég er leiðinlega sammála þér með allt þetta eins og vafalaust fleiri. Ég held því hins vegar fram að það skapist smá svigrúm eftir Covid-19, örlítill gluggi til að ná sviðinu og þá að breyta einhverju. Ef við erum tilbúin þá gætum við nýtt þann litla glugga vel, en það gæti líka snúist í höndunum á okkur ef við pössum okkur ekki.
Hvað finnst ykkur um stefnu ASÍ um að ekki eigi að fikta í lífeyrissjóðsframlagi og að kauphækkanir sem var búið að semja um haldi.
Ég er sammála báðu. Það á ekki að fikta á neinn hátt í greiðslum í lífeyrissjóði og það á að taka á vandamálum á annan hátt en að hluti almennings missi sinn skerf en aðrir ekki. Ég hef ekki heyrt að forstjórar hafi skert sín laun.
Á ekki að leggja niður þetta forsetaembætti. Er Guðni ekki búinn að sýna að þetta er puntudúkkuembætti. Hægt er að láta gamla IBM tölvu sem staðsett væri upp á lofti hjá forsætisráðherra sinna því litla sem þarf og nota peningana í skaðaminnkunarverkefni eða listamannalaun. Selja Bessastaði undir hótel eða veitingastað og gera flottan golfvöll á landinu, mætti færa Álftanes golfvöllinn þangað. En best væri að setja þar niður flugvöllinn með tengingu yfir í Kársnesið og síðan yfir í Nauthólsvíkina. Þetta væri nánast bein braut niður í miðbæ, tekur fimm mínútum, . . .ok korter.
Ég held, eins og venjulega, að mikilvægt sé að reyna að stýra þjóðarumræðunni á loftslagsaðlögun. Kæmu stórfréttir tengdar loftslagsmálum – hugsanlega stór fellibylur á BNA, eða ofþurrkar á Evrópu – mætti vera tækifæri.
Og frá því að ríkið hefir tekið á sig miklar skuldir, umræðan mætti snúa um hvernig og hvað ætti að skera niður, eftir nokkra mánuði, því miður. Það gæti verið gagnlegt að hafa undirbúinn lista yfir öllu þess er við teljum ómikilvægt eða, meira að segja, skaðlegt. Þjóðkirkjan dettur mér í hug.