Örspjallið 🤔 Mest (ca.) fjórar línur. Svipað og twitter

Hvaða áheslur komum við með eftir Covid-19. Líklega er tækifæri til að ná sviðinu ef við undirbúum okkur vel fyrir það? Hvernig verðum við sýnileg með okkar “stöff”?

Er Nýja stórnarskránni kominn aftur á dagskrá? Áhersla á stöðu almennings. Hvaða störf þarf að manna með vel menntuðu fólki, á launum sem endurspegla þær áherslur, persónuvernd?

4 Likes

Grunninnkoma fyrir alla (borgaralaun) -> útgreiðanlegur persónuafsláttur, afnám krónuskerðinga í bótakerfum, hækkun persónuafsláttar, etc. Afnám verðtryggingar húsnæðislána, vaxtaþak á húsnæðislán, aðskilnaður fjárfestinga- frá viðskiptabönkum. Allir tekjuskattar í 30%, 1,5% veltuskattur á fyrirtæki sem ekki greiða eðlilega skatta. Stórauknir samkeppnistyrkir í nýsköpun og vísindum og já ný stjórnarskrá.

1 Like

Hvernig náum við gjallarhorninu úr höndum XD og Kötu? … :loudspeaker:

Við náum því ekki nema með klækjum, því miður. Nema utanaðkomandi hamfarir og kreppur lemji áfram á núverandi.

Til viðbótar borgaralaunum og skattaúrbótum má endurskoða dómskerfið, afglæpavæða og færa þá málaflokka til heilbrigðiskerfis sem laga- og dómskerfi hefur ekki náð árangri með í áratugi. Líta má heildrænt á höfundaréttar-og einkaleyfismál, endurskoða markmið og reglur. Setja atvinnumála- og iðnaðarstefnu m.t.t. íslenskra auðlinda og sérstöðu. Endurskoða byggðastefnu með stóreflingu sveitarfélaga í huga.

Ég er leiðinlega sammála þér með allt þetta eins og vafalaust fleiri. Ég held því hins vegar fram að það skapist smá svigrúm eftir Covid-19, örlítill gluggi til að ná sviðinu og þá að breyta einhverju. Ef við erum tilbúin þá gætum við nýtt þann litla glugga vel, en það gæti líka snúist í höndunum á okkur ef við pössum okkur ekki. :mantelpiece_clock:

Hvað finnst ykkur um stefnu ASÍ um að ekki eigi að fikta í lífeyrissjóðsframlagi og að kauphækkanir sem var búið að semja um haldi.

Ég er sammála báðu. Það á ekki að fikta á neinn hátt í greiðslum í lífeyrissjóði og það á að taka á vandamálum á annan hátt en að hluti almennings missi sinn skerf en aðrir ekki. Ég hef ekki heyrt að forstjórar hafi skert sín laun.

1 Like

Á ekki að leggja niður þetta forsetaembætti. Er Guðni ekki búinn að sýna að þetta er puntudúkkuembætti. Hægt er að láta gamla IBM tölvu sem staðsett væri upp á lofti hjá forsætisráðherra sinna því litla sem þarf og nota peningana í skaðaminnkunarverkefni eða listamannalaun. Selja Bessastaði undir hótel eða veitingastað og gera flottan golfvöll á landinu, mætti færa Álftanes golfvöllinn þangað. En best væri að setja þar niður flugvöllinn með tengingu yfir í Kársnesið og síðan yfir í Nauthólsvíkina. Þetta væri nánast bein braut niður í miðbæ, tekur fimm mínútum, . . .ok korter.

1 Like

(post withdrawn by author, will be automatically deleted in 24 hours unless flagged)