Óvæntar færslur á Hagsmunaskrá Alþingis

Samkvæmt Hagsmunaskrá Alþingis eiga Bjarni Ben, Sigmundur Davíð og fleiri enga skráningarskylduga hagsmuni. Það kemur á óvart, sérstaklega í tilfellum þeirra þar sem að reglurnar um hvað þarf að skrá eru nokkuð strangar.

Það má vera rangt, en restin af þessari færslu gerir ráð fyrir að amk annar þeirra egi amk eina eign sem ætti að koma fram á hagsmunaskránni en henni sé haldið þaðan með einhverri brellu (lesist loophole) sem kemur þeim hjá því.

Flestir sem frétta þetta frá mér í persónu segja strax að þeir láti allar eignir á nafn konu sinnar. Það hljómar ekkert ólíklega en ég fæ samt á tilfinninguna að þetta sé ekki sagt með mikilli virðingu fyrir sannleikanum (eins og talað er um hér).
Einn viðmælandi á reddit vildi meina að allir fjármunir þeirra væru læstir í vísitölusjóðum og þeir féllu ekki undir þessar reglur. Ég hefði haldið að sjóðirnir féllu undir sparisjóði eins og sést í grein 4. 3. í reglunum en er ekki viss.
Ég hef einnig lesið um sjálfseignarfélög eða eitthvað þvílíkt sem eru sett upp þannig að maður getur stjórnað eignum félagsins án þess að eiga þær beinlínis. Ég velti fyrir mér hvort að það væri hægt að nýta þannig til að halda eignum frá hagsmunaskrá.

Ég veit ekki hvað er í gangi en þetta hefur alltaf lyktað illa. Þeir eru báðir moldríkir en segjast ekkert eiga.

1 Like

Leggurðu til að tilkynna þurfi öll félög sem þingmenn eru raunverulegir eigendur að?

Ég hélt einmitt að markmiðið með Hagsmunaskrá Alþingis væri að passa að þingmenn væru ekki að kjósa í málum sem þeir eru tengdir persónulega.

Ef það er svona auðvelt að komast hjá réttri hagsmunaskráningu, þá er þetta algjörlega máttlaust, og býður uppá meiri spillingu.