Píratar og GitHub - Vannýtt auðlind?

Samkvæmt tölum frá 2018 á þessu bloggi eru flestir GitHub notendur á Íslandi miðað við höfðatölu.

GitHub Accounts: 1,271 (77th)
Accounts / 1M Population: 3,802.52 (1st)

Þarna eru um 1.200+ manns sem gætu mögulega hjálpað Pírötum með kerfin okkar eða lagfæra stafsetningavillur á síðunum okkar osfrv.

Það þarf ekki að vera sérfræðingur í forritun til að hjálpa, einungis kunna örlítið á GitHub.

Ég væri til í að sjá Pírata nota GitHub enn meira til að vinna saman, enda er þetta eitt besta samvinnutól sem ég hef kynnst.

Nýja heimasíðan okkar (í vinnslu) verður öll á GitHub sem þýðir að hver sem er, getur sent okkur breytingabeiðni, eða lesið kóðann, eða einfaldlega átt afrit af allri síðunni á tölvunni sinni.

Hérna eru öll verkefni Pírata á GitHub:

Fundargerðirnar okkar eru t.d. á GitHub:
https://github.com/piratar/fundargerdir
Við @elinyr byrjuðum á því í Nóv 2018 og hefur það gengið mjög vel.

Er einhver hér sem kann örlítið á GitHub og væri til í að halda örnámskeið fyrir aðra áhugasama Pírata?

Það sem mér dettur í hug að námskeiðið gæti farið yfir:

  • Að læra að rata á GitHub. Hvar á að smella, hvernig á að leita osfrv?
  • Að búa til nýtt verkefni (repository)
  • Búa til skjal og breyta því (edit)
  • Breyta skjali sem viðkomandi á ekki og senda breytingabeiðni (Pull Request)
  • Skoða söguna. Hverjir breyttu þessu skjali og hvenær?
  • Kynning á Markdown skráarsniðinu
  • Að nota issues?

Ég var búinn að búa til einfalt kennsluskjal sem hægt er að nota til stuðnings. Skjalið má endilega betrumbæta.

4 Likes

Væri gott ef það væri hægt að vísa í video sem sýnir verkefni frá upphafi. Sem sagt sýnikennslu frá upphafi til enda fyrir þá sem eiga erfitt með að átta sig á grunninum.

Mér hefur fundist vandinn við vídjókennslur að þær úreldar hryllilega hratt. Það er stanslaust verið að breyta öllum vefum. Reyndar er ég orðinn svo þreyttur á því að ég reyni ekki að nota þau lengur.

Mér finnst GitHub ekki breytast hratt. Var nú aðallega að spá í eitthvað sem útskýrir hugtök á mannamáli og hvað flokkarnir þýða og hvernig hlutirnir gerast. Það er erfitt fyrir fólk eins og mig sem hittir jafnvel aldrei aðra notendur GitHub til að fá sýnikennslu að komast inn í þetta, það er ekki hvetjandi til þátttöku.

Ertu búinn að leita að þannig video-i á Youtube eða Google @bjarkih?
Ég byrjaði að nota Github 2012 þannig ég er ekki besti aðilinn í að finna video sem útskýrir þetta vel. Það væri helst að einhver sem er að læra núna sem gæti sagt hvaða video væri gott og útskýrir hugtökin vel.

Sum hugtök/skilgreiningar þarna eru ekki auðveld fyrir þá sem eru kannski vanari íslensku. Hvað nákvæmlega er t.d. repository í samhengi pírata oþh.

Styð þetta mjög! Ég bjó til screenvideo þar sem ég sýndi hvernig ég setti inn fundargerðir ofl og lærði af því sjálf í leiðinni. Af þeim formum sem við hæfum notað til að vista fundargerðir td, þá hefur GitHub verið langskemmtilegast og einfalt að raða hlutum þegar á annað vörð er búið að læra það.

2 Likes

Ég tek undir þetta, GitHub virkar óaðlaðandi þegar man byrjar fyrst að fikta, en er svo mjög þjált og öflugt fyrir akkúrat það sem við þurfum það í… og býður uppá meiri möguleika en ég hef sjálf haft tíma til að kynna mér :stuck_out_tongue:

Ég held að besta leiðin til að nýta GitHub betur væri að koma öllum aðildarfélögum inn í að birta fundargerðinar sínar þar, þá þjálfast ritarar í að nota tólið og með tímanum myndast hópur af fólki sem kann aðeins á GitHub.

1 Like