Ráðherra í stríð við leikskólann, afskipti okkar þingflokks/þingfólks væru ekki úr vegi


Kristinelfa

2m

Í samráðsgátt er nú, til 5. sept., að finna reglugerðarbreytingartillögu sem vegur að hagsmunum barna. Forsagan er að sveitarfélag vill ná faglegri ákvarðanatöku um fjölda nemenda í leikskólum nánast alfarið úr höndum leikskólastjóra. Ráðherra bregst við vanhugsað og í hvelli að því er virðist. Þetta mun hleypa illu blóði í kennarasamfélagið og er raunar þegar farið að gera það. Það væri ánægjulegt ef okkar þingfólk léti í sér heyra í þessu máli. KÍ og starfshópur á þess vegum er alfarið á móti þessu, leikskólakennarar eru öskureiðir. Umsagnir eru farnar að hrannast inn.

Sjálf sendi ég inn stutta umsógn: “Hér er vegið harkalega að hagsmunum barna og fjölskyldna þeirra. Það er ljóst að þessi handarbaksvinna er eingöngu sett í ferli vegna þröngra hagsmuna sveitarfélags sem vill geta knúið fram fjölgun nemenda þegar og ef þeim sýnist í blóra við mat fagaðila og heill og hag nemenda. Það væri óskandi að löggjafinn liti ekki á sig eins og senditík fyrir sveitarfélög eins og hér virðist vera raunin. Þetta er ekkert pennastriksmál heldur þarf að gaumgæfa svona afdrifaríkar ákvarðanir í vandaðri samræðu við alla aðila, ekki einungis með því að skella inn einhverri fljótaskrift.”

Samband íslenskra sveitarfélaga kvartar undan því sð óskýrt hver ákveði að opna leikskólapláss. En það er skýrt strax frá fyrsta orði 6. gr. reglugerðarinnar.

Leikskólastjóri, að höfðu samráði við sveitarstjórn eða nefnd sveitarfélags sem fer með málefni leikskóla í sveitarfélaginu, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 90/2008 um leikskóla og starfsfólk leikskóla, tekur ákvörðun um fjölda barna í leikskóla hverju sinni. Ákvörðun um fjölda barna og skipulag skólastarfs skal taka mið af samsetningu barnahópsins, dvalartíma barna dag hvern, aldri þeirra og þörfum, samsetningu starfsmannahóps og umfangi sérfræðiþjónustu.

Til að ná markmiðum laga um leikskóla og aðalnámskrár skal þess gætt að nægilegt rými sé fyrir hvert barn á hverri deild þar sem meginhluti umönnunar, náms og uppeldis fer fram. Huga ber sérstaklega að því að börn með sérþarfir geti eftir atvikum þurft aukið rými svo sem vegna nauðsynlegra stoðtækja.

Sveitarfélögum er heimilt að binda leyfi sveitarfélags til annarra rekstraraðila við ákveðinn hámarksfjölda barna, sbr. 15. gr. laga nr. 90/2008 um leikskóla. Að öðru leyti fara rekstararaðilar með ákvörðun um fjölda barna, sbr. 1. mgr.—6. gr. óbreyttrar reglugerðar

Í tilviki sjálfstætt starfandi leikskóla gæti ákvörðunin heldur ekki verið neins staðar annars staðar.