Rafmagnslaust á Akureyri, slökkviliðið kemst ekki af stað

Ég er svoldið hugsi yfir þessari frétt í gær, og ég er svoldið hissa yfir því að fréttamenn hafi ekki veitt þessu hérna meiri athygli:

„Þá fór sem sagt rafmagnið af allri stöðinni og þar á meðal á hurðunum, þær eru allar rafknúnar hurðarnar sem við notum til að koma bílunum út,“ útskýrir Ólafur. „Við höfðum svo sem alveg ráð til þess að opna þær en það tekur aðeins lengri tíma og meiri mannafla og tafði útkallið,“ bætir Ólafur við. „Þetta fór mun betur en á horfði í fyrstu.“

Er það ásættanlegt að neyðaraðstoð eins og slökkviliðið fari í lás við það eitt að rafmagnið fer? Jájá slökkviliðsstjórinn tekur fram að þau séu með neyðarúrræði fyrir svona aðstæður “en það tekur aðeins lengri tíma og meiri mannafla”. Er þetta eitthvað sem okkur finnst ásættanlegt? Maður þarf ekkert að vera mjög vel að sér í rafmagnsfræði til þess að vita að það er nokkuð auðvelt að hanna mechanisma sem gerir þetta algerlega sjálfkrafa, án þess að slökkvistöðin þurfi einu sinni að verða rafmagnslaus.

Þetta er mál sem mér þykir grafalvarlegt, því þetta hefði getað farið virkilega illa. Fólk hefði getað dáið. Það hversu casually og shamelessly Ólafur slökkviliðsstjóri ræðir það hvernig hann var gripinn glóðvolgur með allt niðrum sig þarna vekur upp fyrir mér þær áhyggjur að þetta sé svona á fleiri stöðum á landinu, ef ekki öllum. Er þetta ekki efni í spurningu til ráðherra um hver staðan sé á þessu á öðrum slökkvistöðvum(og öðrum álíka aðilum sem sinni neyðarþjónustu sem verður að geta brugðist við viðburðum samstundis) á landinu, ásamt því hvort stjórn slökkviliðsins(og fleiri) séu að skoða hvernig megi bæta úr þessu?

2 Likes

Klassískur skortur á gæðaeftirliti. Það er einhvern vegin aldrei neinn sem spyr “hvað ef þetta fer úrskeiðis”.

2 Likes

En afhverju að vera með rafdrifnarhurðir?
Þeð tekur engastund að opna þær manúalí, svo framarlega sem það er gormahurð. (Gormahurð og rafdrifin fara ekki vel saman.)
Einu þægindin, sem èg sé, við rafmagnshurð er að þú getur opnað hana þegar þú kemur aftur, án þess að þurfa útúr bílnum eða bíða eftir að einhver innan dyra opni.
En sé rafdrifinhurð notuð VERÐUR að vera backup power fyrjir hurðirnar og bara slökkvistöðina í heild.

1 Like