Reykjavík í Nýju Ljósi

Nú er þétting byggðar í Reykjavík ḿikið í umræðunni. Það virðist of mikil áhersla vera að stafla bara húsunum ofan í hvert annað þannig að allir hafa ekkert útsýni nema inn um gluggann hjá næsta manni.
Sem er ansi óskemmtilegt.

Ef við myndum hafa færri og hærri byggingar með grænum svæðum á milli myndi útsýni aukast þar sem mikið af fólki væri hærra í loftinu og sæi vítt og vítt.

Í neðangreindu hverfi t.a.m. eru allar byggingarnar jafn háar.
Það þýðir að enginn hefur útsýni og allir horfa bara inn um gluggann hjá næsta manni. Og sá gluggi er ansi nálægt því þessu var þjappað svo mikið saman.

Ímyndið ykkur ef 4 af þessum byggingum hefðu verið staflað ofan á hvor annarri og græn svæði höfð í staðin fyrir þær 3 sem hoppa upp. Þá myndi verða yndislegt útsýni, mikið grænt, og fólk ekkert jafn mikið ofan í hvert öðru.

Það var gefin út bíómynd eftir Hrafn Gunnlaugsson sem heitir Reykjavík í Nýju ljósi, eitthvað um 2000. Hún var á youtube en nú er hún horfin. Ég held það væri sniðugt fyrir alla sem hafa áhuga á skipulagsmálum Reykjavíkur að horfa á þá mynd. Þetta er ekkert allt rétt hjá honum en samt áhugaverðar pælingar og vel þess virði að líta á.

Og að lokum, veit einhver hvar hægt er að finna þessa mynd í dag?
Reykjavík í Öðru Ljósi e. Hrafn Gunnlaugsson.

1 Like

Ástæðan fyrir því að þú finnur hana ekki er að hún heitir víst ‘Reykjavík í öðru ljósi’ Eina sem mín leit fann er https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/reykjavik-i-odru-ljosi/23457/6vmg8h En ég er alveg sammála þér með að það megi alveg byggja meira upp í loftið á sumum stöðum, svo lengi sem menn gleyma sér ekki. En svo skipta hlutir eins og litaval og byggingarstíll máli. Þessi FB hópur er þess virði að skoða: https://www.facebook.com/groups/273147594400718/

1 Like