Samgönguframkvæmdir nær fólki

Brjáluð hugmynd ég veit það en.

Varðandi vegagerð, borgarlínu, samgönguáætlun og annað slíkt. Hvernig væri að breyta þessu aðeins þannig að landshlutar hefðu meira að segja um þetta, fengju í sinn hlut það fé sem sett er í samgöngur, allt eftir réttlátum útreikningi. Landshlutar myndu síðan setja fram forgangsröðun sína, bæta við fé og vinna tillögur sem pössuðu nokkurn veginn inn í fjárlagarammann sem síðan vegagerðin myndi vinna.

Það er kannski ekki rétti tíminn og til að rugla í nýgerðum samningi en hvernig væri að stroka að mestu landspólitíkusa út úr jöfnunni. Hvaða atriði vinna gegn þessu? Hreppapólitík, minna fé til sumra sem nægir ekki fyrir nauðsynlegum framkvæmdum, níska ríkisins, slæm pólitík fyrir kosningar, lélegra heildarskipulag, flugsamgöngur, eða og :

5 Likes

Það er eitthvað til í þessu.

Það er svo mikil hreppapólitík á þinginu með göng og hafnir og samgöngur.

En ég hef fengið á tilfinninguna að sumum finnist bara ekki að höfuðborgin eigi að fá sanngjarna hlutdeild.

Vandamálið er líka hvernig hlutföllin eru ákveðin. Umferðarþungi á stórum hluta landsins er t.d. ekki í neinu hlutfalli við íbúafjölda. Á hinni hliðini eru erlendu ferðamennirnir sem skapa okkur tekjur og nota ekki vegakerfið á höfuðborgarsvæðinu að óverulegu leiti þó þeir dvelji þar í einhvern tíma. O.s.fv o.s.fv.

1 Like

Ekki svo galin hugmynd, það er alltaf gott að hugsa aðeins út fyrir rammann. Ég held alla vegana að landshlutarnir væru betur til þess fallnir með að forgangsraða og hafa betra eftirlit að fara ekki framúr með eiðslu.

Klárlega. Vandamálið er að það gleymist gjarnan að Reykjavík er líka hreppur.

1 Like

Ég hef talað fyrir því að það eigi einfaldlega að færa innheimtu ríkisins til sveitarfélaganna. Það mætti færa mun meira af verkefnum á það stig, og þau verkefni sem nauðsynlegt er að halda á landsvísu mætti fjármagna með því að sveitarfélögin gerðu samkomulag sín á milli um þau.

1 Like

Sanngirni er ekki markmið samgangna. Ef samgöngumannvirkjum væri dreift milli byggðarsvæða í hlutfalli við íbúafjölda að vetrarlagi, þá væru þrjár malbikaðar flugbrautir á landinu: ein í Keflavík (landsbyggð), ein í Hafnarfirði eða Mosfellsbæ (kraga) og ein í Reykjavík (höfuðborg) — og ein sameiginleg flugstöð í Kópavogi. Samgöngumannvirki eru til þess að auðvelda vegfarendum að komast á milli staða. Flughöfn er nauðsynleg í Vestmannaeyjum og á Ísafirði, en ekki í Reykjavík.

2 Likes

Fjármagn til samgöngumannvirkja á ekki að skiptast niður á landshluta eða eftir íbúafjölda. Samgöngumannvirki á að byggja og viðhalda þar sem þeirra er þörf. Fjármagn til vegagerðar á að skiptast eftir álagi á vegakerfið.
Ef það væri í réttu hlutfalli eftir íbúafjölda þá væru varla malarvegir eða einbreiðar brýr í landinu. Allt malbikið væri hérna í höfuðborginni.

Og af hverju ætti fólk t.d. að austa og norðan að hafa eitthvað um það að segja hvernig sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu skipuleggja sínar almenningssamgöngur? (borgarlínu)
Ég skil það og er fullkomlega sammmála að landsbyggðin hafi eitthvað með flugvöllinn að segja. Út frá sjúkraflugi. En borgarlína, hvað kemur fólki það við sem býr ekki í landshlutanum einu sinni?

1 Like

Ég sé bara kosti við meiri almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, þá verður auðveldara að bruna í gegn þegar verið er að keyra frá norðurlandi til Keflavíkur, sem í sjálfu sér er brjálæðislega heimskulegt því það væri mun gáfulegra að fljúga þaðan.

1 Like

Samgöngur og skipulag

Það vinnst margt með því að einfalda skipulag og fjármögnun samgönguframkvæmda á Höfuðborgarsvæðinu. Þær eru í dag á vegum margra aðila. Meðal þeirra eru Vegagerðin, Reykjavíkurborg, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær, SSH, Strætó, Borgarlínan og Betri samgöngur. Útkoman er mikið slakari og óhagkvæmari en vera þarf.

Hér eru tillögur að endurskipulagningu og umbótum.

Tillögur

Efla lýðræðislega stöðu Samtaka sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu með því að borgar og bæjarfulltrúar á svæðinu, eða hluti þeirra myndi eins konar Höfuðborgarstjórn yfir SSH. Framkvæmdastjórar sveitarfélaganna, eða aðrir sem viðkomandi sveitastjórnir kjósa myndi framkvæmdastjórn SSH, svipað og er í dag.

Sá hluti Vegagerðarinnar sem nú sinnir framkvæmdum og viðhaldi á Höfuðborgarsvæðinu flytjist undir SSH og myndi þar ásamt þeim þar sem nú sinna samgönguverkefnum, samgönguverkefnum á höfuðborgarsvæðinu.

Alþingi miði fjárveitingar til samgangna á Höfuðborgarsvæðinu við tiltekið hlutfall af heildarfé til samgangna á landinu, til dæmis 2/3 en að lágmarki 1/2. SSH deili fjármagninu í einstakar framkvæmdir á svæðinu.

Samgöngudeildir sveitarfélaganna flytjist undir SSH. Þetta á við um Strætó, Borgarlínu, sem og viðhald, rekstur og nýframkvæmdir við stofnbrautir fyrir bíla, hjóla og göngustíga.

SSH sjái um öll samgöngumál á Höfuðborgarsvæðinu mikið til án án afskipta ríkisvaldsins.

Greinargerð

Um 2/3 íbúa landsins búa á Höfuðborgarsvæðinu.

Í stað togstreitu milli sveitarfélaga og ríkisvalds kemur skilvirkar markvissar framkvæmdir.

Afritaður af hinum þræðinum:

Hvernig væri atkvæðavægi eða sætum í stjórn úthlutað? Íbúafjöldi Reykjavíkur er rúmur helmingur þess Höfuðborgarsvæðis alls. Væri eitt atkvæði á sérhvert sveitarfélag, væri kerfið varla lýðræðislegt: sérhver íbúi Seltjarnarness 28-falt valdameiri sérhverjum íbúa Reykjavíkur.

Er æskulegt, eða hentugur tími, til þess að láta stjórn SSH vera kosna beint af íbúum Höfuðborgarsvæðis og þann veg stofna þriðja stig stjórnvalda, milli ríkis og sveitarfélaga, svo sem er á Lundúnum og öðrum borgum?

1 Like

Það yrði einmitt að svara öllum þessum spurningum og móta nýja fyrirkomulagið með vönduðum hætti af viðkomandi stjórnvöldum.