Samgöngur og skipulag

Samgöngur og skipulag

Það vinnst margt með því að einfalda skipulag og fjármögnun samgönguframkvæmda á Höfuðborgarsvæðinu. Þær eru í dag á vegum margra aðila. Meðal þeirra eru Vegagerðin, Reykjavíkurborg, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær, SSH, Strætó, Borgarlínan og Betri samgöngur. Útkoman er mikið slakari og óhagkvæmari en vera þarf.

Hér eru tillögur að endurskipulagningu og umbótum.

Tillögur

Efla lýðræðislega stöðu Samtaka sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu með því að borgar og bæjarfulltrúar á svæðinu, eða hluti þeirra myndi eins konar Höfuðborgarstjórn yfir SSH. Framkvæmdastjórar sveitarfélaganna, eða aðrir sem viðkomandi sveitastjórnir kjósa myndi framkvæmdastjórn SSH, svipað og er í dag.

Sá hluti Vegagerðarinnar sem nú sinnir framkvæmdum og viðhaldi á Höfuðborgarsvæðinu flytjist undir SSH og myndi þar ásamt þeim þar sem nú sinna samgönguverkefnum, samgönguverkefnum á höfuðborgarsvæðinu.

Alþingi miði fjárveitingar til samgangna á Höfuðborgarsvæðinu við tiltekið hlutfall af heildarfé til samgangna á landinu, til dæmis 2/3 en að lágmarki 1/2. SSH deili fjármagninu í einstakar framkvæmdir á svæðinu.

Samgöngudeildir sveitarfélaganna flytjist undir SSH. Þetta á við um Strætó, Borgarlínu, sem og viðhald, rekstur og nýframkvæmdir við stofnbrautir fyrir bíla, hjóla og göngustíga.

SSH sjái um öll samgöngumál á Höfuðborgarsvæðinu mikið til án án afskipta ríkisvaldsins.

Greinargerð

Um 2/3 íbúa landsins búa á Höfuðborgarsvæðinu. Það sést vart hvar eitt sveitarfélag endar og annað byrjar. Hvert um sig er að sjá um sínar samgöngur fyrir sig en auk þess blandast ríkið og byggðasamlög inn í myndina.

Með ofangreindu kemur í stað togstreitu milli sveitarfélaga og ríkisvalds skilvirkari og markvissar framkvæmdir með betri árangri fyrir íbúana. Það hversu mikið af sameiginlegu skattfé fer í framkvæmdir á Höfuðborgarsvæðinu ræðst af ákvörðunum Alþingis og sveitastjórna.

Hvernig væri atkvæðavægi eða sætum í stjórn úthlutað? Íbúafjöldi Reykjavíkur er rúmur helmingur þess Höfuðborgarsvæðis alls. Væri eitt atkvæði á sérhvert sveitarfélag, væri kerfið varla lýðræðislegt: sérhver íbúi Seltjarnarness 28-falt valdameiri sérhverjum íbúa Reykjavíkur.

Er æskulegt, eða hentugur tími, til þess að láta stjórn SSH vera kosna beint af íbúum Höfuðborgarsvæðis og þann veg stofna þriðja stig stjórnvalda, milli ríkis og sveitarfélaga, svo sem er á Lundúnum og öðrum borgum?

Þessar spurningar eru mikilvægar. Það þyrfti að móta þetta með vönduðum hætti, Skipa mætti starfshóp sem í væri fólk frá sveitarfélögunum og stjórnvöldum sem myndi móta tillögur að fyrirkomulagi sem síðan fengi umfjöllun hjá öllum viðkomandi stjórnvöldum og ef vilji væri til, yrði síðan samþykkt. Líklega þyrfti lagabreytingar eða sér lög um málið.

1 Like