Samgöngur og veggjöld

Samgönguáætlun er í breytingatillögufasa í umhverfis- og samgöngunefnd. Það er komin fram tillaga að bæta við fullt af dóti um veggjöld:

  1. Á þremur megin stofnæðum, þ.e. Reykjanesbraut að Keflavíkurflugvelli, Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi, út frá höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið væri að flýta framkvæmdum eins og skipulag og undirbúningur leyfa og gera stofnæðarnar enn betur úr garði en núverandi áætlanir gera ráð fyrir, með mislægum gatnamótum og lengri 2+2 köflum. Til að hefja framkvæmdir þyrfti að fara í hagstæða lántöku sem greidd yrði upp með veggjöldum og innheimtu þeirra yrði hætt um leið og framkvæmdirnar yrðu greiddar upp að fullu.
  2. Ákveðnar leiðir á landsbyggðinni sem stytta vegalengdir yrðu fjármagnaðar með blandaðri fjármögnun; að hluta til með fjárframlögum af samgönguáætlun og að hluta til með lántöku sem yrði greidd upp með gjaldtöku. Gjaldtöku yrði hætt þegar lán verður greitt upp.
  3. Innheimt verði veggjald í öllum jarðgöngum á Íslandi. Gjaldtöku í jarðgöngum yrði ætlað að standa undir þjónustu og rekstri jarðganga, og hlut í nýbyggingum. Gjaldtakan verði liður í nýrri jarðgangaáætlun sem verði hluti af samgönguáætlun með það að markmiði að ekki verði hlé á uppbyggingu jarðanga á Íslandi.

Fundur verður um málið á morgun í Tortuga: https://www.facebook.com/events/215441592685993/

1 Like

Það samræmist stefnu Pírata í Reykjavík, og okkar borgarstjórnarhóps, að nota vegtolla innanbæjar, þeas. svokallað congestion charging, á sama hátt og gert er víða á norðurlöndum, til að draga úr ágangi á þröngar innanbæjargötur og til að ýta undir breyttar ferðavenjur. Í víðara samhengi geta þetta líka orðið að mikilvægum tekjustofni sveitarfélaga til að standa undir innviðauppbyggingu.

Það er í raun svipuð hugsun og bílastæðagjöld, færri komast en vilja, og þetta er aðferð til að fá fólk til að vega og meta nauðsyn sína af því að aka þessar leiðir, en kostnaðurinn við það er þeim annars oft ósýnilegur. Það hefur líka þann kost að þá borga þeir mest sem nota vegina mest.

Þetta er lykil atriði í því að breyta ferðavenjum og við lítum á þetta sem mikilvægan þátt í að standa við umhverfisstefnuna okkar og samgöngustefnuna.

Þetta er líka í góðu samræmi við aðgerðaáætlun pírata í loftslagsmálum frá árinu 2016.

1 Like

Nb. ég tek samt alveg undir að það er lélegt að þrýsta þessu í gegn svona hratt, og það er líka mikilvægt að passa að þetta verði ekki að einkavinavæddu peningaplokki.

Öllum, já? Hvernig verður því komið við um Arnarneshamar? :slight_smile:

Það er búið að draga aðeins úr þessu, taka burt “öllum”. Markmiðið þar er að það sé ekki rukkað í göng sem tengja “hverfi” innan sama sveitarfélags.

Út frá þeirri skilgreiningu yrði ekki hægt að rukka í Vestfjarðagöngin, sem eru níu kílómetrar að lengd. Það yrði hinsvegar veggjald í göngin um Arnarneshamar, sem er á milli sveitarfélaga - og heilir þrjátíu metrar að lengd.

Já, miðað við þá skilgreiningu. Við báðum um lista af göngum sem sleppa við veggjald út af svona tvíræðni.

Smá update:

Var að biðja um upplýsingar frá meiri hluta samgöngunefndar um veggjöld:

Fram kemur í áliti meiri hluta að veggjöld myndu vera á bilinu 100 - 140 kr. á ferð. Framkvæmdirnar sem settar eru undir veggjaldaáætlunina hljóða upp á 75,7 milljarða króna.

Í skýrslu starfshóps (https://www.stjornarradid.is/…/Skyrsla-starfshops-um-fjarm…/) kemur hins vegar fram að gjaldið þurfi að vera á bilinu 300 - 600 krónur að meðaltali til þess að standa undir framkvæmdunum. Þar kemur fram á bls. 9 hvaða framkvæmdum er reiknað með og kostnaði þess að fara í þær framkvæmdir. Án sundabrautar eru það 55,6 milljarðar.

Varðandi Sundabraut eru gefnir tveir möguleikar, annar upp á 35 milljarða, hinn upp á 58,1 milljarð króna. Í kostnaðargreiningunni er gert ráð fyrir 35 milljarða möguleikanum sem gerir heildarupphæðina að 90,6 milljörðum króna.

Þetta er þá samanburðurinn, 90,6 milljarðar króna þar sem þarf rúmlega 300 kr til 600 kr. meðalgjald til þess að standa undir þeim framkvæmdum (eftir því hvenær gjaldtaka hefst). Svo er það álit meiri hluta upp á 75,7 milljarða króna þar sem búist er við þrefalt til fjórfalt lægra gjaldi (væntanlega meðalgjaldi).

Alveg eins og í skýrslu starfshóps um fjármögnun framkvæmda við helstu stofnleiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu, þar sem það er greining á greiðsluflæði, umferðarspá, viðhaldskostnaði og þvíumlíku. Þá held ég að fullyrðing meiri hluta um 100 - 140 kr. gjald þurfi nánari útskýringar. Með mjög nákvæmri greiningu skilar skýrsla starfshóps 300 - 600 króna meðagjaldi fyrir 90 milljarða framkvæmd en meiri hlutinn skilar 100 - 140 króna meðalgjaldi (?) fyrir 75,7 milljarða framkvæmd.

Án nánari útskýringa þá tel ég þessa framsetningu vera blekkingu sem býr til falskar vonir hjá fólki til forsendna þessara framkvæmda. Það er gríðarlega mikilvægt að það séu settar fram réttar tölur á þessu stigi málsins.

Semsagt, ég óska eftir rökstuðningi fyrir þessari fullyrðingu meiri hluta að 100 - 140 króna gjald dugi til þess að standa undir 75,7 milljarða króna fjárfestingu.

Mín rök á móti vegatolli á Reykjanesbraut og ég sendi inn eru þessi ,Reykjanesbrautin eða Keflavíkurvegurinn eins og hann var kallaður þá, var formlega opnaður 1965 og var þá eini þjóðvegurinn á Íslandi sem var með bundu slitlagi og innheimt tollgjald í tollskýli við Straumsvík. Tollgjaldið var í upphafi 200 krónur og þótti ansi hátt þá þeim tíma. En í lok ársins 1972, nánar tiltekið þann 31. desember, var innheimtu umferðargjalds hætt því búið var að borga upp það lán sem tekið var til framkvæmdanna (sbr. Vegminjasafnið, 1983). Þannig að fólkið í landinu þá aðalega Suðurnesjamenn borguðu Reykjanesbrautina í upphafi síðan ákvað ríkið að tvöfalda en kláraði ekki. Þannig að þeir eiga að klára það sem eftir er af tvöfölduninni. Ef það á að setja aftur vegtoll á Reykjanesbraut þá er það tvísköttun."

1 Like

Bæta þessu við í umsögn asap :slight_smile:

nefndarsvid@althingi.is
Efni: Umsögn í máli 172 og 173
Texti: Það sem þú skrifaðir
Undirritað: Nafn

Gerði það og örugglega 2x bara til að vera viss

1 Like