Samhangs á Jitsi

Hæhæ

Ég hef verið í nokkrum samskiptum við stjórnir svæðisbundinna aðildarfélaga undanfarnar vikur og við höfum reynt að halda samtalinu lifandi þrátt fyrir samkomubann.

Í vikunni skelltum við í fjarfund án dagskrár - eða samhangs. Það tókst svo vel til að við viljum endilega fá fleiri með.

Pælingin er bara að hittast í fjarfundi til að ræða heima og geima og jafnvel sötra svalandi drykki á meðan.

Næsta samhangs verður á morgun, föstudaginn 27. mars kl. 17 á https://jitsi.piratar.is/samhangs

Vonast til að sjà ykkur sem flest.

4 Likes

Takk fyrir spjallið krakkar, þetta var bæði skemmtilegt og huggulegt. Mér finnst að við eigum að gera þetta reglulega.

Ég legg til að hafa a.m.k. fast Happy-hour Samhangs á föstudögum kl 17 á meðan samkomubanni stendur.
Rásin er síðan alltaf opin og gæti verið gaman að “droppa inn” í spjall.

Farið vel með ykkur og hvert annað

Ég missti af þessu en við gerum þetta vonandi aftur næsta föstudag.

1 Like

Það er partý á Jitsi kl 17

https://jitsi.piratar.is/samhangs

Ekki gleyma samhangsinu á jitsi kl 17 í dag :unicorn::purple_heart: