Mikið líst mér vel á þetta. Menntamiðja ( menntamidja.is ) er til dæmis góður vettvangur og þar eru tenglar í starfssamfélög kennara á facebook, t.d. eitt um opið menntaefni. Og annað um UT í skólastarfi.
Einnig þarf að tryggja líka að kennsluefni sem framleitt er fyrir opinbert fé sé ekki svo læst inni í séreignarhugbúnaðar leyfum. Það er að það þurfi að kaupa dýr leyfi eða búnað frá ákveðnum framleiðanda til að nýta efnið.
Þannig er best hægt að tryggja að það sé hægt að samnýta það.
ATH líka að höfundarréttur er gefinn. Það þarf ekki að sækja um hann eins og einkaleyfi.
Ef gefa á efni út þannig að aðrir geti nýtt það, þarf að afsala sér rétinum eða skilgreina hvernig nýta má efnið.
Gott er að nota til dæmis https://creativecommons.org/ til þess.