Samnýting á kennsluefni

Ég er að kenna upp í FS og þar er ég að búa til námsefnið sem ég er að kenna.

Ég er með mína eigin síðu þar sem ég skelli öllu námsefninu inn:
https://openage.org/fs/?page=index

Mér finnst að við ættum að samnýta þetta eitthvað.
Er ekki eitthvað hægt að koma þessu á framfæri svo aðrir skólar gætu farið að nota þetta líka?

2 Likes

Til hvers er menntamálaráðuneytið/námsgagnastofnun (eða hvað apparatið heitir) Annars er þetta eitthvað fyrir @bjornlevi

1 Like

Mikið líst mér vel á þetta. Menntamiðja ( menntamidja.is ) er til dæmis góður vettvangur og þar eru tenglar í starfssamfélög kennara á facebook, t.d. eitt um opið menntaefni. Og annað um UT í skólastarfi.

1 Like