Samráðsvettvangur um lagabreytingar

Hér er hlekkur á samráðsvettvanginn. Betri.Ísland/Betri Reykjavík er fyrirmyndin og það verður hægt að bæta við tillögum.

Hugsa að þetta verði kynnt formlega á mánudaginn, en núna er fínt færi á að ræða hvað þið viljið sjá betur fara. Eins og sést hef ég notað sætar dýramyndir fyrir hugmyndir(fannst það hlutlaus og skondin framsetning) en aðrir sem aðstoðuðu mig notuðu hefðbundnari stock-myndir sem gefa mögulega betri mynd af eðli hugmyndanna.

Ykkur er frjálst að kjósa, bæta við hugmynd, færa rök með og á móti. (Ólíkt facebook eða þessu spjalli erum við ekki að svara hvort öðru, bara koma með input í umræðuna).

Vinsælustu málin verða tekin á dagskrá á félagsfundi. Umdeildari mál munu fá lengri vinnslutíma, en ég geri ráð fyrir að það verði kosið um allt nema fólki sé verulega uppsigað við þá nálgun.
https://yrpri.org/community/1118

Látið mig vita ef það eru einhver vandræði við að nálgast svæðið.

1 Like

Ég virðist vera í vanda með að skrá mig inn. Er þetta tengt við x.piratar.is?

Nei, þetta er BetraIsland.is vefurinn. Við rekum þetta ekki sjálf.

1 Like