Mér finnst tímabært að við förum að ræða mjög alvarlega hvernig við ætlum að taka næstu kosningabaráttu.
Sérstaklega þegar verið er að flagga hugmyndum um sérstakt framboð verkalýðshreyfingarinnar. Ég held að það væri til skaða bæði fyrir verkalýðshreyfinguna og til að gera ósennilegra að umbótaöfl geti náð saman um breytingu.
Kannski ekki gott að ræða þetta of mikið á vefnum, en mér finnst alveg kominn tími á strategíufund. Fólk er aftur tilbúið að ræða stjórnarskránna og kvótakerfið á hátt sem það hefur ekki verið lengi, og ef við komum með kröftugt innstig, þá gætum við náð alvöru sigri.
Nauðsynlegt að byrja sem fyrst. Það tekur langann tíma að búa eitthvað til úti á landi t.d. til þess þarf skipulag, fá þingmenn með löngum fyrirvara oþh. Mér finnst mjög skrítið að verkalýðshreyfingin sé að spá í þessu, ég held reyndar að þar séu ekki margir á ferð. Það vita allir að það hjálpar engum að dreyfa fylginu of mikið, það gagnast gömlu flokkunum mest.
Mæli með að skoðað verði alvarlega að mynda kosningabandalag fyrirfram, það er eina raunhæfa leiðin að ég held, það er í raun bandalag milli framsóknar og sjalla, þó það sé ekki formlegt, og VG og miðflokkur eru (þannig séð) partur af því.