Sjávarútvegur, Fiskeldi og Orkumál - Kosningar 2021

Í kjölfar Pírataþings fyrr á árinu var settur á laggirnar málefnahópur um sjávarútveg, fiskeldi og orkumál.
Fyrsti fundur hópsins var haldinn 2.mars 2021 en við áætlum að hittast uþb 5 sinnum. Við bjóðum alla Pírata velkomna á fundi hópsins, næstu fjóra þriðjudaga kl. 20 á Píratajitsíinu https://fundir.piratar.is/orkaogfiskur

Það eru allir Píratar velkomnir á fundina, en einnig er hægt að koma sjónarmiðum á framfæri hér á þessu spjall.

Við hittumst sem sé á þriðjudögum kl. 20
Hér er hlekkur á drög að fundargerð fyrsta fundar sem var haldinn 2.mars 2021. https://docs.google.com/document/d/1EWFzQRqMg0WsFt0qYXD7kaMGef6ze6u_se9SgS5QzMo/edit
Fundargerðin verður lögð fyrir næsta fund til samþykktar.

Rúnar Gunnarsson frá PÍNA stýrir hópnum.
Álfheiður Eymarsdóttir er ritari.

3 Likes

Fundargerð fundar um fiskeldi, 9. mars 2021, kl. 20:00-21:45

Mætt: Gréta Ósk, Rúnar, Haraldur R., Álfheiður, Steinar, Tinna, Ragnar (Raggi bleikja) og Albert Svan

Fundarstjóri: Rúnar
Fundarritari: Albert Svan

Fundarpunktar:

Farið var yfir fundargerð og niðurstöðu síðasta fundar varðandi fiskeldi. Síðan var farið yfir drög sem Álfheiður sendi inn varðandi 11 punkta sem gætu myndað stefnu Pírata í fiskeldismálum. Á sama tíma var farið yfir það hvaða punktar ættu heima í kosningastefnu (sjá stefnupunktana hér; https://docs.google.com/document/d/1TwiMFDUbqnNP1bW6MHkvhrmF398zaPKL_dPdHv8iFnE).

Af þessum punktum fannst fundinum að þeir væru mjög góður grunnur fyrir nýja stefnu Pírata í fiskeldismálum, en ekki öll atriðin ættu heima í kosningastefnutexta.

  • Varðandi auðlindaákvæði í stjórnarskrá verður í fiskeldisstefnu, ekki í kosningastefnu.
  • Varúðarregla og burðarþol verður bæði í fiskeldisstefnu og í kosningastefnu.
  • Punktar um eftirlit og mælingar sameinaðir verða í fiskeldisstefnu og kosningastefnu.
  • Aukið vald sveitarfélaga í skipulagi sjóeldis bæði í fiskeldisstefnu og kosningastefnu.
  • Varðandi upphreinsistarf eftir starfslok verður í fiskeldisstefnunni eingöngu.
  • Um gagnsæi og tímabundnar heimildi verður í fiskeldisstefnunni, ekki kosningatexta.
  • Um leyfisþak og forðast samþjöppun bæði í fiskeldisstefnu og kosningastefnu.
  • Að bæði skip og starfsfólk fylgi íslenskum lögum, bæði í fiskeldis- og kosningastefnu.
  • Tryggingar v. slysasleppinga verður bæði í fiskeldis- og kosningastefnu.
  • Lína um að þrengja að fiskeldi í sjó, fellur alveg út.

Einnig kom fram á fundinum ágæt hugmynd um að Píratar gætu farið fram á stjórnsýsluúttekt óháðra aðila um umfang og áhrif sjókvíaeldis á Íslandi. Þetta gæti verið hluti af 7. lið í upptalningunni hér að ofan.

Tillaga kom fram að til viðbótar við ofangreinda punkta sem varða sjókvíaeldi verði einnig í fiskeldisstefnunni ákvæði um að hvetja skuli til landeldis með ívilnunum og styrkjum til að auka á sjálfbærni í fiskeldi, auk þess sem fleiri tækifæri eru til nýliðunar og nýsköpunar í landeldi.

Tillaga kom fram um að ákvörðun um sjókvíaeldi fari undir aðalskipulag sveitarfélaga, sem á sér stuð í landsskipulagi, þar sem fram kemur að horfa þurfi til sjónarmiða og hagsmuna heimamanna varðandi haf- og strandsvæðaskipulag og að færa ætti út mörk sveitarfélaga til hafsins þannig að skipulagsvald sveitarfélaganna færist út og nái til allra helstu fjarða og flóa.

Fundurinn fékk heimsókn frá Ragnari Þór Marinóssyni sem rekur Tungusilung á Tálknafirði og sagði frá rekstri landeldis og svaraði spurningum. Fram kom að eftirlit með landeldinu væri títt og regluverk flókið. Oft væru eftirlitsaðilar að huga að sömu atriðum. Gerð væri krafa um frárennslisúrbætur sem ekki eru gerðar á sjókvíaeldi utar í firðinum. Vandamál landeldis væri einnig tengt ótryggu rafmagni, lágra launa og fjarlægðar frá mörkuðum sem eru mest megnis erlendis.

Ákveðið var að bjóða Elsu framkvæmdastjóra Pírata á næsta fund þar sem hún er í stjórn Orkuveitu Vestfjarða. Einnig var ákveðið að síðasti fundur í fundarröðinni í mars verði boðaður sem félagsfundur til að hægt verði að koma fiskeldisstefnu í vefkosningu.

Næsti fundur vinnuhópsins verður á sama tíma eftir viku (þri. 16. mars kl. 20.00), þá verður fjallað um orkumál.

2 Likes
Heildarframleiðsla í eldi lagardýra (tonn af óslægðum fiski)
tonn 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020
Allar eldistegundir 5.05 5.309 7.431 7.053 8.328 8.383 15.129 20.859 19.185 34.055 40.595
Lax 1.068 1.083 2.923 3.018 3.965 3.26 8.42 11.265 13.448 26.957 34.341
Bleikja 2.427 3.021 3.089 3.215 3.411 3.937 4.084 4.454 4.914 6.322 5.493
Regnbogasilungur 88 226 422 113 603 728 2.138 4.628 295 299 490
Aðrar tegundir 1.467 979 997 707 349 458 487 512 528 477 271

Gögn frá Matvælastofnun.

1 Like

Ég gleymdi að fá fundargerð samþykkta á fundinum í gærkvöld. Við legjum bara báðar fundargerðir til samþykktar á næsta fundi,

1 Like

Hér eru fyrstu drög að þeim málefnum sem komu fram á fyrsta fundi nefndarinnar.

Fiskeldi

Formáli: Hér eru teknir helstu punktar sem komu fram í umræðum hópsins. Við þurfum að taka út aðalatriðin en smáatriði verðum við að taka út (forgangsraða). Við eigum nóg efni í greinargerðir og gögn til rökstuðnings. Þetta þyrfti að taka saman í restina. En hér koma punktarnir sem við þurfum að fara yfir:

Landeldi er ákjósanlegra en fiskeldi í sjókvíum og ástæða til að beina frekari kröftum þangað. Landeldið er mun áhættuminna þegar kemur að áhrifum á lífríki hafsins. Þunginn af stefnuáherslum og umræðum miðar því að fiskeldi í sjó.

Fiskeldi í sjó:

1.Ákvæði frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnskipunarlaga verði efnislega tekið upp í stjórnarskrá en það er svohljóðandi: „Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhita og námaréttinda. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar. Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi. Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda, eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.“
(Þetta er beint upp úr sjávarútvegsstefnu Pírata.)

  1. Burðarmatsþol Hafrannsóknarstofnunar skal taka alvarlega en beita varúðarreglu. Það þarf að tryggja að hámarksburðarþoli sé ekki náð nema í áföngum. Dæmi um útfærslu: Hámark 10-15% af burðarmatsþoli tekið í notkun á ári með árlegu mati á áhrif lífríkis, heilbrigði fjarða o.sfrv. Þetta er sjálfsögð varúðarregla. Gögn sýna fram á að bæði mengun, erfðablöndun, laxalús og fleiri óæskilegar og jafnvel óafturkræfar afleiðingar eigi sér stað við sjókvíaeldi. Núv. Vöxtur er ósjálfbær.

  2. Sjálfvirkar mælingar. Tryggja þarf sjálfvirka vöktun og mælingar um áhrif sjókvíaeldis. Við verðum að geta snúið til baka og hægt á ef mælingar reynar óhagstæðar fyrir firðina.

4.Skipulagsmál: Sveitarfélögin skulu taka fiskeldi í sjó inn í aðalskipulagsvinnu með svipuðum hætti og jarðvegstöku, virkjanaframkvæmdir o.þ.h. Freistnivandi við að fylla firðina í hámarksburðarþol til að auka atvinnustig verði mætt með varúðarreglu skv. Lið 2. Fyrst og fremst þarf að skýra skipulagsvald milli sveitarfélaga, skipulagsstofnunar o.fl. Ath. landsskipulag:Úr landsskipulagsplagginu: “Því er fyrirsjáanlega brýnt að vinnasvæðisbundnar skipulagsáætlanir á strandsvæðum við Vestfirði og Austfirði þar sem taka þarf á hugsanlegum hagsmunaárekstrum sjókvíaeldis við aðra nýtingu og verndarsjónarmið.” Hér þarf að bæta við öðrum svæðum ss Norðurland.

  1. Eftirlit. Eftirliti þarf að sinna frá sérfræðingum sem tengjast ekki viðkomandi sveitarfélagi. Það er illa séð og erfitt fyrir heimamenn að sinna eftirliti án þess að fá nærsamfélagið upp á móti sér.

6.Tryggja þarf að fiskeldisfyrirtæki leggi fram tryggingu í upphafi starfsemi til að sinna upphreinsistarfi við lok starfsemi. Núv. Ráðstöfun um að vátryggingafélög tryggji þetta, tryggir þetta aðeins að takmörkuðu leyti oger ekki nægjanlegt, þau tryggja t.d. ekki “act of God” sem eru náttúruhamfarir af ýmsu tagi: Aurskriður, snjóflóð, ísing o.fl. Möguleg lausn er leið ferðaskrifstofa, þar sem hvert og eitt fyrirtæki þarf að leggja fjármuni í sjóð til að mæta skuldbindingum við lok starfsemi.

  1. Tryggja þarf gagnsæi, jafnræði við úthlutun tímabundinni heimilda, fullt gjald (svipuð prinsiipp og í sjávarútvegsstefnunni og stjórnarskrá). Tryggja þarf möguleika til nýliðunar í greininni og gera minni fyrirtækjum kleift að hasla sér völl. (Þetta mætti kannski bara fylga lið 1)

  2. Málaflokkurinn er í ógöngum. Það er komið upp einskonar kvótakerfi þar sem leyfi ganga kaupum og sölum. Leyfisþak á hlutfalli einstaklinga/fyrirtækja og tengdra aðila með leyfi til sjókvíaeldis mætti lögbinda. Það þarf að koma í veg fyrir sömu mistök og í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Samþjöppun og einsleitni í greininni er ekki æskileg og þjóðinni ekki til hagsbóta.

  3. Tryggja þarf að íslenskum lögum sé fylgt, m.a. um réttindi og skyldur starfsfólks,slysatryggingar ofl. Skipin eiga að vera skráð hérlendis -og áhafnir þurfa að búa yfir tilskyldum réttindum.

  4. Tilkynning slysa af völdum sjókvíaeldis þarf að tryggja. Einnig þarf að tryggja viðurlög við að tilkynningaskyldu sé ekki sinnt. Ítrekuðu brotum á sviði slysasleppinga, að öryggissjónarmiða sé ekki gætt, réttindi, skyldum og skráning skipa og áhafna sé ábótavant sé mætt með hörðum viðurlögum þar sem forréttindi felast í að nýta takmarkaða auðlind.

  5. Þrengja skal að fiskeldi í sjó með kvöðum og stífum reglum

Þesir punktar voru allir þeir punktarsem komu frá fundargestum á fysta fundi. Ákveðið var að fara yfir á 2.fundi nefndarinnarm forgangsraða, taka út smáatriði sem skipta ekki máli í heildarmyndinni. Ég set í sér færslu nýtt punktaskjal þar sem við vorum öll sammála um hvað ætti heima i kosningastefnu, hvað ætti heima í málefnastfni -og hvað væri efni í greinargerð.

Þriðji fundur í hóp um sjávarútveg, fiskeldi og orkumál. 16.3.2021

Mættir Rúnar Gunnars, Gunnar Ingibergur, Haraldur R og Skúli Björns.
Rúnar stýrir fundi og ritar minnispunkta.
Almennar umræður um orkumál og stefnu Pírata í þeim málaflokki. Ákveðið var að taka samþykkta stefnu í orkumálum til hliðsjónar og án þess að draga neitt úr þeirri stefnu voru fundarmenn sammála að leggja eftirfarandi punkta fram sem drög að kosningastefnu.
Drög að kosningastefnu í orkumálum.

  1. Landsmenn og lögaðilar eiga að hafa aðgang að ódýrri vistvænni orku og vera sem minnst háðir orkuinnflutningi.
  2. Til að tryggja að þjóðin njóti arðs af orkuauðlindum skal innheimta arð af nýtingu þeirra t.d. með útgáfu orkunýtingarleyfa, sem orkuflutningsgjöld, sem tekjuskatta vegna orkusölu eða með öðrum hætti. Gagnsæi og jafnræði í verðmyndun, gögn skulu gerð aðgengileg og opinber.
  3. Sveitarfélögum verður gert leyfilegt að innheimta fasteignagjöld af öllum orkumannvirkjum þar sem eigendur starfa á samkeppnismarkaði.
  4. Stuðla skal að sjálfbærni í orkunotkun, sjálfbærri nýtingu orkuauðlinda og að samgöngur verði vistvænar.
  5. Efla þarf fjárhagslega hvata fyrir einstaklinga og smáfyrirtæki til framleiðslu á endurnýjanlegri og vistvænni orku til eigin nota.
  6. Ýta skal undir undir framþróun og rannsóknir á sviði endurnýjanlegra og vistvænna orkugjafa ásamt tækni til bættrar orkunýtingar.
2 Likes

Ég sé að ég hef gleymt að deila með ykkur fiskeldisskjalinu. Opið fyrir edit á alla fyrir lokafund :slight_smile:

Málefnafundur um sjávarútvegsstefnu, 24.3.2021

Mætt: Álfheiður, Rúnar, Gunnar Ingi, Albert Svan, Kjartan, Skúli Björnsson og Haraldur R.

Fundargerð:

Farið var yfir sjávarútvegsstefnu Pírata og ákveðið hvað má fara í kosningastefnu og hinsvegar þær breytingar sem fyrirséð eru að mætti gera á sjávarútvegsstefnunni sjálfri, svk. eftirfarandi punktum:

  1. Íslenska ríkið, fyrir hönd íslensku þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar, skal bjóða aflaheimildir upp til leigu á opnum markaði.
  • Tillaga að breytingu, þ.e. að leigugjaldið renni “í ríkissjóð og til sveitarfélaga”, eða “til hins opinbera”.
  • Tillaga að breytingu, á eftir ´á opnum markaði’ kemur “, t.d. eftir kvótaflokkum og löndunarsvæði”.
  • Greinargerð: Uppboð bjóða ekki upp á að einungis fjársterkir aðilar geti salsað til sín allan kvótann, heldur þarf að huga að jöfnuði við uppboð. Kvótaþakið verður ekki tekið af. Skoða þarf vel Færeysku leiðina og passa að uppboðsverð miðist við markaðsverð. Verðlagsstofa skiptaverðs verður óþörf.
  1. Allur afli skal fara á markað til að gera viðskipti með sjávarútvegsafurðir eðlilegri og bæta hag sjómanna, minni sjávarútvegsfyrirtækja og annara fyrirtækja sem vinna með afleiddar afurðir.

  2. Fjórða grein sjávarútvegstefnunnar fer ekki í kosningastefnu, en þarf að uppfæra þegar sjávarútvegsstefna er endurskoðuð:

  • Tillaga að breytingu, t.d. upplýsingar af kaup- og leigumarkaði með kvóta.
  • Tillaga í greinargerð: Rekjanleiki fiskafurða á bát er krafa alþjóðavottunar og þrýstings frá stórum kaupendum í US og Evrópu.
  1. Handfæraveiðar verði frjálsar þeim sem kjósa að stunda þær til atvinnu.
  • Tillaga að breytingu: í stað “frjálsar…” komi “undanþegnar aflamarkskerfi fyrir þá sem kjósa að stunda þær til atvinnu.
  • Greinargerð: Handfærabátar geta þurft að greiða auðlindagjald og veiðarnar geta verið frjálsar innan ákveðinna marka, t.d. stærðarmarka og tímamarka. Hugsanlega má innleiða þetta í skrefum, með smáaukningu strandveiða og að draga verulega úr skerðingum á sjálfsákvörðunarrétti aðila sem nú eru í strandveiðum.
  1. Tillaga að breytingu á sjöundu grein í sjávarútvegsstefnu: Bæta “Efla skal eftirlitsgetu Fiskistofu” fremst í greinina. En greinin fer þó ekki í kosningastefnu.

  2. Stórefla skal landhelgisgæsluna að mannafla og búnaði til eftirlits og þjónustu við sjávarútveginn.
    -Tillaga að breytingu: til viðbótar við Landhelgisgæslu að bæta við “og Fiskistofu”. Skrifa Landhelgisgæsla með stóru L.

  3. Níunda grein sjávarútvegsstefnu fer ekki í kosningastefnu og á þar að auki að færa í greinargerð með 2. gr. sjávarútvegsstefnu.

  4. Aðrar lagfæringar á greinargerð: Laga þarf lið 8 varðandi þyrlur Landhelgisgæslu í greinargerð.

2 Likes

Vegna frjálsra handfæraveiða: Hlekkur á afla upp úr sjó vs. ráðgjöf Hafró er hér:

Og hér er hlekkur á frumvarp og greinargerð um frjálsar handfæraveiðar. Ekki fyllilega næg, en þó aðeins kjötmeiri en í stefnunni. Frumvarpið var flutt 18.mars og 1.nóv.2019
https://www.althingi.is/altext/149/s/1105.html

1 Like

Varðandi handfæraveiðarnar, hér er tillaga:
Með vísan í lið 4 hér að ofan og orðfærið sem við töluðum um á fundinum í gærkvöldi og alveg rétt athugasemd hjá Alberti. Ég fæ einmitt oft spurninguna, frjálsar? Alveg frjálsar? Hvað meinið þið og eruð þið klikkuð? Fólk fattar ekki að fjórar rúllur og veiðar á grunnslóð eru allt annars eðlis en önnur útgerðarform.
Þegar við bætist að ég er á þeirri skoðun að sjávarútvegsstefnan í heild þarfnist yfirferðar og uppfærslu -en ég vil ekki gera það með hraði, heldur vel og vandlega. Á sama tíma sé ég engan tilgang í að breyta smáatriðum í stefnu og setja tillögur um það í kosningakerfið. En kosningastefna má vera útfærsla af samþ.stefnu.
Í ljósi þessara sjónarmiða, þá velti ég því fyrir mér hvort við gætum sammælst um annað orðfæri (sem þarfnast ákveðinnar snilli, þarf að vera meitlað, hlakka til að lesa tillögur) og samhliða ákveðið að “frelsa” veiðarnar í skrefum. Við gætum þá lagt áherslu á fyrir þessar kosningar að þær verði færðar alfarið yfir í sóknarmark fyrsta kastið. Þ.e. öllum handfærabátum tryggðir 48 dagar á vertíð. Ekkert aflamark, ekkert stopp. Eins og er, eru veiðarnar í sóknarmarki sem er sýndarsóknarmark því það er aflamark ofan á.
Þá er kominn ákveðinn fyrirsjáanleiki, meiri hvati og áhugi á nýliðun, Hafró á auðvelt með að áætla heildarafla handfæra innan ráðgjafar svo við séum í sjálfbærni og vísindaramma, kapphlaupið yrði búið og öryggi sjómanna tryggt.
Megum við leggja til svona útfærslu í kosningastefnuna? Ég held að þetta sé hófleg breyting, öllum til góða, varfærin og ígrunduð. Og svona praktískt innlegg í kosningabaráttuna, ekki bara falleg orð á blaði. Þetta er mjög konkret tillaga að fyrsta skrefi í átt að meira frelsi í handfæraveiðum um landið.

3 Likes

Mér lýst vel á þetta og það er sýnilegt hversu vel þetta er ígrundað og unnið. <3

2 Likes

Er hægt að fá í einum pósti hlekki á stefnuskjöl varðandi þessa þrjá ólíku málaflokka? Ég missti af síðasta fundi og hef ekki séð boðað til nýs fundar, geri ráð fyrir að hópurinn hafi ákveðið að öll þessi þrjú mál væru afgreidd.
En ég vil endilega lesa yfir fyrir Pírataþingið og félagsfundinn.
Takk

2 Likes