Fundargerð fundar um fiskeldi, 9. mars 2021, kl. 20:00-21:45
Mætt: Gréta Ósk, Rúnar, Haraldur R., Álfheiður, Steinar, Tinna, Ragnar (Raggi bleikja) og Albert Svan
Fundarstjóri: Rúnar
Fundarritari: Albert Svan
Fundarpunktar:
Farið var yfir fundargerð og niðurstöðu síðasta fundar varðandi fiskeldi. Síðan var farið yfir drög sem Álfheiður sendi inn varðandi 11 punkta sem gætu myndað stefnu Pírata í fiskeldismálum. Á sama tíma var farið yfir það hvaða punktar ættu heima í kosningastefnu (sjá stefnupunktana hér; https://docs.google.com/document/d/1TwiMFDUbqnNP1bW6MHkvhrmF398zaPKL_dPdHv8iFnE).
Af þessum punktum fannst fundinum að þeir væru mjög góður grunnur fyrir nýja stefnu Pírata í fiskeldismálum, en ekki öll atriðin ættu heima í kosningastefnutexta.
- Varðandi auðlindaákvæði í stjórnarskrá verður í fiskeldisstefnu, ekki í kosningastefnu.
- Varúðarregla og burðarþol verður bæði í fiskeldisstefnu og í kosningastefnu.
- Punktar um eftirlit og mælingar sameinaðir verða í fiskeldisstefnu og kosningastefnu.
- Aukið vald sveitarfélaga í skipulagi sjóeldis bæði í fiskeldisstefnu og kosningastefnu.
- Varðandi upphreinsistarf eftir starfslok verður í fiskeldisstefnunni eingöngu.
- Um gagnsæi og tímabundnar heimildi verður í fiskeldisstefnunni, ekki kosningatexta.
- Um leyfisþak og forðast samþjöppun bæði í fiskeldisstefnu og kosningastefnu.
- Að bæði skip og starfsfólk fylgi íslenskum lögum, bæði í fiskeldis- og kosningastefnu.
- Tryggingar v. slysasleppinga verður bæði í fiskeldis- og kosningastefnu.
- Lína um að þrengja að fiskeldi í sjó, fellur alveg út.
Einnig kom fram á fundinum ágæt hugmynd um að Píratar gætu farið fram á stjórnsýsluúttekt óháðra aðila um umfang og áhrif sjókvíaeldis á Íslandi. Þetta gæti verið hluti af 7. lið í upptalningunni hér að ofan.
Tillaga kom fram að til viðbótar við ofangreinda punkta sem varða sjókvíaeldi verði einnig í fiskeldisstefnunni ákvæði um að hvetja skuli til landeldis með ívilnunum og styrkjum til að auka á sjálfbærni í fiskeldi, auk þess sem fleiri tækifæri eru til nýliðunar og nýsköpunar í landeldi.
Tillaga kom fram um að ákvörðun um sjókvíaeldi fari undir aðalskipulag sveitarfélaga, sem á sér stuð í landsskipulagi, þar sem fram kemur að horfa þurfi til sjónarmiða og hagsmuna heimamanna varðandi haf- og strandsvæðaskipulag og að færa ætti út mörk sveitarfélaga til hafsins þannig að skipulagsvald sveitarfélaganna færist út og nái til allra helstu fjarða og flóa.
Fundurinn fékk heimsókn frá Ragnari Þór Marinóssyni sem rekur Tungusilung á Tálknafirði og sagði frá rekstri landeldis og svaraði spurningum. Fram kom að eftirlit með landeldinu væri títt og regluverk flókið. Oft væru eftirlitsaðilar að huga að sömu atriðum. Gerð væri krafa um frárennslisúrbætur sem ekki eru gerðar á sjókvíaeldi utar í firðinum. Vandamál landeldis væri einnig tengt ótryggu rafmagni, lágra launa og fjarlægðar frá mörkuðum sem eru mest megnis erlendis.
Ákveðið var að bjóða Elsu framkvæmdastjóra Pírata á næsta fund þar sem hún er í stjórn Orkuveitu Vestfjarða. Einnig var ákveðið að síðasti fundur í fundarröðinni í mars verði boðaður sem félagsfundur til að hægt verði að koma fiskeldisstefnu í vefkosningu.
Næsti fundur vinnuhópsins verður á sama tíma eftir viku (þri. 16. mars kl. 20.00), þá verður fjallað um orkumál.