Góðu vinir. Ég ætla að leggja fram tillögu vegna skaðaminnkunarsjónarmiða um gott aðgengi að ókeypis vatni á öllum borgarhátíðum sem færi inn í alla samninga sem borgin myndi gera um slíkar hátíðir, t.d. Secret Solstice. Á Secret kostaði vatnsflaskan 400 kr. núna síðast og það er bara óboðlegt.
Ég myndi þiggja aðstoð áhugasamra.
Hér er vinnuskjal með fyrstu drögum. Það er hægt að koma með athugasemdir:
Samkvæmt lögum og reglugerðum um hollustuhætti á að vera aðgangur að hreinu neysluvatni þar sem fólk kemur saman, hvort sem er á skemmtunum innanhúss eða utan. Það er líklega í höndum heilbrigðiseftirlits sem veitir leyfi fyrir útiskemmtun að setja ákvæði um aðgang að drykkjarvatni og gæði þess í starfsleyfi eða tækifærisleyfi. Þannig ættu drykkjarfontar að vera allstaðar aðgengilegir á svona útihátíð.
Það er hægt að hafa áhrif á það hvað heilbrigðiseftirlit setur í starfsleyfi og tækifærisleyfi í samræmi við reglugerðina. Heilbrigðiseftirlit vilja væntanlega einnig fylgja samþykktum sveitarfélaga við sína vinnu.
Hæ, í framhaldi af þessari umræðu þá finnst mér að það þurfi að setja upp mikið meira af drykkjarstöðum í borginni. Hér er ég ekki að tala um fleiri bari heldur vatnshana þar sem hægt er að fá sér vatn að drekka og að fylla á vatnsbrúsann sinn. Núna er fólk nær alltaf með brúsa á sér, meira að segja á ég þrjá sem ég nota í mismunandi ferðir. Fólk gengur mikið, hleypur, hjólar og er að útrétta og þá væri gott að geta fengið ferskt vatn sem víðast. Meðfram göngustígum á Klambratúni, í Laugardalnum, niðri í bæ og þar sem mikið er af fólkið að fara um Ég veit að það er eitthvað af þessu til dæmis eru nokkrir á golfvöllum en þarf að vera víðar.