Skattfrjáls hjól

Ég legg til að skattur á hjól verði afnuminn.

Með þessu ætti verð á hjólum að lækka, sem auðveldar fólki að byrja að hjóla.
Það myndi svo hjálpa til með að minnka mengun og traffík í borginni.
Einnig myndi heilsa fólks batna þar sem það myndi byrja að venja sig á að hjóla meira.

Ég held líka að þetta séu hverfandi peningar fyrir ríkið í samhengi hlutanna og væri fljótt að borga sig upp í formi minna álags á vegakerfið og bættrar heilsu.

3 Likes

Fíla þessar vangaveltur. Það er vannýtt tæki að gefa skattafslátt.

1 Like

Góð hugmynd og þörf.

Þetta eru ágætis vangaveltur. Ég væri til í að ræða aðeins aðra nálgun en er í sjálfu sér hlynntur öllu sem færir okkur frá mengandi ferðamáta, hvetur til hreyfingar og léttir á buddunni hef samt smá athugasemdir núna.

Ég hef ekki skilið hvers vegana ekki sé rætt meira önnur aðferð til að komast á milli en að nota bíl eða fara á hjól. Þessi ferðamáti hefur lengi verið þekktur, hann er umhverfisvænn, samfélagsbætandi og svakalega góður fyrir heilsuna. Þetta er kallað ýmsum nöfnum eins og að labba, ganga, spássera og rölta. Þessi aðferð hefur nær eingöngu verið notað sem dægrastytting en ekki til að koma sér á milli staða, sem er mjög sérstakt. Ég hef undanfarna áratugi verið að enduruppgötva hann og þróa hjá mér og er orðinn nokkuð góður þó ég segi sjálfur frá. Ég er ekki að grínast þetta hefur þurft sérstakt átak bæði skipulagslega hvað varðar tímastjórnun og svo andlega, í fyrsta lagi að sætta mig við að vera ekki kominn á áfangastað strax, eða helst fyrr. Síðan að þurfa að vera með sjálfum mér í mismunandi langan tíma, ég er reyndar að flestu leiti ágætis náungi svo það gengur ágætlega. Það er gott andlega að labba því tími gefst til að velta fyrir sér málum og jafnvel leysa þau á röltinu, alveg sérstaklega ef það er gert meðvitað síðan sér maður margt og hittir jafnvel á fólk!

Síðan er hjólamenningin að mestu leyti sturluð. Það að hjóla er ekki bara það að hjóla, þú þarf að eiga flott hjól og flott hjól kostar hundruði þúsunda, eða gerði það fyrir Costco. Þú þarft að vera í rétta gallanum, helst þröngum spandexgalla sem minnkar vindmótstöðuna í beygju um ca. 4G lúkkar flott og tryggir að allir sjái þig á dýra hjólinu þínu þjóta á ógnarhraða eftir hjólahraðbrautum. Síðan þarftu helst að bæta ferðatímann þinn vikulega sem þú fylgist vel með í dýra flott úrinu þínu. Þetta finnst mér geggjun.

Þannig að samantekið, það að minnka skatta á þessum græjum finnst mér eiginlega ekki vera rétti staðurinn eða koma þeim best sem þurfa, margt annað ætti að koma á undan.

1 Like

Það er alltaf búið að troða efnishyggjunni ofan í allt.

Hjól hafa nefnilega tvö hlutverk.

  1. Komast milli staða.
  2. Stöðutákn.

Við viljum hjálpa með númer eitt, en skattleggja númer tvö.
Spurning um að afnema skattinn á fyrsta 100.000 kalli hvers hjóls.

1 Like

Það sem ég á alltaf svolítið erfitt með skattaafslætti, ekki bara í þessu heldur öllu nema nauðsynjavörum, er að þá er ríkið að ákveða að einhverjar tilteknar vörur séu fólki mikilvægari en aðrar.

Að vísu er hérna loftslagssjónarmið sem ég skil ágætlega, en myndi samt vilja vita hvort skattaafsláttur raunverulega nái því markmiði.

Er ekkert endilega á móti því, en bara… mér finnst það strax vekja spurningar um hvers vegna það sé þá ekki skattaafsláttur af endingarbetri skóm eða einverju slíku. Ef loftslagsmálin eru ástæðan, þá finnst mér það ágæt pæling, en þá mætti ganga lengra og hafa hann almennari sem loftslags-skattaafslátt einhvers konar, á allar vörur sem er vitað til þess að geti hjálpað fólki að draga úr loftslagsáhrifum í neyslu sinni.

Bara svona vangaveltur. Fólk á mjög auðvelt með að stinga upp á skattaafslætti fyrir þær vörur sem því finnst mikilvægari en aðrar.

2 Likes

Rökin fyrir því að afnema skattinn á fyrsta 100.000 kallinum á hjólum eru þrjú:

  1. Loftslagssjónarmið.
  2. Heilsufarsleg.
  3. Létta á vegakerfinu

Þetta endar náttúrulega á spurningunni hvort ríkið eigi að vera að gera fólki skynsamar ákvarðanir léttar og óskynsamar erfiðar. Þegar allt er saman tekið.

Við erum nú þegar að gera þetta að töluverðu leyti.

  1. Tókaksskattur.
  2. Áfengisskattur.
  3. Allir fá grunn menntun gefins.
  4. Sykurskattur í Noregi, þar kostar 0.5l kók 500 kall. Sem er snilld. Fólk verður heilbrigt.

1 - 3 er enginn að deila á lengur.
4 er svona á leiðinni og eflaust fleiri dæmi.

Þannig að þetta er í rauninni bara framhald af öðrum lögum með sömu pælingunni.

Málið er það að menn eru í rauninni mjög takmarkaði í vitsmunum og taka alls ekkert alltaf skynsamar ákvarðanir, fyrir sig og fyrir samfélagið. Ef við höfum kerfi sem ýtir okkur í réttar áttir, þá hjálpar það.

Þetta með hjólin minnir mig alltaf á prentarana. Þá var málið að selja prentarana ógeðslega ódýrt, en láta blekið kosta þyngd sína í gulli. Það var því fólk reiknaði dæmið ekkert til enda og keypti bara það sem var ódýrast akkurat þá stundina.

Það var það sama sem virkaði með playstation á sínum tíma. Nánast gefa tölvuna en svo kostuðu leikirnir helling. Fólk hugsaði ekkert fram í tímann. Við mennirnir erum soldið svoleiðis. Okkur finnst alltaf næstu 2 klukkutímarnir vera miklu mikilvægari heldur einhverijir random 2 klukkutímar á næsta ári. En þeir eru samt jafn mikils virði fyrir okkur í rauninni.

Auðvitað væri það betra að gera þetta einhvernvegin skipulega. Hærra level of abstraction eins og þú segir þarna um loftslagsmálin. Hættan er að okkur gæti færst of mikið í fang og enda með því að gera bara ekki neitt. Það er líka meira scary að gera stórar breytingar heldur en litlar þar sem við erum alltaf að læra og það er betra að gera lítlar breytingar og læra svo af þeim áður en næsta skref er tekið.

Ég er reyndar alls ekkert hrifinn af tóbaks-, áfengis- og sykurskatti. Er ekki alveg nógu mikið á móti þeim til að leggja mikið púður í að berjast gegn þeim, en mér finnst þeir alls ekkert til fyrirmyndar. Ég sé enga sérstaka ástæðu til að stjórna því hvernig fólk kýs að fara með sína heilsu því ég lít á heilsufarsmetnað sem einkamál. (Ég er einnig meðvitaður um að þetta sé sennilega ekki meirihlutaskoðun og virði það.)

Þannig að ég get svosem alveg deilt við þig um tóbaks- og áfengisskattinn. :wink: En skal ekki þreyta þig mikið með því, sökum metnaðarleysis.

Þú nærð mér hinsvegar alveg ágætlega á þitt band með loftslagsrökunum einum og sér. Það eina er að mér finnst að það ætti að vera víðtækara og almennara.

Nú gerði ég mér smá ferð og kíkti aftur á loftslagsstefnuna okkar, og ég fæ ekki betur séð en að þessi hugmynd sé nú þegar þar: https://x.piratar.is/polity/1/document/297/

4c: „Efla skal þekkingu, fjárhagslega hvata og uppbyggingu innviða fyrir ferðamáta með lítinn sem engan útblástur mengunarefna, svo sem gönguferðir, hjólreiðar og notkun almenningssamgangna.

4f: „Ívilnanir við kaup á visthæfum bifreiðum skulu miða við að visthæf farartæki séu ætíð fjárhagslega betri kostur en kaup á bifreiðum sem losa gróurhúsalofttegundir.

4g: „Nýta skal skattkerfið í hvívetna til að hvetja til athafna sem hafa litla eða enga losun mengunarefna.

Þú vinnur.

2 Likes

Þannig það er þegar stefna sem felur þetta í sér. Bara spurning hvernig hægt er að koma þessari hugmynd í framkvæmd án þess að vera í stjórn.
Í stjórn er annarsvegar flokkur sem er mjög hrifinn af svona stýringum. En svo er flokkur í stjórn sem vill alls ekki sérskatta og tala um einföldun á skattkerfinu.

Þú gerir þér grein fyrir því að það hafa ekki allir tíma til að labba?

Enginn sagði að þessir kostir hentuðu öllum. Það er augljóst.

Það er hægt að kaupa hjól á 10.000 kall og á 1.000.000, sem þýðir að kostnaður þeirra er ekki að koma í veg fyrir að fólk hjóli.
Ég hjóla daglega (á ekki bíl) og þetta er það málefni sem er mér efst í huga, en ég myndi kjósa á móti því.

Ég held að þetta myndi opna á erfiða og í raun óþarfa umræðu um hvort það ætti líka að gefa skattafslátt af hjólabrettum, línuskautum, einhjóli, rafmagnshlaupahjóli osfrv.
Frekar myndi ég segja nei á línuna, líka til að flækja ekki skattkerfið að óþörfu.

Og það til að fá fleiri til að hjóla myndi ég einfaldlega ráðleggja okkur að leggja fleiri hjólastíga. Og til að leggja hjólastíga þurfum við einmitt á skattpeningunum að halda.

2 Likes

Skattpeningur í fleiri hjólastíga kemur með minni viðhaldskostnaði við gatnakerfið þegar fleiri fara að hjóla :wink:

vuhu!

heimur batnandi fer.

1 Like