Stefnt er á að leggja fram frumvarp varðandi skattlagningu á erlendar efnisveitur.
Mig langar að heyra skoðanir Pírata á því. Kostir og gallar? Heppilegasta útfærslan? Og svo framvegis
Stefnt er á að leggja fram frumvarp varðandi skattlagningu á erlendar efnisveitur.
Mig langar að heyra skoðanir Pírata á því. Kostir og gallar? Heppilegasta útfærslan? Og svo framvegis
Þetta er í raun dáldið stærra mál en bara að skattleggja erlenda miðla og veitur. Það er nefnilega þannig að í dag erum við að kaupa alls konar þjónustu (þar með talið afþreyjingarefni) í gegnum netið. Þessir aðilar hafa margir hverjir sett upp viðskiptin þannig að allt er rukkað frá einu ákveðnu landi í Evrópu (oft Lux eða Írlandi) þar sem að skattar á fyrirtæki og rekstur þar er lægri en í öðrum löndum.
Mörg lönd eru hins vegar farin að krefjast þess að þú borgir amk. virðisaukaskatt af þessari þjónustu í því landi sem notandinn er. Mörg fyrirtæki eru því farin að gera þetta og að mínu mati ætti sú regla að gilda almennt óháð því hvar fyrirtækið er staðsett og fara eftir því hvar notendur eru staðsettir. Að sjálfsögðu hefur það dáldil samkeppnishamlandi áhrif fyrir smáfyrirtæki sem eru að byrja að selja þjónustu sína á netinu að finna út hvernig borga á slíkan skatt í hverju landi, en eflaust mætti finna leiðir til þess að milda þau áhrif.
Negatíf áhrif gætu einnig orðið þau að lönd eins og Ísland gætu verið seinni á listanum yfir lönd sem slíkar þjónustur eru í boði í. Við höfum til að mynda notið góðs af því að Spotify kom snemma til Íslands og til eru góð dæmi um tónlistarfólk sem hefur orðið vinsælt í gegnum þá veitu, en það er líka athyglisvert að átta sig á því að það var bara í síðustu viku sem Spotify bætti 90 löndum víðs vegar í þriðja heiminum inn á markaðin sinn.
Það er einnig mikilvægt að átta sig á því að sumar efnisveitur, eins og Amazon Prime Video og Hulu eru ekki með opið til Íslands af höfundarréttarlegum ástæðum en njóta samt mikilla vinsælda hér á landi þar sem að fólk er að tengja sig í gegnum VPN tengingar og skrá sig sem notendur í USA og munu því þær efnisveitur ekki borga skatta til Íslands þar sem að notendur eru tæknilega ekki skráðir sem íslenskir notendur.
Fólk greðir framleiðendum í stað þess að torrenta vegna þess að það vill styrkja slíka framleiðslu. Skattar hafa fælandi áhrif á slíka ákvörðun og inn for a penny in for a pound, fólk er jafn líklegt að fara torrenta og það er við það að fara framhjá skatinum gegn um VPN. Ég sé ókost við að fara skattleggja heiðarlega hefgðun sem fólk er í raun ekki knúið til að fylgja. Það er þá í raun bara þá ríkið að refsa heiðarleika og kvetja til óheiðarleika og þjálfa fólk í því að stinga undan.
Svo verður þetta mjög fljótt spurning um flokkun. Hvað þurfa efnisveitur að vera stórar til að greiða skatt? Á þá bara að loka aðgengi af öllum þeim sem ekki sjá ágóða þess að útfæra sig að íslenskri skattheimtu. Þetta verður annað hvort ótrúlega hamlandi (sem hvetur ungt fólk til flutninga) eða alger brandari. Hvor tveggja er slæmt fyrir hagsmuni ríkis og þjóðar.
Stutta svarið er að ég tel að þetta sé jákvætt. Það er einkennilegt að erlend fyrirtæki geti “starfað” á Íslandi án þess að greiða skatta líkt og fyrirtæki sem starfa hér. Það býr til hvata til þess að starfa erlendis frá enda ódýrara. Það gerir íslensk fyrirtæki líka ósamkeppnishæf enda þurfa þau þá að standa straum að hærri gjöldum en samkeppnin.
Lengra svar er að þetta er liður í mjög stóru máli: Hvernig á að skattleggja internetið, eða réttar sagt hvernig eigi að skattleggja tekjur sem myndast innan lands A en er skv. núverandi lögum skattlagðar í landi B. Hér að neðan er linkur á skýrslu þar sem grunnurinn er lagður að slíku regluverki, eða réttarsagt nokkrar hugmyndir eru settar fram. Þetta er klárlega mál sem verður að taka á, en ég er ekki með heildarlausnina neglda niður að svo stöddu =) .
Hvernig er slík skattlangning framkvæmanleg nema einmitt með stórfeldri, kerfislægri ritskoðun? Er þeð ekki einmitt svona sem það Pandórubox opnast?