Skipulag aðalfundar

Eftir að hafa skoðað dagskrá aðalfundar verð ég að segja að mér finnst, í ljósi nýliðina atburða, full mikil bjartsýni að ætla bara 1 klukkútíma í umræður um skipulagsbreytingar flokksins. Væri ekki gáfulegra að minka málefnastarfið og taka meiri tíma í skipulag og hluti sem varða beinlínis flokksstarfið sjálft? Málefnavinna getur léttilega farið fram utan aðalfundar. Þar að auki næst ekki mikill árangur í henni á svona stuttum tíma.

Ég er sammála Bjarka. Mætti vera meiri tími í skipulagsbreytigarnar og minni í málefnastarfið. Alltaf hægt að seta upp málefnafundi og hefði haldið að það yrði að vera nokkrir málefnafunir um þessi atriði áður en þau verða sett í kosningakerfið.

2 Likes